Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

14. júní 2016

Fararstjórafundur Landsmóts skáta
Fararstjórafundur verður haldinn miðvikudaginn 15. júní kl. 20:00.
Þátttakendur eru beðnir að skrá sig á fundinn hér: www.skatar.is/vidburdaskraning
Við verðum með opinn fjarfundabúnað fyrir þá sem ekki komast á fundinn vegna fjarlægðar. Þeir sem ætla að nýta sér fjarfundabúnaðinn til að taka þátt í fundinum verða líka að skrá sig í gegnum viðburðaskráningu og senda Sigurlaugu póst á sigurlaug@skatar.is svo hún geti sent slóð á fundinn.


Landsmót skáta - Upplýsingabréf nr. 6
Nýjasta upplýsingabréf Landsmóts skáta er komið á vefinn: www.skatamot.is/upplysingabref/


Viðeyjarmót Landnema
Það styttist í Viðeyjarmót Landnema sem verður haldið 24.-26. júní. Nánari upplýsingar koma á heimasíðu Landnema: http://www.landnemi.is/


Þjóðhátíðardagurinn 17. júní
Skátar koma víða að hátíðarhöldum á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Skátamiðstöðin er að taka saman upplýsingar um aðkomu skáta og verða þær birtar á skatamál.is
Júlíus í Skátamiðstöðinni tekur við upplýsingum julius@skatar.is
Evrópuþing í Osló
Sjö fulltrúar BÍS og WSM taka þátt í Evrópuþinginu í Osló sem hefst á föstudag og stendur fram í næstu viku.
Allar helgar eru útileguhelgar - á Úlfljótsvatni
Það er fjölskyldudagskrá allar helgar og markmið Úlfljótsvatns er að auka jákvæða samveru fjölskydunnar úti í náttúrunni. Skátar eru hvattir til að koma og deila þessu með vinum sínum. Hér er facebook síða Úlfljótsvatns. 

Í þessari viku:

  • Fararstjórafundur Landsmóts skáta
  • Landsmót skáta - Upplýsingabréf nr. 6
  • Viðeyjarmót Landnema
  • Þjóðhátíðardagurinn 17. júní
  • Evrópuþing í Osló
  • Allar helgar eru útileguhelgar - á Úlfljótsvatni

Á dagskránni:

17/06
Þjóðhátíðardagur Íslendinga
24/06
Viðeyjarmót Landnema

 

Skoða alla viðburði.

Verkefni vikunnar frá Dagskrárráði

Njóttu sumarsins!
Bandalag íslenskra skáta,