Copy
logo.jpg
 
 

viðurkenndur bókari

- STAÐNÁM EÐA FJARNÁM
 
 

Kynningarfundur mið. 18. maí kl. 18:00
- Skráðu þig á kynningarfundinn hér

Endurmenntun HÍ býður nú í fimmta sinn nám til undirbúnings fyrir próf til viðurkenningar bókara á vegum Atvinnuvega- og nýsköpurnarráðuneytisins skv. 43. grein laga nr. 145/1994 um bókhald.

Námið er eitt misseri og byggir á prófefnislýsingu skv. 3. gr. reglugerðar nr. 535/2012 um próf til viðurkenningar bókara 3. útgáfa (júní 2014), sjá nánar á vef ráðuneytisins. Prófhlutar til viðurkenningar bókara eru: Reikningshald, skattskil og upplýsingatækni ásamt raunhæfu verkefni úr efnisþáttum I. og II. prófhluta.

Markmið: 
Auka fræðilega þekkingu próftaka og hæfni til að beita henni í starfi, í samræmi við prófefnislýsingu og skilgreind hæfniviðmið sem auglýst eru af prófnefnd á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Kynna meginreglur og aðferðir reikningshalds, skattskila og upplýsingatækni í því lagaumhverfi sem það byggir á. Auka víðsýni og færni próftaka til að beita þekkingu sinni við lausn hagnýtra viðfangefna með aðstoð Excel töflureiknis.

Fyrir hverja:
Námið er einkum ætlað þeim sem starfa á sviðum bókhalds-, fjármála- og hagdeilda fyrirtækja og stofnana.
Mælt er með því að umsækjendur hafi starfað við bókhald og hafi haldgóða þekkingu og reynslu af bókhaldsstörfum sem og Excel töflureikni.

Kennslufyrirkomulag:
Kennt verður tvo daga í viku föstudaga og laugardaga.
Fyrirlestrar verða teknir upp og nemendum aðgengilegir á samskiptavef námsins. Upptökur eiga ekki við um verklega þætti námsins.

Kynningarfundir - viðburður á Facebook
- Fylgstu með!
UMSÓKNARFRESTUR TIL 1. JÚNÍ

Kennsla/umsjón

Allir kennarar námsins hafa víðtæka sérþekkingu og reynslu á þeim sviðum sem kennd eru hverju sinni. Nánari upplýsingar um kennara er að finna í námsvísi á heimasíðu námsins.

Hvenær

Kennt er í 10 lotum  tvo daga í viku föstudaga og laugardaga. Sjá stundatöflu.

Verð

179.000 kr

Hjá Endurmenntun starfar námsráðgjafi sem veitir aðstoð við námsval.

Hafðu samband

Netfang
endurmenntun@hi.is
  Sími
525 4444

Samfélagsmiðlar

Við erum á
Facebook
Endurmenntun Háskóla Íslands - Dunhaga 7, 107 Reykjavík - www.endurmenntun.is