Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur út alla þriðjudaga á skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í þessum pósti þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

17. desember 2013

Starfsfólk Skátamiðstöðvarinnar sendir ykkur öllum hugheilar jóla og áramótakveðjur.


Breyttur öryggiskóði í Skátamiðstöðinni.


Vegna árása hakkara a Vodafone þurfum við að breyta um lykilorð í Skátamiðstöðinni. Þeir sem þurfa upplýsingar um nýtt lykilorð er bent á að hafa samband við undirritaða   skatar@skatar.is  eða í síma 550-9800.


Kveðja, Dagga


Breytingar í starfsmannamálum skátahreyfingarinnar.

Vegna mikilla efnahagsþrenginga og breyttrar stöðu á verkefnum hjá starfsmönnum Skátamiðstöðvarinnar hafa starfslýsingar tekið breytingum og starfsfólki fækkað.
Hér má sjá starfslýsingar starfsmanna eftir áramót með tilliti til breyttra aðstæðna.
Í von um skilning,

Kveðja, Hermann

Breyttar dagsetningar á næsta starfsári.

Eins og alltaf getur verið erfitt að gera dagskrá langt fram í tímann. Nú þegar er komið i ljós að færa þarf tvo viðburði á fyrsta ársfjórðungi 2014.
Félagsforingjafundur í Hraunbæ 123 sem átti að vera 28. janúar hefur verið færður um tvær vikur, eða til 15. Febrúar
Skátaþing sem halda átti 15. mars verður flutt til 4. apríl en staðsetning auglýst síðar.

Kveðja, Hermann
 
Viltu byrja vorönnina með stæl?
 
Dagskrárhringsnámskeið eftir áramót! Byrjað að taka  niður pantanir.
Við minnum félögin á stuðningsnámskeiðin skemmtilegu við innleiðingu endurbættu skátadagskrárinnar. 
Ertu að nota flokkakerfið og dagskrárhringinn? Vantar þitt félag aðstoð við að koma þessum mikilvægu þáttum í gang og skemmtilega samverustund fyrir sveitarforingjana?
Við heimsækjum félagið þitt með námskeið í því sem nýtist því best til að gera gott starf enn betra. Við erum aðeins eitt símtal (eða e-mail;)  í burtu. Hlökkum til að heyra í ykkur. Hafið samband í síma 550-9803 eða á ingibjorg@skatar.is
 
Kveðja, Ingibjörg

Ertu viðbúin/n fyrir Skátaflokk Íslands?
 
2. janúar verða birt 16 verkefni fyrir skátaflokka til að undirbúa sig fyrir hina æsispennandi keppni Skátaflokkur Íslands, sem fram fer á Landsmóti skáta. Keppnin er fyrir fálkaskáta, dróttskáta og rekka- róverskáta. Með verkefnunum fylgir dagskrárhringur sem tilvalið er að nota til að undirúa starf sveita og flokka fyrir Landsmót skáta. Fylgist með á heimasíðu landsmóts, www.landsmot.is svo þið missið ekki af þessu tækifæri árþúsundsins.
 
Kveðja, Skátaflokksforingjar Íslands


 
Vinna í sumarbúðum skáta í Bandaríkjunum

Boy Scouts of America er að leita að hressum skátum til að vinna í sumarbúðum í Bandaríkjunum næsta sumar.
 
Tímabilið byrjar í enda maí og líkur 6. ágúst, starfið er launað.
* þarf að vera á aldrinum 18-27 ára
* launað starf og séð er um gistingu og fæði
* þarf að sjá um að greiða flug (til Kansas City, Missouri airport)
* þau sjá um að finna fjölskyldu til að dvelja hjá í frítíma og að hugsað sé sérstaklega vel um viðkomandi
* Reglulega koma fjöldi skáta víða að úr heiminum til að taka þátt í viku sumarbúðum
 
Bartle Scout Reservation (Male staff only)
Camp Naish Scout Camp- (Both Female/Male Staff)
 
Umsóknum skal skilað fyrir 15. Janúar til Jóns Ingvars Bragasonar í skátamiðstöðinni, hann veitir allar nánari upplýsingar.


Kveðja, Alþjóðaráð

 
Á norðurslóðum

Það eru enn nokkur pláss laus fyrir dróttskáta á milli jóla á nýjárs. Tekið er við skráningum til fram á föstudaginn 20. des kl. 12:00. Endilega látið orðið berast því að dróttskátar þessa lands eiga ekki að láta þennan flotta viðburð fram hjá sér fara.

Kveðja, Jón Ingvar
 
Gilwell-leiðtogaþjálfun (1. skref af 5)

Nýr hópur heldur af stað í Gilwell-leiðtogaþjálfun laugardaginn 18. janúar 2014 í Skátamiðstöðinni frá Kl: 09:00 - 17:00. Villt þú vera með?

Hvað er það sem gerir skátastarf að skemmtilegu ævintýri með skýr uppeldismarkmið? Hvernig fer það starf fram? Starfsgrunnur skáta er fyrsta skrefið í Gilwell-leiðtogaþjálfun.
Fullorðnir sjálfboðaliðar með góða leiðtogahæfni eru kjölfestan í skátastarfi. Gilwell-leiðtogaþjálfun eykur færni fyrirþetta mikilvæga hlutverk. Þar öðlastu þekkingu og færni til að leiða starfið á þeim fjölbreytta vettvangi sem skátastarf er. Gilwell-leiðtogaþjálfun eykur sjálfstraust og nýtist vel í atvinnulífinu.
 
Skráning fer fram hér; www.skatar.is/vidburdaskraning

Upplýsingar veitir Dagga í Skátamiðstöðinni í síma 550-9800
 
Kveðja, Gilwellteymið

 

Í þessari viku:

  • Snjallráð vikunnar
  • Breytur öryggiskóði í Skátamiðstöðinni
  • Breytingar í starfsmannamálum
  • Breyttar dagsetningar á næsta starfsári
  • Innleiðingarnámskeið
  • Skátaflokkur Íslands
  • Sumarbúðir í USA
  • Á norðurslóðum
  • Gilwell-leiðtogaþjálfun 1.af 5.
 

Á dagskránni:


27/12-29/12
Á Norðurslóðum - viðburður fyrir dróttskáta á Úlfljótsvatni

 

2/1
Skátaflokkur Íslands

11/1
Gilwell leiðtogaþjálfun skref 1. af 5

 

Snjallráð vikunnar

Gerðu góðverk fyrir jól.
Bros og hlýleg kveðja kostar ekki neitt.


 
Bandalag íslenskra skáta,