Excel fyrir bókara

 
 

Endurmenntun HÍ kynnir í samstarfi við Félag viðurkenndra bókara (FVB) hagnýtt námskeið í Excel sem er sérsniðið fyrir starfandi bókara.
Námskeið einkum fyrir bókara sem vinna við uppgjör og vilja styrkja sig í notkun Excel við gerð reikningsskila.

Á námskeiðinu er fjallað um:
• Uppsetningu á uppgjörsskjali við gerð ársreiknings
• Uppsetningu ársreiknings
• Gerð fyrningartöflu
• Gerð lánatöflu
• Notkun á algengum föllum (Vlookup, Sumif, Average o.fl.)

Ávinningur þinn:
• Að auka færni í notkun á Excel við gerð reikningsskila

Fyrir hverja:
Fyrir þá sem starfa við bókhald, eins og viðurkennda bókara og starfsmenn á bókhaldsstofum sem vilja auka færni sína í Excel.

Aðrar upplýsingar:
Gert er ráð fyrir að nemendur komi með fartölvu á námskeiðið með Excel 2010 eða nýrri útgáfu.

Snemmskráning til og
með 25. mars

Kennsla/umsjón

Snorri Jónsson, viðskiptafræðingur MBA og með mastersgráðu í reikningshaldi og endurskoðun. Hann er sérfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu og stundakennari hjá HÍ    

Hvenær
Mán. 4., mið. 6. og mán. 11. apr. kl. 8:30 – 12:30 (3x)

VERÐ við snemmskráningu
42.900 kr.

ALMENNT VERÐ

47.200 kr.

Hvar

Endurmenntun,
Dunhaga 7 - Sjá kort

Umsagnir 

„Námskeið til fyrirmyndar.”
Leiðbeinandi hafði góða þekkingu á námsefninu. Gott skipulag.”

Hafðu samband

Netfang
endurmenntun@hi.is
  Sími
525 4444

Samfélagsmiðlar

Við erum á
Facebook
Endurmenntun Háskóla Íslands - Dunhaga 7, 107 Reykjavík - www.endurmenntun.is