Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

4. nóvember 2014

Fræðslukvöld - Hefðir og venjur í skátastarfi

Hvað er það sem gerir skátastarf svona sérstakt og skemmtilegt? Hvaða hefðum og venjum viljum við halda inni í nútíma skátastarfi?
Fræðslukvöld nóvembermánaðar verður tileinkað hefðum og venjum í skátastarfi.
Ekki missa af þessari mikilvægu umræðu. Mættu á fræðslukvöld fimmtudaginn 20. nóvember kl. 19.30 í Skátamiðstöðina.

Leiðbeinandi verður Bragi Björnsson, skátahöfðingi.
Skráning er hafin á www.skatar.is/vidburdaskraning

Kveðja, Dagga


Dagatal Skátamála 2015


Er félagið þitt með viðburði sem eiga heima á dagatalinu, eins og t.d. skátamót næsta sumar eða eitthvað annað skemmtilegt sem öðrum félögum er boðið að taka þátt í? 
Þá er um að gera að senda okkur upplýsingar á skatar@skatar.is og við bætum því inn á dagatal Skátamála
Við erum nú þegar búin að setja inn þá viðburði sem eru á dagskrá á vegum BÍS.

Kveðja, Dagga


Fræðsluefni á Skátamálum

Fræðslupakki Skátamiðstöðvarinnar sem er uppsettur á skátamal.is undir fræðsla og námskeið.
Á þeirri síðu er einnig að finna glærukynningar um starfsgrunninn og framkvæmd skátaaðferðarinnar, hvatakerfið, öflun fullorðinna sjálfboðaliða o.fl. praktísk efni.
Kynningunum er hægt að hlaða niður og nota til að styrkja þá þætti sem þarf inni í félögunum. Á sömu síðu er einnig yfirlit yfir fræðslukvöld vetrarins, hægt að hlaða niður bæklingum og plakötum og skoða námskrá Leiðtogavítamíns.


Kveðja Ingibjörg


Niðurskurður og forgangsröðun verkefna í Skátamiðstöðinni

Vegna breyttra áherslna í rekstri Skátamiðstöðvarinnar vegna yfirvofandi 30% niðurskurðar var hluta starfsmanna tilkynnt um væntanlegar breytingar á þeirra starfssviði. Í því er falið breytt starfssvið, meira ábyrgðarsvið og önnur launakjör. Starfsmönnum var gefið færi á því að samþykkja breyttar starfslýsingar. Ingibjörg Hannesdóttir ákvað að taka ekki því tilboði og var því gert samkomulag um starfslok. Síðasti vinnudagur hennar var 31. október og hún hefur nú horfið til annarra starfa.
Mikill árangur hefur náðst í því fræðsluátaki sem skátahreyfingin hefur staðið fyrir undanfarin ár og Ingibjörg meðal annarra góðra skáta lagt þar hönd á plóg. Ég bendi ykkur á grein á linknum http://skatamal.is/anaegd-med-arangurinn/ á skatamal.is í því samhengi.
Ingibjörgu er þakkað fyrir vel unnin störf í þágu skátahreyfingarinnar sl. tvö ár og óskað velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.

Breyttar áherslur starfsmanna verða kynntar síðar.

Með kveðju, Hermann Sigurðsson, Framkvæmdastjóri.


Norræn ljósmyndasamkeppni fyrir ungmenni 13-18 ára

Þann 20. nóvember 2014 fagna Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin 25 ára afmæli Barnasáttmála SÞ. Því efnum við til ljósmyndasamkeppni með þemanu „réttindi“.

Frekari upplýsingar má finna hér

Kveðja, Alþjóðaráð

Evrópusamvinna - Kynning 6. nóvember á Háskólatorgi

Núna á fimmtudaginn 6. nóvember verður kynning á tækifærum og styrkjum í evrópsku og norrænu samstarfi á Háskólatorgi kl. 15-17.

Þar gefst færi á að hitta fulltrúa evrópskra og norrænna samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa á Íslandi og kynna sér möguleika á styrkjum og samstarfi á sviði æskulýðsstarfs og íþrótta, menntunar og menningar, rannsókna og vísinda, nýsköpunar og atvinnulífs.  

Endilega kíkið á okkur! Aldrei að vita nema þið fáið frábærar hugmyndir að skemmtilegum verkefnum.

Kveðja, Ungt fólk í Evrópu

 

Í þessari viku:

  • Fræðslukvöld - Hefðir og venjur
  • Dagatal Skátamála 2015
  • Fræðsluefni á Skátamálum
  • Niðurskurður og forgangsröðun verkefna
  • Norræn ljósmyndasamkeppni fyrir ungmenni
  • Evrópusamvinna - Kynning á Háskólatorgi

Snjallráð vikunnar

Vantar dróttskátasveitina/flokkinn verkefni? Þá er tilvalið að nýta sér Norrænu ljósmundasamkeppnina sem sagt er frá hér til hliðar.
 
Bandalag íslenskra skáta,