Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 16 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

13. febrúar 2018

Ljósmyndasprettur rekka- og róverskáta!
Ljósmyndaspretturinn er á morgun, 14. febrúar! Ekki missa af þessu! Mjög veglegir vinningar eru í boði!
Kíkið á Facebook viðburðinn!

Thinking Day On The Air - TDOTA
Radíóskátar eru með opið hús 17. febrúar í tilefni af world thinking day. Spennandi dagskrá í boði í heilan sólarhring!

Frekari upplýsingar inná Skátamálum. 
Jamboree 2019 - Skráning hefst 1. mars!
Þann 1. mars verður opnað fyrir skáta að staðfesta skráningu sem IST. Við erum með takmarkaðan fjölda sæta fyrir IST (30 skáta) og er því nokkuð ljóst að smá spenna er að byggjast upp og margir sem ætla að "sitja viðbúin á takkanum" þegar opnast fyrir skráningu á miðnætti aðfaranótt 1. mars. Frekari upplýsingar og skemmtileg myndbönd má finna á Skátamálum og facebook síðu fararhópsins.

Drekaskátadagurinn!
Mundu Drekaskátadaginn 4. mars við Hlégarð í Mosfellsbæ kl. 14:00. Hann er fullur af fjörugri dagskrá!
Frekari upplýsingar á Skátamálum.

Roverway í Hollandi 2018
Roverway fer fram 20. júlí - 2. ágúst 2018 með æsispennandi dagskrá þar sem rekka- og róverskátar á aldrinum 16 - 22 ára lenda í ævintýrum!
Skráningu lýkur 10. mars. Komdu með!
Meiri upplýsingar hér og skráning hér.

Er Nórinn að gera þig brjálaða/n!?
Hættu að reyta hár þitt og komdu í Skátamiðstöðina á námskeið 1.mars kl. 20:00. Skráning er nauðsyn og nú reynir á hvort þú getur þetta... skatar.felog.is - Hægt að vera með á Skype en þá þarf samt að skrá sig og einnig senda tölvupóst á dagga@skatar.is

Nordic Adventure Race í Færeyjum í sumar
Nordic Adventure Race fer fram dagana 2.-9. júlí 2018 fyrir skáta á aldrinum 13 - 16 ára. Viðburðurinn gengur út á það að kynnast færeyskri menningu og náttúru í gegnum æsispennandi söguþráð, þar sem þátttakendur kljást við allskonar dularfullar og spennandi þrautir. Frekari upplýsingar hér.

Ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna
Forsætisráðuneytið leitar að 13 til 18 ára ungmennum í Ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Við minnum á að umsóknarfrestur er til 16. febrúar. Nánari upplýsingar hér.

World Thinking Day
22. febrúar er World Thinking Day.
Hér má finna skemmtileg verkefni sem hægt er að útfæra fyrir alla aldurshópa.

Í þessari viku:

  • Ljósmyndasprettur rekka- og róverskáta
  • TDOTA
  • Jamboree 2019 - opnað fyrir að staðfesta IST-skráningu 1. mars
  • Drekaskátadagurinn
  • Roverway í Hollandi 2018 - skráningu lýkur 10. mars 
  • Nóranámskeið!
  • Nordic Adventure Race í Færeyjum í sumar
  • Ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna
  • World Thinking Day

Heyrst hefur að allir sem taka þátt í ljósmyndaspretti rekka- og róverskáta fái 30% afslátt á Domino's....

Bandalag íslenskra skáta,