Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

6. janúar 2015

Breytingar á mannahaldi í Skátamiðstöðinni

Hermann er kominn í fæðingarorlof og um áramótin hafa nokkrir starfsmenn skipt um hlutverk.
Sjá nánar hér.


Fræðslukvöld um útieldun

Fræðslukvöld janúarmánaðar er um útieldun og mun okkar útieldunarsnillingur Guðmundur Finnbogason kynna okkur fyrir leyndarmálum gómsætrar útieldunar.
Skráning og frekari upplýsingar má finna hér.


#roddungraskata

Ungmennaráð er á ferð og flugi þessa dagana að funda með ungmennum á aldrinum 16-25 ára um land allt. Fyrsti fundurinn verður á Akureyri laugardaginn 10. janúar kl. 16:00.
Nánari upplýsingar hér.


Ævintýri í Vestmannaeyjum

Gilwell - Leiðtogaþjálfun skref 1 og 2 verður haldið í Vestmannaeyjum 17. og 18. janúar. Spennandi ævintýri hafa verið bætt inn í dagskrá helgarinnar, Eldheimar og ævintýraferð með Björgunarfélaginu. Gist í Skátastykki.
Sjá frekari upplýsingar hér. 


Tölvu og póstmál Skátamiðstöðvarinnar

Það kom upp alvarleg bilnum í tölvuþjóni skátamiðstöðvarinnar núna um jólin. Bilunin er þannig að öll netföng @skatar.is og @scout.is urðu óvirk. Betur fór en á horfði og öll gögn björguðust.
Unnið er að því að setja upp allt á nýjan leik og Skátamiðstöðin verður komin með fulla starfsgetu fyrir vikulok.


Ertu búin að bóka ÚSÚ fyrir 2015?

Lausum helgum fækkar ört og því ekki seinna vænna að bóka skála fyrir félagið. 
Sjá nánar hér.


Minnum á að félagsforingjafundi sem átti að vera 24. janúar var frestað til 7. febrúar.
Fundurinn verður haldinn á Úlfljótsvatni.
Nánari upplýsingar hér


Vakin er athygli á því að næsti umsóknarfrestur vegna Erasmus+ er 1. febrúar. Skátafélög og hópar eru hvött til að sækja um verkefni. Hægt er að fá aðstoð og upplýsingar hjá euf.is og í Skátamiðstöðinni.


N1 samningur

Styrktarsamningur okkar við N1 verður ekki endurnýjaður, en hann rann út um áramót.  Nú er tækifæri fyrir önnur olíufélög að fá stóran og öflugan hóp viðskiptavina.


 


 

Í þessari viku:

  • Breytingar á mannahaldi í Skátamiðstöðinni
  • Fræðslukvöld um útieldun
  • #roddungraskata
  • Ævintýri í Vestmannaeyjum
  • Tölvu og póstmál Skátamiðstöðvarinnar
  • ÚSÚ 2015
  • Félagsforingjafundurinn
  • Erasmus+
  • N1 styrktarsamningi slitið
Bandalag íslenskra skáta,