Þrívíddarhönnun í Sketchup

 
 

Námskeiðið er tilvalinn vettvangur til að tileinka sér ákveðin grunnatriði og vinnulag í Sketchup en einnig tilfinningu fyrir framsetningu á upplýsingum, í myndum og teikningum.

Á námskeiðinu er fjallað um:
• Helstu grunnatriði í Sketchup svo hægt sé að ná ákveðinni færni við að móta stóra jafnt sem smáa hluti.
• Vinnulag í forritinu. Í því samhengi verður útskýrt hvernig unnið er með mismunandi lög (layers) og sjónarhorn (views) svo dæmi sé nefnt.
• Myndræna eiginleika forritsins; leiðir til að miðla stemningu í myndum með hjálp annarra myndvinnsluforrita.
• Leiðir til að útbúa tvívíðar teikningar (grunnmyndir, sneiðingar og útlit) með málsetningum og tengsl forritsins við önnur teikniforrit svo unnt sé að flytja tvívíðar teikningar úr öðrum forritum inn á réttan hátt.

Ávinningur þinn:
• Öðlast færni til að prófa þig áfram sjálf/ur.
• Leiðir til að útfæra einfaldar hugmyndir hratt og vel og koma þeim til skila með greinargóðum hætti.

Fyrir hverja:
Hentar vel einstaklingum sem vinna að hönnun þrívíðra hluta, hvort sem þeir eru litlir eða stórir. Æskilegt er að þátttakendur þekki til annarra teikniforrita svo námskeiðið nýtist sem best.
Snemmskráning til og
með 21. mars

Kennari

Bjarki Gunnar Halldórsson, arkitekt

Hvenær

Fim. 31. mars og 7. apríl og þri. 12. apríl frá kl. 16:15 - 19:15

Snemmskráningar verð

42.900 KR
 

Almennt verð

47.200 KR
 

hvar

Endurmenntun,
Dunhaga 7 - Sjá kort

Hafðu samband

Netfang
endurmenntun@hi.is
  Sími
525 4444

Samfélagsmiðlar

Við erum á
Facebook
Endurmenntun Háskóla Íslands - Dunhaga 7, 107 Reykjavík - www.endurmenntun.is