Námskeiðið er tilvalinn vettvangur til að tileinka sér ákveðin grunnatriði og vinnulag í Sketchup en einnig tilfinningu fyrir framsetningu á upplýsingum, í myndum og teikningum.
Á námskeiðinu er fjallað um:
• Helstu grunnatriði í Sketchup svo hægt sé að ná ákveðinni færni við að móta stóra jafnt sem smáa hluti.
• Vinnulag í forritinu. Í því samhengi verður útskýrt hvernig unnið er með mismunandi lög (layers) og sjónarhorn (views) svo dæmi sé nefnt.
• Myndræna eiginleika forritsins; leiðir til að miðla stemningu í myndum með hjálp annarra myndvinnsluforrita.
• Leiðir til að útbúa tvívíðar teikningar (grunnmyndir, sneiðingar og útlit) með málsetningum og tengsl forritsins við önnur teikniforrit svo unnt sé að flytja tvívíðar teikningar úr öðrum forritum inn á réttan hátt.
Ávinningur þinn:
• Öðlast færni til að prófa þig áfram sjálf/ur.
• Leiðir til að útfæra einfaldar hugmyndir hratt og vel og koma þeim til skila með greinargóðum hætti.
Fyrir hverja:
Hentar vel einstaklingum sem vinna að hönnun þrívíðra hluta, hvort sem þeir eru litlir eða stórir. Æskilegt er að þátttakendur þekki til annarra teikniforrita svo námskeiðið nýtist sem best.