Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

18. nóvermber 2014

Kemstu ekki á fræðslukvöldið á fimmtudaginn?

Þá er um að gera að taka þátt með því að tengjast okkur á Skype. Fræðslukvöld um hefðir og venjur í skátastarfi er stýrt af Braga Björnssyni, Skátahöfðingja. 

Frekari upplýsingar má finna hér.

Skráning fer fram hér, og þeir sem ætla að vera með okkur á skype þurfa líka að skrá sig og senda svo skypenotandanafnið í tölvupósti á skatar@skatar.is 


Nýr starfsmaður

Elsí Rós Helgadóttir er komin til starfa í Skátamiðstöðinni. Elsí mun starfa að viðburðum BÍS, Landmóti skáta 2016 ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Hún vinnur náið með Jóni Ingvari Bragasyni viðburðastjóra BÍS sem mun einbeita sér að verkefnum tengdu World Scout Moot 2017.


Bókanir komnar á fullt

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni býður upp á spennandi fjölskyldudag og jólahlaðborð þann 30. nóvember.

Dagurinn hefst klukkan 13:00 með föndri og jólafjöri og endar á jólahlaðborði sem hefst klukkan 18:00. Dagskráin og hlaðborðið er sniðið að fjölskyldum og það er verðið líka.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Úlfljótsvatns 

Takmarkaður fjöldi sæta er í boði.


Það voru að koma skilaboð!

Vissir þú að á skátamálum er dálkur sem heitir: Það voru að koma skilaboð?
Þangað setjum við inn tilkynningar sem þarf að koma á framfæri. Oft er um að ræða auglýsingar fyrir viðburði eða auglýst eftir þátttakendum. Einnig má þar finna fróðleik um skátastarf. Líttu við, hér eru skilaboðin.


Útilífsverðlaun ÚSÚ – tilnefningar óskast

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni óskar eftir tilnefningum fyrir Útilífsverðlaun ÚSÚ 2015. Útilífsverðlaunin eru veitt þeim skátum sem þykja sína gott fordæmi með öflugu útilífi, útilífsþjálfun eða nýstárlegri nálgun sem líkleg er til að auka aðsókn skáta í útilíf.

Hægt er að tilnefna skátafélag, -deild, -sveit, -flokk, óformlega hópa eða staka skáta fyrir vasklega framgöngu á sviði útilífs á árinu 2014. Tilnefningu þarf að fylgja rökstuðningur (að hámarki ein blaðsíða í Word) og nafn og símanúmer þess sem er í forsvari fyrir tilfefndan hóp.

Tilnefningar skulu sendast á ulfljotsvatn@skatar.is. Skilafrestur er til 1. febrúar. Verðlaunin verða afhent á árshátíð Útilífsmiðstöðvar skáta Úlfljótsvatni, sem haldin verður í mars 2015.


 

Í þessari viku:

  • Fræðslukvöld á Skype
  • Nýr starfsmaður
  • Bókanir komnar á fullt
  • Það voru að koma skilaboð
  • Útilífsverðlaun ÚSÚ

Snjallráð vikunnar

Þessi svefnpoki er alger snilld á blautum skátamótum....
Smelltu hér til að sjá.
 
Bandalag íslenskra skáta,