Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

16. september 2014

Fræðslukvöld á fimmtudaginn.

Ertu tilbúinn í flug? – Fræðslukvöld á fimmtudaginn: Kynning á tækifærum í alþjóðastarfi skáta og hvernig hægt er að fá styrki m.a. í gegnum Erasmus+
 
Það getur margborgað sig að missa ekki af fræðslukvöldi alþjóðaráðs BÍS næstkomandi fimmtudag 18. sept. kl. 19.30 í Skátamiðstöðinni – því þar verða kynnt tækifæri til að skátast í útlöndum og hvernig hægt er að fá styrki til að borga þau ævintýri. Skemmtilegir skátar koma líka og segja frá ævintýrum sínum í útlöndum! Skráðu þig strax í viðburðaskráningarkerfinu eða facebook.

Fyrir alla sem tengjast skátastarfi 16 ára og eldri.  Við hvetjum skátafélög sérstaklega til að senda fulltrúa á kvöldið, því gott alþjóðastarf laðar að eldri skáta og styrkir félögin. 

Fyrir þá sem vilja fylgjast með fræðslukvöldinu á netinu er hér linkur á beina útsendingu:
 
http://idega-streaming.w.greenqloud.com/

Kveðja, Ingibjörg
Loksins aftur Leiðtogavítamín 3. – 5. október  – Skráning hafin!

Leiðtogavítamín er helgarnámskeið í anda gömlu flokksforingjanámskeiðanna fyrir drótt – og rekkaskáta. Skemmtilegt og krefjandi útilífs – og leiðtogaþjálfunarnámskeið á Úlfljótsvatni, 3. – 5. október sem hefur það að meginmarkmiði að læra að vinna eftir skátaaðferðinni bæði sem skáti og mögulegur foringi . Verð aðeins 9.900,- fyrir ALLA helgina! Ekki missa af þessu ævintýri! Skráning hafin hér .  Frekari upplýsingar má finna hér. 

Kveðja Ingibjörg

Afhending forsetamerkis frestast um viku.
 
Afhending forsetamerkis frestast um viku og verður laugardaginn 4. október að Bessastöðum. Frekari upplýsingar hér.
 
Kveðja, Ingibjörg

Félagstjórnanámskeið 

Þar sem fella þurfti niður viðburðinn Bland í poka, hefur verið ákveðið að bjóða upp á félagsstjórnanámskeið laugardaginn 11. október kl. 10-17 í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123.

Á námskeiðinu verður fjallað um verkefni stjórna skátafélaga í heild og einnig farið sérstaklega í verkefni einstakra stjórnarmanna.

Við hvetjum alla þá sem sitja í stjórnum skátafélaga til þess að taka daginn frá.
Skráning er hafin!

Kveðja, Júlíus

Heimsóknir í skátafélögin

Í gær hófust heimsóknir fulltrúa stjórnar BÍS og Skátamiðstöðvarinnar til skátafélaganna. Stjórn og starfsfólk hlakkar til þessara heimsókna og þær fyrstu lofa góðu um framhaldið.

Kveðja, starfsfólk Skátamiðstöðvarinnar

Opinn fundur um lagamál

Milliþinganefnd um lög BÍS boðar til opins fundar um breytingar á lögum BÍS laugardaginn 11. október kl. 13 - 15.

Kveðja, Júlíus

Flokkunarsett til skátafélaganna

Grænir skáta eru þessa dagana að dreifa sorpflokkunarsettum til skátafélaganna. Þetta er fyrsta græna skrefið sem stigið er í þá átt að minnka umhverfisáhrif skátastarfsins. Með þessum settum er skátum unnta að flokka það sem til fellur í skátaheimilinu í 4 flokka sem eru pappír og pappi, plast, skilagjaldsskildar umbúðir og sorp til urðunar.

Á næstu mánuðum mun koma út bæklingur með leiðbeiningum um hvernig unnt er að minnka umhverfisáhrif skátastarfs með fleiri þáttum en sorpflokkun.

Verkefnið er unnið með styrk frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Kveðja, Grænir skátar

Skáti frá Japan í heimsókn

Hér á landi er þessa dagana stödd japönsk stúlka sem er hér á vegum japanska skátabandalagsins. Hún vann þessa ferð í samkeppni og er hingað komin til þess að kynnast landi og þjóð, en ekki síst íslenskum skátaum. Af því tilefni efndi alþjóðaráð til Kaffihúsakvölds í Skátamiðstöðinni síðast liðið sunnudagskvöld. Kvöldið gekk mjög vel og var mæting góð. 

Kveðja, Alþjóðaráð

 

Í þessari viku:

  • Fræðslukvöld á fimmtudaginn
  • Leiðtogavítamín
  • Forsetamerkið 2014
  • Félagsstjórnanámskeið
  • Heimsóknir í skátafélögin
  • Opinn fundur um lagamál
  • Flokkunarsett til skátafélaganna
  • Skáti frá Japan í heimsókn

Á dagskránni:

16/9
Vendum þau hjá KFUM og KFUK

18/9
Fræðslukvöld - tækifæri í alþjóðastarfi

18/9 - 21/9
RóverNet og VentureNet 2014

16/9 - 2/10
Stjórn BÍS heimsækir skátafélögin


 

 

Skoða alla viðburði.

Snjallráð vikunnar

Haldið utan um verkefnalista stjórnar / foringjaráðs í Trello. Skoðið nánar á www.trello.com 
 
Bandalag íslenskra skáta,