Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 16 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

14. febrúar 2017

Vítamínkvöld - Geymt en alls ekki gleymt
Spennandi og notaleg kvöldstund þann 16. febrúar þar sem sjálfboðaliðar frá Fræðasetri skáta leiða dagskrá og deila sinni reynslu, upplifun og hugmyndum um hvaðeina er varðar allt það sem er geymt en ekki gleymt. Frekari upplýsingar hér og hér.

Skyndihjálparnámskeið fyrir 16 ára og eldri
Enn eru nokkur pláss laus. Ekki láta þekkinguna vanta þegar á reynir.
Frekari upplýsingar og skráningu má finna hér

Ungir talsmenn
Ertu rekka- eða róverskáti? Hefurðu áhuga á samfélagsmiðlum? Langar þig að verða betri í framkomu í fjölmiðlum? Ef svarið er já er Ungir talsmenn fyrir þig! Viðburðurinn Ungir talsmenn verður haldinn 24.-26. febrúar í Hyrnu á Akureyri. Nánari upplýsingar og skráningu má finna hér og hér. 

Drekaskátadagurinn 2017
Við ítrekum að drekaskátadagurinn fer fram 5. mars en ekki 1. mars eins og misritaðist í seinasta þriðjudagspósti. Dagskráin hefst kl. 13:30 við morgunblaðshúsið í Hádegismóum (Árbæ) og lýkur á sama stað kl. 16:00. Búið er að opna fyrir skráningu hér. Foringja þurfa að skrá sig með tölvupósti á dagga@skatar.is þar sem viðburðurinn er aðeins opinn fyrir drekaskáta í viðburðarskráningarkerfinu.

Aðalfundir skátafélaga og skil gagna BÍS
Við viljum minna stjórnir skátafélaga á að senda Skátamiðstöðinni tímanlega fundarboð á aðalfundi skátafélaganna. Einnig er minnt á að skátafélögum ber að skila fyrir 1. mars ár hvert ársskýrslu, ársreikningum, gildandi lögum, starfsáætlun, félagatali og undirritaðri heimild til BÍS til að kanna sakaskrá allra félaga 18 ára og eldri.

Aukaskátaþing
Aukaskátaþing BÍS var haldið 4. febrúar sl. í Fólkvangi á Kjalarnesi. Þingið var vel sótt en um 140 manns frá 23 skátafélögum sátu þingið. Umræður voru málefnalegar og nokkrar ályktanir og áskoranir lagðar fyrir þingið. Hér má lesa meira um niðurstöður þingsins. 

Umsjónaraðilar með gistingu fyrir og eftir Moot
Skátamót auglýsir eftir aðilum til að taka að sér að sjá um gistingu fyrir og eftir Moot. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við jon@skatar.is

Í þessari viku:

  • Vítamínkvöld - Geymt en alls ekki gleymt 
  • Skyndihjálparnámskeið fyrir 16 ára og eldri
  • Ungir talsmenn
  • Drekaskátadagurinn 2017
  • Aðalfundir skátafélaga og skil gagna BÍS
  • Aukaskátaþing
  • Umsjónaraðilar með gistingu fyrir og eftir Moot

Komin er upp upplýsingasíða fyrir Skátaþing 2017 og hana má finna hér... 
 

Bandalag íslenskra skáta,