Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

28. apríl 2015

Minnum á opinn fund um búningamál í skátamiðstöðinni í kvöld kl. 19:30. Hvetjum alla sem hafa skoðun á skátabúningnum til að mæta og taka þátt í umræðunni.


Langar þig að vera með að framkvæma Drekaskátamótið 2015?
Endilega sendið okkur þá tölvupóst á drekaskatamot@skatar.is eða sláist í facebook hópinn.

Vilt þú vinna í skemmtilegum hóp?
Enn er opið fyrir umsóknir í ýmiss störf í Skátamiðstöðinni. Kíktu á málið.

16 kennslustunda skyndihjálparnámskeið helgina 23.-24. maí.
Námskeiðið er ætlað skátum 16 ára og eldri.
Stjórnendur sumarnámskeiða og nemendur Gilwellskólans eru sérstaklega hvattir til að nota tækifærið. Námskeiðið er skyldunámskeið hjá báðum þessum hópum.
Frekari upplýsingar og skráning hér. 

Er þitt félag með útilífsskóla?
Er búið að stofna námskeiðin í félagatalinu/bakvef fyrir skráninguna?
Hafðu samband ef þig vantar aðstoð - tökum höndum saman og verum uppfærð.

Hvaða skátamót verða í sumar?
Þegar sumarið lætur sjá sig er gaman að skella sér á skátamót.
Við höfum nú þegar fengið upplýsingar um eftirfarandi skátamót í sumar:
Drekaskátamót 2015
Vormót Hraunbúa 12.-14. júní
Landnemamót í Viðey 26.-28. júní
Jónsmessumót Klakks 26.-28. júní
Þriðjudagspósturinn hvetur alla til að skella sér á a.m.k. eitt skátamót í sumar.

FOSE móttaka fyrir nýja og eldri félaga verður haldinn föstudaginn 15. maí á Norrænu skátaþingi í Hörpu. Nánari upplýsingar hér
 

Í þessari viku:

  • Opinn fundur um búningamál í kvöldtóber
  • Staff á Drekaskátamót 2015
  • Laus störf í Skátamiðstöðinni
  • Útilíffskólar skátafélaga
  • Skátamót sumarsins
  • FOSE Móttaka 15. maí
Bandalag íslenskra skáta,