Nýr fararstjóri á Jamboree í Japan 2015
Stjórn BÍS hefur skipað Helga Jónsson sem fararstjóra á Jamboree í Japan á næsta ári. Jón Ingi Sigvaldason baðst laustnar vegna veikinda. Birgir Ómarsson og Guðrún Þórey Sigurbjörnsdóttir hafa verið skipuð í fararstjórn.
Kveðja, Alþjóðaráð
Fjáröflun fyrir skátafélagið
Hvernig væri að skella í dósasöfnun? Grænir skátar eru til í að sækja og flokka og þið fáið 10,- fyrir hverja einingu inn á reikning félagsins.
Kveðja, Grænir skátar
Vilt þú starfa í skemmtilegum vinnuhópi?
Bandalag Íslenskra Skáta hefur hafið samstarfsverkefnið "Getting to know Finances" með pólska skátabandalaginu ZHP. Verkefnið er að fullu styrkt af "Citizens for Democracy" styrkjaáætluninni.
Hér má finna nánari upplýsingar um verkefnið á skátamálum.
Umsóknir um að starfa í vinnuhópnum eða nánari upplýsingar veitir Jón Ingvar Bragason í síma 550-9800 eða jon@skatar.is.
Umsóknir í vinnuhópinn sendist fyrir 9.nóvember.
Kveðja, Jón Ingvar
Umsóknarfrestur í Æskulýðssjóð rennur út 1. nóvember
Við hvetjum félög og skátahópa að sækja um fyrir hin ýmsu verkefni. Skátamiðstöðin getur veitt aðstoð við umsókn ef þarf.
Kveðja, Hanna
Bráðum koma blessuð jólin...
Í skátamiðstöðinni er farið að huga að jólunum því sígræna jólatréð er á leiðinni.
Sígræna jólatréð er góð fjáröflunarleið fyrir skátafélög. Félagið fær 20% söluþóknun af hverju tré. Þó skal tekið fram að félagið þarf að panta tréð og greiðsla að fara í gegnum félagið.
Hafið samband ef þið viljið heyra meira.
Kveðja, Skátabúðin
Ekki missa af þessu tækifæri
Á heimsþingi World Organization of the Scout Movement (WOSM) í Slóveníu var samþykkt að vinnuhópar og nefndir samtakana myndu samanstanda amk 30% af ungu fólki yngra en 30 ára. Þetta eru gríðarleg tækifæri fyrir virka skáta að hafa bein áhrif á störf eina af stærstu heimshreyfingar ungs fólks. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar í Skátamiðstöðinni.
kveðja, Jón Ingvar
|