|
|
Á námskeiðinu er kafað í frumhugmyndafræði jóga. Kennd er hugleiðsla og gjörhygli, jógaheimspeki og grunnurinn að þessum fornu fræðum. Við skoðum hvort Yoga Sutrur Patanjalis og Bhagawat Gita eigi erindi til okkar í dag og hvort þessi fornu rit séu raunverulegur leiðarvísir til að öðlast andlegt og líkamlegt heilbrigði í hringiðu nútímans. Þetta er skemmtilegt og fræðandi námskeið og hentar bæði þeim sem vilja kafa djúpt í fræðin og þeim sem vilja hefja ástundun eða efla sína heimaástundun enn frekar.
Á námskeiðinu er fjallað um:
• Hvernig við getum eflt skýrleika og hamingju í daglegu lífi. Hvernig við getum lifað í heiminum en samt verið meðvituð og tekið ábyrgð á eigin líðan og eigin lífi með hjálp jógafræða.
• Frumbyggingarefnið og þau áhrif sem vitund okkar hefur á það samkvæmt jógafræðunum.
• Bhagawat Gita skoðuð sem handbók jógans til að lifa virku andlegu lífi á okkar tímum.
• Hina áttföldu leið Patnajalis í Yoga Sutrunum, með áherslu á yömurnar.
Ávinningur þinn:
• Þátttakendur öðlast færni í að kyrra hugann og ná meira valdi yfir athygli sinni.
• Skýrleiki í hugsun og tilfinningaleg kyrrð eykst við ástundun hugleiðslu.
• Skilningur á frumfræðum jógaheimspeki getur opnað fyrir skilning á því hvernig hið daglega líf virkar, hvernig við getum brugðist við því sem lífið færir okkur, eflt og styrkt kosti okkar og öðlast nýja.
Fyrir hverja:
Námskeið fyrir alla þá sem áhuga hafa á andlegum fræðum, vilja öðlast meiri hugarró og betri tilfinningalega líðan. Einnig er þetta fyrir þá sem vilja læra að skilja betur jóga heimspekina, fá meiri yfirsýn og skýrleika.
|
|
|
|
|
|
|
Snemmskráning til og með 11. sept.
|
|
|
|
|
|
Kennsla/umsjón
Kristbjörg Kristmundsdóttir, jógakennari
Hvenær
Mið. 21. sept. - 19. okt. kl. 18:00 – 20:00 (5x)
Hvar
Endurmenntun,
Dunhaga 7 - Sjá kort
Verð sNEMMSKRÁNING
35.900 kr
ALMENNT VERÐ
39.300 kr
|
|
|
|
|
|
|
|
“Allt gott, Kristbjörg dásamlegur kennari, hafsjór af visku, fróðleik og kærleika.” |
|
|
|
|
|
|
|
|
“Frábær kennari, metnaðarfull og full áhuga á að kenna okkur efnið á áhrifarikan og skemmtilegan máta.” |
|
|
|
|
|
|
|
|
|