|
|
Drekaskátamót – síðustu dagar skráninga
Minnum á að skráningu á Drekaskátamót líkur á föstudaginn. Mótið verður haldið á Úlfljótsvatni 7.-8. júní, nánari upplýsingar um mótið er að finna hér.
Kveðja, Mótsstjórn Drekaskátamóts
Samráðsfundur um námskeið fyrir starfsólk útilífsskólanna
Miðvikudaginn 28. maí klukkan 18:00 verður mikilvægur fundur með stjórnendum útilífsskólanna. Áherslur á námskeiðunum framundan verða ákveðnar og línurnar fyrir sumarið lagðar. Mikilvægt er að sem flestir mæti.
Kveðja, Nanna
Er flokkurinn búinn að velja?
Minnum öll skátafélög á að hvetja skátaflokka til að klára valdagskrárvalið fyrir Landsmót skáta núna í vikunni. Í næstu viku mun dagskrárstjórn hefja vinnu við að skipta niður eftir óskum skátana. Ef einhverjar spurningar vakna eða þörf er á lengri fresti hafið þá endilegasamband við Skátamiðstöðina í síma 5509800 eða á landsmot@skatar.is
Kveðja, mótsstjórn Landsmóts skáta 2014
Skilafrestur á skilaverkefnum úr nútíðinni nálgast
Frestur til að skila verkefnum og næla sér í auka stig í keppninni um Skátaflokk Íslands er til 1. júní. Nánari upplýsingar um keppnina og skilaverkefnin er að finna hér.
Kveðja, Skátaflokksforingjar Íslands
Gilwell-leiðtogaþjálfun þann 14. júní.
Fjórði hluti grunnþjálfunnar, Stjórnun og skipulagning skátastarfs, er næstur á dagskrá.
Þar fá þátttakendur að þjálfa færni sína við að skipuleggja skátastarfið, hvort sem um er að ræða viðburði eða sveitarstarfið.
Ekki er nauðsynlegt að hafa lokið þriðja skrefi til að taka þátt í fjórða skrefi.
Ferð þú með til Japans?
Síðusta tækifæri að bætast í hópinn á jamboree í Japan 2015. Skráningu líkur um helgina en nú þegar eru 52 búnir að skrá sig í þessa ævintýraferð. Ekki missa af tækifærinu og komdu með til Japans. Nánari upplýsingar er að finna á www.jamboree2015.skatar.is
Kveðja, Jón Ingvar
Ertu búin/n að skrá þig?
Dagana annan og þriðja júní verður haldið námskeið fyrir stjórnendur útilífsskólanna. Námskeiðið stendur frá 10:00 til 14:30 báða dagana. Skráning og nánari upplýsingar má finna hér.
Kveðja, Nanna
Mótsstjóri óskast
Stjórn Bandalags íslenskra skáta leitar að mótsstjóra Landsmóts skáta 2016 á Úlfljótsvatni. http://skatamal.is/motsstjori-oskast
Nánari upplýsingar veitir Jón Ingvar Bragason, viðburðastjóri BÍS jon@skatar.is Umsóknir skulu berast á jon@skatar.is eigi síðar en kl. 12:00 miðvikudaginn 11. júní 2014.
Kveðja, Jón Ingvar
Ertu búin/n að skrá starfsfólkið þitt?
Námskeið fyrir almenna starfsmenn útilífsskólanna verða haldin annan, þriðja, og fjórða júní frá klukkan 16:00 til 20:00.
Skráning og nánari upplýsingar má finna hér.
Kveðja, Nanna
|
|
|
|
| |