ÁHUGAVERРNÁMSKEIР

 
 

Undraheimur Þingvalla

Á þessu námskeiði fjalla sérfræðingar fimm fræðasviða um Þingvelli í tengslum við söguna, jarðfræði, lífríki Þingvallavatns, fornminjar og heimsminjaskrá. 
Einstakt þriggja kvölda, námskeið fyrir alla þá sem vilja gera næstu Þingvallaferð að nýrri upplifun.
Nánar

Kennsla: Gunnar Karlsson, PhD, prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands, Guðmundur Hálfdánarson, PhD, er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, Páll Einarsson, PhD, er prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, Hilmar J. Malmquist, PhD, er forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur, Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum.
Hvenær: Mán. og mið. 26. og 28. sept. og 3. okt. kl. 20:15 – 22:15 (3x)
Snemmskráning til og með 16. sept.


Listin að mynda norðurljós

Á námskeiðinu er fjallað um grunnstillingar myndavélarinnar með tilliti til þess að ljósmynda norðurljós að næturlagi. Dæmi um það sem farið er í eru fókusstillingar, ISO stillingar, lokunarhraði, ljósop og val á fylgihlutum.

Til þess að ná að fanga norðurljós á ljósmynd þarf sá sem tekur myndina að hafa grunnskilning á stillingum myndavélarinnar, linsu og jafnframt hvaða aukahluti er gott að hafa til að auka líkurnar á að norðurljósin skili sér á mynd.
Nánar

Kennsla: Ólafur Þórisson, margmiðlunarhönnuður
Hvenær: Þri. 4. okt. kl. 19:00 - 22:00
Snemmskráning til og með 24. sept.

Jarðfræði höfuðborgarsvæðisins

Á námskeiðinu verður kafað ofan í hina áhugaverðu jarðfræði höfuðborgarsvæðisins, frá Straumsvík í suðri, um hálendið ofan borgarlandsins norður að Esju og Hvalfirði og nesin þar á milli. Jarðsagan hér spannar um tveggja milljón ára tímabil og má óvíða á landinu finna jafn fjölbreytta jarðfræði.
Tilvalið námskeið fyrir höfuðborgarbúa og aðra sem vilja njóta nærumhverfisins á áhrifameiri og kröftugri hátt.
Nánar

Kennsla: Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur og höfundur bókarinnar Vegvísir um jarðfræði Íslands
Hvenær: Þri. 11. , 18. og 25. okt. kl. 20:00 - 22:00 (3x)
Snemmskráning til og með 1. okt.


Brunasandur - Yngsta sveit á Íslandi

Á þessu námskeiði fer fram þverfagleg umfjöllun um tilurð yngstu sveitar á Íslandi. Rætt er um mótun landsins frá ísöld, gróðurfar og dýralíf, áhrif Skaftáreldanna 1783 – 1784 á mótun svæðisins, landnámið sem hefst 1823, ris og hnignun samfélagsins, menningarminjar og gildi svæðisins fyrir samtímann. 

Í upphafi námskeiðs býðst þátttakendum að kaupa bókina Brunasandur; Mótun lands og samfélags í yngstu sveit á Íslandi á góðu verði.
Nánar

Kennsla: Margrét Ólafsdóttir, landfræðingur, Dr. Helgi Björnsson, jöklafræðingur, Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, Dr. Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor, Dr. Edda Sigurdís Oddsdóttir, líffræðingur, Jón Hjartarson, sagnfræðingur, Ásta Hermannsdóttir, fornleifafræðingur og Júlíana Þóra Magnúsdóttir, þjóðfræðingur 
Hvenær: Fim. 20. og 27. okt. og 3. nóv. kl. 19:30 - 22:00 (3x)
Snemmskráning til og með 10. okt.

 


Jarðsaga Íslands

Á námskeiðinu verður fjallað um myndun Íslands og mótun í gegnum jarðsöguna. Tilurð landsins og tilvist byggist á gliðnun hinna stóru jarðskorpufleka Norður-Ameríku og Evrasíu en hvenær er fyrst hægt að tala um Ísland á þessum flekaskilum? Jarðsaga Íslands er afar áhugavert umfjöllunarefni, sem fengið hefur minni athygli en tilefni er til. Jarðsagan hér er saga óslitinnar og fjölbreyttrar landmótunar, bæði upphleðslu og rofs. En þótt jarðsagan sé samfellt ferli eru menjar um hana slitróttar, á tíðum jafnvel ruglingslegar. Jarðsagan birtist okkur í raun líkt og bók þar sem suma kafla vantar á meðan aðrir eru illlæsilegir. Til að átta okkur almennilega á framvindunni þurfum við því að rýna vel í það sem er þó aðgengilegt okkur. Með því að draga saman mismunandi þætti jarðsögunnar færumst við því nær því að sjá mótun og þróun Íslands sem eina heildstæða mynd.
Nánar

Kennsla: Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur og höfundur bókarinnar Vegvísir um jarðfræði Íslands
Hvenær: Fim. 10., 17. og 24. nóv. kl. 20:15 - 22:15 (3x)
Snemmskráning til og með 31. okt.

Hafðu samband

Netfang
endurmenntun@hi.is
  Sími
525 4444

Samfélagsmiðlar

Við erum á
Facebook
Endurmenntun Háskóla Íslands - Dunhaga 7, 107 Reykjavík - www.endurmenntun.is


This email was sent to <<Netfang>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Endurmenntun Háskóla Íslands · Dunhagi 7 · Reykjavik 107 · Iceland