Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

3. nóvermber 2015

Rödd ungra skáta er að bresta á!
Næstkomandi helgi verður rekka- og róverskátaviðburðurinn Rödd ungra skáta haldinn á Akranesi. Skemmtileg dagskrá og frábær félagsskapur sem enginn skáti á þessum aldri ætti að missa af... Kynntu þér málið hér.


Roverway - Kynningarkaffihúsakvöld
Skráning á Roverway er í fullu gangi og eflaust margir að velta ýmsu fyrir sér. Við ætlum að halda kaffihúsakvöld þriðjudaginn 10. nóvember í skátaheimili Ægisbúa þar sem farið verður yfir skipulagið á mótinu, leiðir sem eru í boði og spurningum svarað. Glens og gaman, allir velkomnir. Sjá nánar hér. Einnig er fyrirspurnum svarað í tölvupósti, liljarmar@skatar.is og marta@soffi.com


Skátadagatalið 2016
Þessa dagana er vinna við skátadagatalið (prentaða útgáfan) á fullu. Við viljum endilega setja inn á dagatalið þá viðburði sem félög/hópar standa fyrir sem eru opnir utan félags/hóps. Sendu okkur línu á dagga@skatar.is og við skellum viðburðinum inn.


Verndum þau námskeið á Vesturlandi
Eftir langa bið er komið að Verndum þau námskeiði Æskulýðsvettvangsins á Vesturlandi annað kvöld, nánar tiltekið í Tjarnarlundi í Saurbæ. Upplýsingar og skráning hér.


Spennandi stjörnuskoðun
Næsta fræðslukvöld er tileinkað stjörnunum. Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness ætlar að koma til okkar og kynna okkur fyrir því sem við sjáum stundum og stundum ekki..... Kíktu á málið og skráðu þig sem fyrst.


Endurfundir skáta
Súpupotturinn verður hitaður og brauðið smurt á mánudaginn. Hittum gamla vini og gleðjumst saman. Húsið opnar að venju kl. 11:30 og matur borinn fram kl. 12:00. Hlökkum til að sjá ykkur.


Landsmót 2016
Skráningin er komin á fullt. Ert þú og þitt félag búið að skrá sig? Opnað var fyrir skráningu þann 1. október og það er alveg ótrúlega margt í boði og skemmtileg dagskrá framundan. Endilega fylgist með okkur á heimasíðu mótsins, www.skatamot.is


Skátablaðið í desember
Er eitthvað sem þig langar að koma á framfæri í Skátablaðinu sem kemur út í desember. Við erum á fullu að finna efni og viljum endilega heyra hvað skátarnir hafa verið að gera í haust. Ef þú hefur frá einhverju skemmtilegu að segja þá endilega sendu okkur póst fyrir 15. nóvember á skatar@skatar.is 


Gilwell 4. skref
Síðustu vikur hafa Gilwell-nemar verið á ferð og flugi og heimsótt skátafundi í vettvangsnámi sínu til að vera tilbúin fyrir 4. skrefið þann 21. nóvember. Gilwell-skólinn þakkar þeim sem tekið hafa á móti nemunum í vettvangsnáminu. "Skátastarf á vettvangi" er ekki hægt að skoða nema á vettvangi... Frekari upplýsingar um Gilwell-skólann og Gilwell-námið má finna hér
 

Í þessari viku:

  • Rödd ungra skáta
  • Roverway
  • Skátadagatalið 2016
  • Verndum þau á Vesturlandi
  • Spennandi stjörnuskoðun
  • Endurfundir skáta
  • Skátablaðið í desember
  • Gilwell 4. skref
  •  
Bandalag íslenskra skáta,