Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

10. maí 2016

Nóri - nýtt félagatal skátanna
Við tökum upp nýtt félagatal sem kallast Nóri. Það er sama kerfi og íþróttafélög landsins nota og er tengt við tómstundastyrk í mörgum bæjarfélögum. Boðið verður upp á námskeið í Nóra þriðjudaginn 24. maí og fleiri námskeið verða í ágúst. Nánari upplýsingar hér. 

Skyndihjálparnámskeið
Ert þú að klára Gilwell eða stjórna sumarnámskeiði?
12 klst. skyndihjálparnámskeið er þá skylda fyrir þig. Nánari upplýsingar og skráning hér


Námskeið fyrir stjórnendur og starfsfólk sumarnámskeiða
Er búið að ráða skólastjóra og starfsfólk í Útilífsskólann ykkar? Námskeið fyrir stjórnendur verður haldið 6. og 7. júní frá kl. 10:00 - 14:00. Frekari upplýsingar og skráning hér. Námskeið fyrir starfsfólk/vinnuskólaliða verður haldið 6., 7. og 8. júní frá kl. 16:00 - 20:00. Frekari upplýsingar og skráning hér


Valdagskrá Landsmóts
Eru flokkarnir í þínu félagi búnir að skoða dagskrá á Landsmóti? Flokkarnir þurfa að velja dagskrárpósta sem þeir vilja taka þátt í fyrir 15. maí. Hægt er að skoða dagskrána hér

Verndum þau námskeið 19. maí
Öllum sem starfa með börnum og ungmennum er skylt að ljúka "Verndum þau" námskeiði. Stjórnendur sumarnámskeiða og Gilwell-nemar þurfa að hafa setið námskeiðið innan tveggja ára. Hér má finna upplýsingar og skráningu. 

VISTA - þakkir
Úlfljótsvatn þakkar öllum fyrir að taka þátt í VISTA helginni. Þátttakendur settu upp nýjan GAGA-boltavöll og ný leiktæki á tjaldsvæðinu ásamt því að taka til í geymslunni. Takk fyrir og sjáumst í sumar!

Drekaskátamót 2016
Varst þú búin/n að fá upplýsingabréfið um Drekaskátamót 4.-5. júní? Ef ekki, hafðu þá samband við Sigurlaugu í Skátamiðstöðinni sem fyrst. Skráningu á mótið lýkur 15. maí.

Eurovision og tjaldsvæðið opnar
Næsta helgi er Eurovision-helgi og þá opnar tjaldsvæðið við Úlfljótsvatn. Við bjóðum gestum að sjá keppnina á stóru tjaldi svo að aðdáendum er óhætt að mæta og vera með. Eurovisionkveðjur frá Undralandinu.

Viðeyjarmót
Viðeyjarmót Landnema verður haldið í sumar helgina 24. - 26. júní. Það verður sjóræningjaþema í ár, taktu helgina strax frá! Sjáðu skátasumarið í heild sinni hér

Allar helgar eru útileguhelgar fyrir skáta
Úlfljótsvatn býður skátum að koma og tjalda frítt í sumar. Hóparnir geta svo keypt dagskrá hjá starfsfólki Úlfljótsvatns gegn hóflegu gjaldi. Það ætti því engum að leiðast! Allir skátar ættu því að geta komið a.m.k. einu sinni á Úlfljótsvatn í sumar. Frekar upplýsingar hér

Vormót Hraunbúa
Skátafélagið Hraunbúar heldur vormót í Krýsuvík helgina 10. - 12. júní og er þemað í ár "Tími fyrir ævintýri", ekki missa af þessu! Sjáðu skátasumarið í heild sinni hér

Tjöld hjá Fjallakofanum
Vegna sölusýningar á Helsport tjöldum dagana 11.-13. maí fyrir utan verslun Fjallakofans fá öll skátafélög sértilboð af tjöldum.

Í þessari viku:

 • Nóri - nýtt félagatal
 • Skyndihjálparnámskeið
 • Námskeið fyrir stjórnendur og starfsfólk sumarnámskeiða
 • Valdagskrá Landsmóts
 • Verndum þau námskeið 19. maí
 • VISTA - þakkir
 • Drekaskátamót 2016
 • Eurovision og tjaldsvæðið opnar
 • Viðeyjarmót
 • Allar helgar eru útileguhelgar fyrir skáta
 • Vormót Hraunbúa
 • Tjöld hjá Fjallakofanum

Verkefni vikunnar frá Dagskrárráði

Hækbrauð er alltaf gott. Núna er veðrið til að kenna skátunum að umgangast eldinn af virðingu. Kveikjum eld og bökum hækbrauð að skátasið. Kíktu á verkefnið hér
Bandalag íslenskra skáta,