Copy

16. júní 2020

ÞESSI VIKA

SUMAR-GILWELL

Á Sumar-Gilwell eru tekin 2 fyrstu skrefin í Gilwell leiðtogaþjálfun. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á upplifun og útivist í bland við fræðslu um starfsgrunn skáta og markmið og leiðir í skátastarfi. Kennslan fer fram með líflegum fyrirlestrum, umræðuhópum og verkefnavinnu þar sem þátttakendur spreyta sig á ýmsum viðfangsefnum, reisa sér tjaldbúð sem þeir búa og starfa í með sínum flokki og glíma við ögrandi verkefni sem miða að því að efla hópinn og auka færni í útivist og tjaldbúðalífi. Skráning fer fram á https://skatar.felog.is/ og henni lýkur 4. ágúst.

17. JÚNÍ HÁTÍÐARHÖLD

Á morgun er 17. júní, þjóðhátíðardagur Íslendinga. Í ár verða hátíðarhöldin þó með breyttu sniði en venjulega þar sem ekki er mælt með því að stór fjöldi safnist saman. Eru fjölskyldur hvattar til að halda skreyta heimilin sín og nærumhverfi og fagna með sínum nánustu. Skátar eru oft sýnilegir í hátíðarhöldum og er ekki mikil breyting í ár. Hægt verður að finna hressa skáta um allt land að bralla ýmislegt skemmtilegt! Við mælum með að þið kynnið ykkur dagskrána betur en hér er stiklað á stóru hvað skátafélögin eru að gera.
 

Klakkur á Akureyri sér um fánahyllingu, skrúðgöngu og einnig ætla þau að vera með tívolí þar sem hægt verður að prófa risatafl, frisbígolf og fleira skemmtilegt! Frekari upplýsingar hér.

Garðbúar í Bústaðarhverfi ætla að bjóða upp á hoppukastala fyrir framan skátaheimilið sitt. Frekari upplýsingar hér.

Fossbúar á Selfossi ætla að vera með ratleik um Selfoss Frekari upplýsingar hér.

Mosverjar í Mosfellsbæ bjóða upp á fjölskylduratleik um MosfellsbæS þar sem spennandi þrautir verða út um allt. Frekari upplýsingar hér.

Vífill í Garðabæ verður með Kanósiglingar við Ylströndina í Sjálandi og ratleik sem leiðir þátttakendur um bæinn. Auk þess munu þau standa heiðursvörð í Vídalínskirkju og selja snuð á meðan Eyþór Ingi syngur. Frekari upplýsingar hér.

Svanir á Álftanesi munu standa heiðursvörð í Safnaðarheimili Bessastaðasóknar og selja snuð á meðan Eyþór Ingi syngur í Álftanesi. Frekari upplýsingar hér. 

Faxi í Vestmannaeyjum leiðir skrúðgöngu frá íþróttamiðstöðinni. Frekari upplýsingar hér.

Strókur í Hveragerði mun taka þátt í skrúðgöngu og sjá um skemmtilegan ratleik fyrir fjölskylduna. Frekari upplýsingar hér.

Stígandi í Dalabyggð verður með candy floss til sölu, eldstæði og pylsur á pinnum á túninu bakvið stjórnsýsluhúsið. Frekari upplýsingar hér.

Heiðabúar í Reykjanesbæ verða með skrúðgöngu, draga stærsta íslenska fánann að húni, leiða fjallkonuna og sjá um fánahyllingu fyrir fjallkonuna. Frekari upplýsingar hér.

VINNUSKÓLASTÖRF Á ÚLFLJÓTSVATNI

Nýverið sendi Skátamiðstöðin bréf til allra sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi með beiðni um starfskrafta frá vinnuskólanum. Einhver sveitarfélög hafa svarað og tekið vel í að styrkja starfið með þessum hætti. Vinnuskólaliðum sem hafa áhuga á starfi á Úlfljótsvatni er bent á að hafa samband við Jakob Guðnason staðarhaldara S: 894-2074 jakob@skatar.is
28. - 30. ágúst '20
Sumar-Gilwell 2020

14. - 20. júlí '21
Landsmót skáta 2021

 
SKRÁNING
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Skátapóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Skátarnir á Facebook
Skátarnir á Facebook
Skátarnir á Instagram
Skátarnir á Instagram
Heimasíða skátanna
Heimasíða skátanna

Bandalag íslenskra skáta
Hraunbær 123
Reykjavík 110
Iceland

Add us to your address bookUppfæra upplýsingar eða Afskrá af póstlista.

Email Marketing Powered by Mailchimp