Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur út alla þriðjudaga á skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í þessum pósti þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

4. mars 2014

Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti

Á félagsforingjafundi 15. febrúar kynnti Unnsteinn Jóhannsson átak sem vonandi sem flestir fálkaskátar og dróttskátar taki þátt í.
Um er að ræða Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti 15.-21. mars, sem Mannréttindastofa Íslands hefur umsjón með. Frétt um viðburðinn kemur á www.skatamal.is í vikunni.
Hver sú skátasveit sem ákveður að taka þátt, getur skráð sig í hér fyrir 12. mars.
Vonumst við að þáttaka verði góð innan BÍS, en einnig munu til að mynda félög eins og KFUM & KFUK sem og félagsmiðstöðvar landsins taka þátt. 

Kveðja, Unnsteinn Jóhannsson, sveitaforingi
Niðurstöður úr könnun um skátaheit
 
Á skátaþingi 2013 var ákveðið að stofna vinnuhóp um afstöðu skáta til skátaheits. Hópurinn stóð fyrir könnun meðal skáta og má finna niðurstöður könnuninnar hér.
 
Kveðja, Vinnuhópurinn
Skil gagna fyrir Skátaþing
 
Skátamiðstöðin vill minna á að skátafélögum bera að skila gögnum um starfsemi sína fyrir 15. mars ár hvert.
Þau skátafélög sem ekki halda aðalfundi fyrir 15. mars þurfa að hafa samband við Skátamiðstöðina og kynna okkur hvernig að þessum málum verður staðið þannig að skátafélagið haldi atkvæðum sínum á Skátaþingi 2014.
 
Kveðja, Júlíus
Aðstoð til skátafélaga
 
Aðstoð við gerð gagna sem leggja þarf fyrir aðalfund skátafélags Eins og áður hefur komið fram er starfsfólk Skátamiðstöðvarinnar reiðubúið til þess að aðstoða stjórnir skátafélaga við það að útbúa þau gögn sem leggja þarf fyrir aðalfundi skátafélaganna.Hafið samband við Júlíus félagsmálastjóra og farið yfir stöðu mála.
 
Kveðja, Júlíus
Þjóðfundur unga fólksins 5. apríl 2014

Mennta- og menningarmálaráðuneytið boðar til þjóðfundar unga fólksins 5. apríl í Reykjavík. Fundurinn verður á milli kl. 10 og 17 og er hugsaður fyrir ungmenni á aldrinum 18-25 ára. Nánari upplýsingar á skátamálum og hjá Ingibjörgu (ingibjorg@skatar.is)
 
Kveðja, Ingibjörg
Tækifæri fyrir skátafélög

Auglýst er eftir áhugasömum skátafélögum til að taka að sér umsjón með gistingu erlendra skáta fyrir og eftir Landsmót skáta í sumar. Um er að ræða gistirými í 4 daga fyrir og eftir mót með aðgang að hreinlætisaðstöðu þe. Klósettum og sturtum. Gerð er krafa um 24 tíma vöktun á meðan gistingu stendur og aðra aðstoð í samræmi við samkomulag á milli aðila. Allar nánari upplýsingar veitir Jón Ingvar Bragason viðburðarstjóri BÍS og tilboðum skal skilað í síðasta lagi 10. mars kl. 12:00 í Skátamiðstöðina Hraunbæ 123.

Kveðja, Jón Ingvar
Aðalfundir skátafélaga
 
Enn eiga nokkur skátafélög eftir að tilkynna Skátamiðstöðinni um dagsetningu aðalfundar 2014.
Vinsamlegat sendið okkur tilkynningu sem fyrst.
 
Kveðja, Júlíus
Agora – rekka og róverskátar – allra síðasti sjens að skrá sig
 
AGORA er viðburður fyrir rekka- og róverskáta sem haldinn verður í Strassborg í Frakklandi dagana 23.-27. apríl 2014.
Styrkir hafa fengist til að lækka ferðakostnaðinn fyrir 4 þátttakendur auk þess hefur stjórn BÍS ákveðið að styrkja 15% af ferðakostnaði. Þátttakendur þurfa eingöngu að greiða eftirstöðvar um 15% af heildarkostnaði.
Umsóknum skal skilað í síðasta lagi föstudaginn 7. mars á jon@skatar.is. Allar nánari upplýsingar veitir Jón Ingvar Bragason viðburðarstjóri BÍS.

Með kveðju, Jón Ingvar
Skátaþing – Lagabreytingar: lokafrestur á föstudaginn

Athugið að loka skilafrestur á lagabreytingum vegna skátaþings er föstudagurinn 7. mars. Skila þarf inn tillögum skriflega á bis@skatar.is eða með pósti í skátamiðstöðina Hraunbæ 123. Allar nánari upplýsingar veitir Jón Ingvar Bragason, viðburðarstjóri BÍS.

Kveðja, Jón Ingvar
Jamboree í Japan – skráning
 
Fjöldi skráninga í ferð á heimsmót skáta í Japan 2015 nálgast nú 40. Endilega hvetjið ykkar skáta til að skrá sig í þessa flottu ferð og kynna sér allt um ferðina á www.jamboree2015.skatar.is. Fararstjórn mun senda á alla sem hafa skráð sig núna í mars bréf með nánari upplýsingum um skráninguna og undirbúning fyrir ferðina. Skráning fer fram á www.skatar.is/vidburdarskraning

Kveðja, Fararstjórn Jamboree 2015
Skátaþingssíðan á skátamálum

Búið er að opna upplýsingasíðu fyrir skátaþing á http://skatamal.is/um_okkur/skatathing þar munu birtast nánari upplýsingar í aðdraganda skátaþings.

Kveðja, Jón Ingvar
 

 

Í þessari viku:

 • Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti
 • Niðurstöður úr könnun um skátaheit
 • Skil gagna fyrir skátaþing
 • Aðstoð til skátafélaga
 • Þjóðfundur unga fólksins 
 • Tækifæri fyrir skátafélög
 • Aðalfundir Skátafélaga
 • Agora
 • Skátaþing - lagabreytingar
 • Jamboree í Japan
 • Skátaþing á skátamálum
 • Snjállráð vikunnar

Á dagskránni:

5/3
Stjórnarfundur BÍS

7/3
Skil á lagabreytingartillögum til Skátaþings 2014

8/3
Gilwell-leiðtogaþjálfun skref 1 og 2

10/3
Endurfundir skáta

 

Skoða alla viðburði.

Snjallráð vikunnar

Það er sniðugt að fara að ræða það í stjórn núna hvernir ætla að sitja skátaþing fyrir hönd félagsins.
 
Bandalag íslenskra skáta,