Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

19. apríl 2016

Hrollur 2016 - Ævintýrakeppni fyrir dróttskáta
Núna um helgina stendur skátafélagið Mosverjar fyrir opinni ævintýra- og útivistarkeppni fyrir dróttskáta í kringum Hafravatn. Við hvetjum alla dróttskáta til að takast á við áskoranir í útilífi. Nánari upplýsingar og skráning hér. Endilega komið skilaboðunum áfram til ykkar dróttskáta.

Fjölskylduleikurinn Fagnið #fagniðsumri
FAGNIÐ er fjölskylduleikur sem fer fram sumardaginn fyrsta, þann 21. apríl 2016. Þetta er skemmtilegur leikur sem byggir á því að fjölskyldan leysi fjölbreyttar þrautir í sameiningu. Njótum dagsins með fjölskyldunni og búum til minningar. Nánari upplýsingar hér og á www.fagnid.is.
Ert þú komin með hlutverk á Landsmóti skáta?
Ef ekki en langar að taka að þér einhver smá eða stór verkefni þá höfum við fullt af verkefnum! Endilega skráðu þig hér og við finnum eitthvað skemmtilegt handa þér að gera.

Verndum þau
Verndum þau námskeið verður haldið í Skátamiðstöðinni 19. maí n.k. Skráningu og frekari upplýsingar má finna hér.

Dósakerra Grænna skáta
Við minnum á dósakerruna okkar sem er kjörið fyrir öll skátafélög að nýta sér. Það er mjög auðvelt að safna beint í kerruna og henni síðan einfaldlega skilað inn í Hraunbæ 123 og starfsmenn Grænna skáta sjá svo um afganginn. Hafið samband við Torfa hjá Grænum skátum hér.
Leiðbeinendanámskeið - seinni hluti
Búið er að opna fyrir skráningu á seinni hluta Gilwell-framaldsþjálfun, leiðbeinendanámskeið. Ertu búin að skrá þig? Nánari upplýsingar og skráning hér.

Er þinn flokkur búinn að skrá sig í valdagsskrána?
Nú þurfa flokkarnir að fara að velja í dagskránna á landsmótinu, en þeir þurfa að hafa lokið skráningu fyrir 15. maí næstkomandi. Allar upplýsingar eru að finna hér á heimasíðu landsmóts.

Skyndihjálparnámskeið
Helgina 21.-22. maí fer fram skyndihjálparnámskeið í Skátamiðstöðinni. Námskeiðið er 12 klst. námskeið sem fæst metið í framhaldsskólum. Við minnum Gilwell-nema og stjórnendur sumarnámskeiða á að þetta námskeið er skyldunámskeið fyrir þessa skáta.
Frekari upplýsingar og skráningu má finna hér.

Eldaðu eins og Hrói Höttur með plástur!
Um helgina fer fram réttindanámskeið á Úlfljótsvatni. Að þessu sinni er það matreiðsla fyrir hópa, bogfimi og skyndihjálp. Athygli er vakin á því að námskeiðið er opið skátum 15 ára aldri. Skráning fer fram hér!

Sumardagurinn fyrsti
Sumardagurinn fyrsti er næsta fimmtudag, 21. apríl. Skátahreyfingin tekur þátt í hátíðarhöldum og bjóða skátafélögin upp á fjölbreytta dagskrá víðsvegar um landið. Upplýsingar um dagskrá hjá skátafélögunum kemur inn á Skátamál á morgun.

Drekaskátamót verður 4. - 5. júní
Drekaskátamótið verður 4.-5. júní að Úlfljótsvatni. Á næstu dögum munu félögin fá tölvupóst með öllum helstu upplýsingum en einnig verður hægt að fylgjast með hér.

 

Í þessari viku:

 • Hrollur 2016 - Ævintýranámskeið fyrir dróttskáta
 • Fjölskylduleikurinn Fagnið #fagniðsumri
 • Ert þú komin með hlutverk á Landsmóti skáta?
 • Verndum þau
 • Dósakerra Grænna skáta
 • Leiðbeinendanámskeið - seinni hluti
 • Valdagskrá á landsmóti
 • Skyndihjálparnámskeið
 • Eldaðu eins og Hrói Höttur með plástur
 • Sumardagurinn fyrsti
 • Drekaskátamót

Verkefni vikunnar frá Dagskrárráði

Hvað er í kassanum dularfulla?? Spennandi, ögrandi og skemmtilegt verkefni fyrir drekaskáta. Skoðaðu verkefni hér.
Bandalag íslenskra skáta,