Hugleiðsla og jógaheimspeki

 
 

Á námskeiðinu er kafað í frumhugmyndafræði jóga. Kennd er hugleiðsla og gjörhygli, jógaheimspeki og grunnurinn að þessum fornu fræðum. Við skoðum hvort Yoga Sutrur Patanjalis og Bhagawat Gita eigi erindi til okkar í dag og hvort þessi fornu rit séu raunverulegur leiðarvísir til að öðlast andlegt og líkamlegt heilbrigði í hringiðu nútímans. Þetta er skemmtilegt og fræðandi námskeið og hentar bæði þeim sem vilja kafa djúpt í fræðin og þeim sem vilja hefja ástundun eða efla sína heimaástundun enn frekar.

Á námskeiðinu er fjallað um:
• Hvernig við getum eflt skýrleika og hamingju í daglegu lífi. Hvernig við getum lifað í heiminum en samt verið meðvituð og tekið ábyrgð á eigin líðan og eigin lífi með hjálp jógafræða.
• Frumbyggingarefnið og þau áhrif sem vitund okkar hefur á það samkvæmt jógafræðunum.
Bhagawat Gita skoðuð sem handbók jógans til að lifa virku andlegu lífi á okkar tímum.
• Hina áttföldu leið Patnajalis í Yoga Sutrunum, með áherslu á yömurnar.

Ávinningur þinn:

• Þátttakendur öðlast færni í að kyrra hugann og ná meira valdi yfir athygli sinni.
• Skýrleiki í hugsun og tilfinningaleg kyrrð eykst við ástundun hugleiðslu.
• Skilningur á frumfræðum jógaheimspeki getur opnað fyrir skilning á því hvernig hið daglega líf virkar, hvernig við getum brugðist við því sem lífið færir okkur, eflt og styrkt kosti okkar og öðlast nýja.
 

Fyrir hverja:

Námskeið fyrir alla þá sem áhuga hafa á andlegum fræðum, vilja öðlast meiri hugarró og betri tilfinningalega líðan. Einnig er þetta fyrir þá sem vilja læra að skilja betur jóga heimspekina, fá meiri yfirsýn og skýrleika.
Snemmskráning til og með 11. sept.

Kennsla/umsjón

Kristbjörg Kristmundsdóttir, jógakennari

Hvenær

Mið. 21. sept. - 19. okt. kl. 18:00 – 20:00 (5x)

Hvar

Endurmenntun,
Dunhaga 7 - Sjá kort

Verð sNEMMSKRÁNING

35.900 kr

ALMENNT VERÐ

39.300 kr

Umsagnir

“Allt gott, Kristbjörg dásamlegur kennari, hafsjór af visku, fróðleik og kærleika.”
“Frábær kennari, metnaðarfull og full áhuga á að kenna okkur efnið á áhrifarikan og skemmtilegan máta.”

Hafðu samband

Netfang
endurmenntun@hi.is
  Sími
525 4444

Samfélagsmiðlar

Við erum á
Facebook
Endurmenntun Háskóla Íslands - Dunhaga 7, 107 Reykjavík - www.endurmenntun.is