Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur út alla þriðjudaga á skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í þessum pósti þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

29. apríl 2014

Útieldun á Úlfljótsvatni

Útilífsmiðstöðin býður skátum upp á spennandi útieldunarnámskeið í maí. Námskeiðin eru tilvalin fyrir skátaforingja, foreldra og aðra sem að vilja stunda útieldun með skátunum sínum. Landsmótsfarar og sumarstarfsmenn útilífsskólanna eru hvattir til að koma og taka þátt.
Skráning fyrir skáta er í gegnum tölvupóst gudmundurf@skatar.is en verð fyrir skáta er 3900 í stað 7900 fyrir almenna þátttakendur.

Kveðja, ÚSÚ


Friends of Scouting in Europe – Kynningarfundur og inntaka nýrra félaga

Jörgen G. Rasmussen, formaður Friends of Scouting in Europe og European Scout Foundation, mun kynna starfsemi FOSE í Skátamiðstöðinni miðvikudaginn 30. apríl kl. 20:30. Nánari upplýsingar er að finna hér: http://skatamal.is/friends-of-scouting-in-europe-kynningarfundur    

Fundurinn er opinn öllum sem vilja kynna sér starfsemi félagsins.

Kveðja, FOSE


Skátar á Barnamenningarhátíð 1. maí - Komdu með fjölskylduna í skemmtilegan skátaratleik!

Skátasamband Reykjavíkur ásamt skátum í Reykjavík standa að skemmtilegri dagskrá í samstarfi við Barnamenningarhátíð í Reykavík 2014 [http://barnamenningarhatid.is/] fimmtudaginn 1. maí kl. 12.00 – 18.00 í miðbænum. Komdu með fjölskylduna í Ævintýrahöllina (Iðnó við tjörnina) á fimmtudaginn og taktu þátt! Frekari upplýsingar er að finna á http://ssr.is/barnamenningarhatid2014/  og http://dev.barnamenningarhatid.is/content/skataratleikur-i-midborginni

kveðja, SSR


Öryggisnámskeið á Úlfljótsvatni.

Skátar eru beðnir um að skrá þátttöku annað hvort á vefnum úlfljótsvatn.is (http://ulfljotsvatn.is/namskeid/) eða með því að láta vita af þátttökunni með tölvupósti á gudmundurf@skatar.is. Boðið er upp á námskeið í turni næsta sunnudag, 4. maí, frá 9-13 og bátanámskeið þann 11. maí.

Kveðja, ÚSÚ


Rekka og Róverskátar á Landsmót skáta

Ertu búin að skrá þig á Rekka og Róverskátadagskrá á Landsmótinu. Á skatamot.is er búið að stetja inn dagskrárrama fyrir formótið og það er verið að bæta við frekari upplýsingum um dagskrána. Einu getum við lofað að um er að ræða mjög metnaðarfulla og flotta dagskrá fyrir Rekka og Róverkskáta.
 
Kveðja, Landsmót skáta


Landsmótsundirbúningshelgi

ÚSÚ býður skátum sem eru á leið á landsmót að nota aðstöðuna til að æfa sig. Næstu tvær helgar geta skátar komið og gist í tjöldum á Úlfljótsvatni, viðrað græjurnar, rétt tjaldhælana og komið sér í gírinn. Boðið verður upp á súrringar með trönum ÚSÚ og námskeið eru í gangi í útieldun og öryggismálum. Frítt er fyrir hópinn að nota aðstöðuna en greiða verður fyrir námskeið. Súrringar og trönur eru ókeypis fyrir hópana.

Kveðja, ÚSÚ


Tjaldsvæðið opnar 2. maí

Tjaldsvæðið á Úlfljótsvatni opnar 2. maí. Sama dag opnum við fyrir veiði í vatninu. Veiðileyfi eru innifalin í tjaldsvæðaverði en einnig er hægt að kaupa veiðileyfi sér í þjónustumiðstöð.

Kveðja, ÚSÚ


Valdagskrá fyrir Landsmót
 
Í kjölfar áskorana hefur verið ákveðið að framlengja skilafresti á valinu vegna Landsmóts skáta fram í miðjan maí. Valið er komið á www.skatamot.is en á þó eftir að bæta við valdagskrá fyrir Rekka og Róverskáta. Skátaflokkarnir velja saman og skila inn í held sinni.
 

Kveðja, Landsmót skáta

Skráðu þig í Japansferð
 
Við minnum á að það þarf að klára skráningu á Jamboree í Japan með því að fara á www.jamboree2015.skatar.is og velja skráningu. Þegar því er lokið eru sendir út greiðsluseðlar eftir því hvað valið hefur verið að dreifa greiðslum oft. Allar nánari upplýsingar veitir skátamiðstöðin.
 
Kveðja, Fararstjórn WSJ 2015


 

Í þessari viku:

  • Útieldun á Úlfljótsvatni
  • Friends of Scouting in Europe
  • Barnamenningarhátíð 1. maí.
  • Öryggisnámskeið á Úlfljótsvatni
  • Rekka og Róverskátar á Landsmót skáta
  • Landsmóts-undirbúningshelgi
  • Tjaldsvæðið á ÚSÚ
  • Valdagskrá fyrir Landsmót
  • WSJ 2015

Á dagskránni:

1/5 og 3/5
Útieldunarnámskeið á Úlfljótsvatni

4/5
Námskeið í öryggisatriðum fyrir klifurturninn á Úlfljótsvatni

10/5
Gilwell framhald - Viðburðastjórnun / verkefnastjórnun, seinni hluti.

 

 

Skoða alla viðburði.

Snjallráð vikunnar

Hvernig væri að skella sér á Úlfljótsvatn um helgina. Tjaldsvæðið opnar föstudaginn 2. maí.

 
Bandalag íslenskra skáta,