Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

11. ágúst 2015

Skátapepporee um helgina
Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig, því á morgun hefst Skátapepporee, sem er leiðtogaþjálfun fyrir drótt- og rekkaskáta.
Nánari upplýsingar og skráning hér.


Ævintýri og útivist
Sumar-Gilwell verður haldið á Úlfljótsvatni helgina 21.-23. ágúst n.k.
Helgin verður full af útilífi, fræðslu og skemmtilegheitum. 
Skráning og frekari upplýsingar hér.


Skiladagur fyrir Forsetamerki 
Nú fer að líða að síðasta skiladegi fyrir Forsetamerkið, en margir rekkaskátar hafa unnið að því í langan tíma. Umsóknarfrestur er til og með 7. september 2015. Frekari upplýsingar hér.


Síðasta tækifærið til að hjálpa til á Tjaldsvæðinu á Úlfljótsvatni
Nú er síðasta stóra helgin okkar að ganga í garð. Það er því síðasta tækifærið í sumar til að koma og taka þátt í fjörinu með okkur á Úlfljótsvatni. Áhugasamir sendi póst á ulfljotsvatn@skatar.is


Núllstilling félagatals og haustverk félagsstjórna
Eins og vani er verður félagatalið núllstillt 20. ágúst n.k.
Sendar verða leiðbeiningar á næstu dögum til félagsstjórna og félagsforingja um hvað þarf að gera í félagatalinu áður en innritun hefst að nýju í haust. Við minnum á að það er alltaf hægt að fá aðstoð og leiðbeiningar hjá starfsfólki Skátamiðstöðvarinnar.


Fyrsta VISTA helgin á Úlfljótsvatni
Helgina 28.-30. ágúst boðar Úlfljótsvatn alla áhugasama Undralendinga til Viðhalds- og Standsetningar helgi. Helgin er haldin að danskri fyrirmynd þar sem sjálfboðaliðar eru duglegir að leggja skátamiðstöðvum lið. Allir eru velkomnir og ráða því hvort að stoppað er í nokkra klukkutíma, yfir nótt eða jafnvel alla helgina. Matur í boði Úlfljótsvatns og gisting á meðan húsrúm leyfir. Skráning með tölvupósti á ulfljotsvatn@skatar.is


Ný viðbót í starfsmannahópinn í Skátamiðstöðinni.
Um mánaðarmótin tók til starfa hjá okkur nýr verkefnastjóri viðburða. Sigurlaug Björk J. Fjeldsted er flestum skátum kunn enda búin að koma að skipulagningu á mörgum Landsmótum, Roverway og öðrum skemmtilegum viðburðum. Sigurlaug er einnig í mótsstjórn World Moot 2017. Við bjóðum Sigurlaugu velkomina til starfa.


Við erum að drukkna
Mikið magn af óskilamunum frá mörgum ólíkum viðburðum hafa hrúgast upp í Skátamiðstöðinni. Ef þú telur að þú, eða einhver þinna, gæti átt eitthvað í hrúgunum er betra að hraða þér til okkar þar sem við ætlum að leyfa Rauða Krossinum að njóta þess sem eftir er um næstu mánaðarmót. Skáti er hjálpsamur. 

Í þessari viku:

  • Skátapepporee um helgina
  • Ævintýri og útivist
  • Skiladagur fyrir Forsetamerki
  • Hjálp óskast á Úlfljótsvatni
  • Núllstilling félagatals
  • VISTA helgi á Úlfljótsvatni
  • Sigurlaug er gengin til liðs við okkur í H123
  • Við erum að drukkna
Bandalag íslenskra skáta,