Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is

29. september 2015

Bland í poka um helgina - síðustu forvöð
Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á stórviðburð ársins. Sjá nánar hér


Forvarnardagurinn 2. október
Að venju taka skátarnir þátt í forvarnardeginum á föstudaginn. Forvarnardagurinn er samstarfsverkefni Forseta Íslands og nokkurra félagasamtaka/fyrirtækja. Kynntu þér málið hér.

Heimsókn frá Evrópustjórn WOSM
Chip-Veerle Haverhals, tengiliður okkar við Evrópustjórn skáta heimsækir Bland í poka nú um helgina ásamt því að eiga fundi með stjórn og starfsmönnum Skátamiðstöðvarinnar. Tengiliður vegna heimsóknarinnar er Jón Þór Gunnarsson, Formaður alþjóðaráðs

Skátapepp fyrir drótt- og rekkaskáta
Helgina 23.-25. október liggur peppleiðin á Grundarfjörð. Búið er að opna fyrir skráningu og hvetjum við skátafélögin til að kynna þetta fyrir sínum drótt- og rekkaskátum. Frekari upplýsingar hér

Gilwell-leiðtogaþjálfun
Skráning er komin á fullt á fyrsta skrefið laugardaginn 10. október. Kynntu þér málið hér.

Fálkaskátadagurinn verður haldinn 1. nóvember.
Að þessu sinni ætla Mosverjar að bjóða heim og kynna skátum fyrir Ævintýragarði Mosfellsbæjar. Frekari upplýsingar verða sendar á sveitarforingja fálkaskáta þegar nær dregur.

Radíóskátar með opið hús.
17. október fer fram JOTI/JOTA, alheimsmót í loftinu og á netinu. Radióskátar ætla bjóða öllum að taka þátt og verða með opið hús í Jötunheimum í tilefni dagsins. Nánari dagskrá og tímasetningar verðu auglýst þegar nær dregur.

Rödd ungra skáta
Helgina 6.-8. nóv. ætla rekka- og róverskátar að hittast á Akranesi til að hafa gaman og ræða málin. Frekari upplýsingar hér. 

Endurfundir Jamboreefara
Jamboreefarar verða með endurfundi á Akureyri helgina 16.-18. október. Upplýsingarpóstur hefur verið sendur á alla þátttakendur en nánari upplýsingar eru einnig veittar í Skátamiðstöðinni.


 

Í þessari viku:

  • Bland í poka um helgina
  • Forvarnardagurinn 2. október
  • Heimsókn frá Evrópustjórn WOSM
  • Skátapepp á Grundarfirði
  • Gilwell-leiðtogaþjálfun
  • Fálkaskátadagurinn
  • Radióskátar með opið hús
  • Rödd ungra skáta
  • Endurfundir Jamboreefara
Bandalag íslenskra skáta,