Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 16 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

28. febrúar 2017

Ljósmyndamaraþon rekka- og róverskáta á morgun
Ertu með? Fylgstu með! Verður pottþétt spennandi!
Kiktu inn hér.


Drekaskátadagurinn á sunnudaginn! 
Hádegismóar munu iða af lífi á sunnudaginn þegar drekaskátadagurinn fer þar fram frá 13:30-16:00. Eru drekarnir í þínu félagi búnir að skrá sig? 
Frekari upplýsingar hjá Daníel í viðburðateyminu eða Döggu drekatemjara.

Ekki segja í haust: „já - en það hringdi enginn í mig“ !
Þá er komið að því að hlutirnir fari að skýrast. Síðustu þrjú ár hefur fólkið í appelsínugulu dreift upplýsingum um World Scout Moot sem haldið verður á Íslandi í sumar. Auðvitað verða allir að vera með á Moot í IST-hópnum ! (IST= International Service Team). Kíktu á þetta!

Styrktarsjóður skáta - framlengdur umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur í liði 1-3 er til kl. 9:00 mánudaginn 6. mars og úthlutað verður á Skátaþingi. Umsóknir sendist rafrænt til skatar@skatar.is. Frekari upplýsingar um styrktarsjóð má finna hér.

Breytingar á framboðum
Guðni Gíslason dró framboð sitt til formanns upplýsingaráðs tilbaka.
Hafdís Bára Kristmundsdóttir dró framboð sitt í uppstillingarnefnd til baka.
Breytingar hafa verið færðar inn á Skatamal.is

Aðalfundur Úlfljótsvatns
Fundurinn verður haldinn 2. mars nk. á Úlfljótsvatni. Fundurinn hefst kl. 18:00. Hefðbundin aðalfundarstörf. Allir velkomnir.

Kynningar á Skátaþingi
Þau félög/hópar/einstaklingar sem óska eftir að halda kynningu á Skátaþingi á Akureyri 10.-11. mars þurfa að láta vita af því fyrir 1. mars með tölvupósti til Sigríðar. Vinsamlegast virðið tímamörk.

Vissir þú að skráningu á Skátaþing 2017 lýkur á föstudag?
Ef þú ætlar að koma á Skátaþing, hvort sem er allan tímann eða hluta, þarftu að vera skráður. Skráning fer fram hér. Ef þú ert í vandræðum með skráninguna, vinsamlegast hafðu samband sem fyrst við okkur í Skátamiðstöðinni.

Stjórnarfundir BÍS
Stjórnarfundir BÍS eru öllum opnir. Næsti stjórnarfundur verður miðvikudaginn 1. mars 2017 kl. 17:30-20:00 í fundarsal Skátamiðstöðvarinnar að Hraunbæ 123. 

Skil gagna skátafélaga til BÍS
Í dag er síðasti dagurinn fyrir skátafélög að skila lögbundnum gögnum til þess að hafa atkvæði á Skátaþingi. Er þitt félag búið að skila öllu? Hér er listi yfir það sem þarf að skila.

 

Í þessari viku:

  • Ljósmyndamaraþon rekka- og róverskáta
  • Drekaskátadagurinn á sunnudaginn
  • Já - en það hringdi enginn í mig!
  • Styrktarsjóður Skáta - framlengdur umsóknarfrestur
  • Breytingar á framboðum
  • Aðalfundur Úlfljótsvatns
  • Kynningar á Skátaþingi
  • Skráning á Skátaþing lýkur á föstudag
  • Stjórnarfundur BÍS
  • Skil gagna skátafélaga

Heyrst hefur að það sé meiri snjór á höfuðborgarsvæðinu en á Akureyri.
 

Bandalag íslenskra skáta,