Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

17. mars 2015

Skátaþing um helgina
Nokkur atriði sem þarf að hafa í huga

Afhending þinggagna hefst kl. 18:00 
Hlökkum til að sjá ykkur!

Fræðslukvöld á fimmtudaginn.
Hver er munurinn á Hollending og Muurikku. 
Hvað er hægt að gera annað en að grilla pylsur og poppa popp? Fræðslukvöld um útieldun verður haldið á fimmtudaginn frá 19:30-21:00.
Skráning og upplýsingar má finna hér.

Tillaga frá stjórn BÍS
Sett hefur verið inn á vef Skátaþing tillaga frá stjórn BÍS vegnaendurskoðunar 2014. Sjá tillögu hér.

Skilaboð frá frambjóðenda
Una Guðlaug Sveinsdóttir, sem býður sig fram í embætti formanns dagskrárráðs á komandi skátaþingi, vill benda á eftirfarandi kynningu á framboði sínu: 
http://issuu.com/unagudlaug/docs/kynning5/1
Einnig má nálgast nánari upplýsingar á Skátaþingssíðu skátamála.
Skátamiðstöðin lokuð mánudaginn 23. mars
Þar sem starfsfólk Skátamiðstöðvarinnar á skilið smá hvíld eftir skemmtilegt Skátaþing hefur Hermann ákveðið að gefa þeim frí á mánudaginn. Komum því endurnærð til starfa aftur á þriðjudaginn.

Skráning er hafin í Sumarbúðir Skáta
Opnað hefur verið fyrir skráningu á glænýrri heimasíðu sumarbúðanna. Tímabil, verð og bókunarform er að finna hér. 
Nú er lag að láta alla vita sem að hefðu gaman af sumarbúðum, bæði skáta og þá sem eiga eftir að verða skátar.

Netkönnun vegna heimaskíðumála
Fyrir viku síðan fór í loftið netkönnun með það að markmiði að fá fram viðhorf, ábendingar og uppbýggjandi rýni á vefsíðurnar skátamál.is og skátarnir.is. Könnunin verður opin til miðnættis á fimmtudagskvöld.
Smelltu hér til að taka þátt.

Tómstundadagurinn 2015 verður haldinn á föstudaginn n.k.
Áhugaverðir fyrirlestrar og kynningar á vegum menntavísindasviðs HÍ.
Nánari upplýsingar má finna hér.

Norræna félagið vekur athygli á rithöfunarskóla fyrir 15-18 ára
sem haldinn verður í Svíþjóð í sumar. Umsóknarfrestur til 12. apríl. 
Nánari upplýsingar má finna hér.

Tékkneskur skáti í leit að gistingu.
Skrifstofunni barst tölvupóstur frá Barböru sem er skáti í tékklandi að fara í nám hérlendis í sumar. Hún leitar sér að gistingu á viðráðanlegu verði. Upplýsingar um hvernig hægt er að ná sambandi við hana fást hjá Hönnu eða Döggu í Skátamiðstöðinni.
 

Í þessari viku:

 • Skátaþing um helgina
 • Fræðslukvöld á fimmtudaginn
 • Tillaga frá stjórn BÍS
 • Skilaboð frá frambjóðenda
 • Skátamiðstöðin lokuð mánudaginn 23. mars
 • Skráning í sumarbúðir
 • Netkönnun lýkur
 • Tómstundadagurinn 2015
 • Rithöfundaskóli norræna félagsins
 • Tékkneskur skáti í leit að gistingu
 • Tilkynning frá Stjórn BÍS
Bandalag íslenskra skáta,