EKKI MISSA AF ÞESSU! - Fræðslukvöld - Markaðssetning á netinu
Andri Már Kristinsson, sérfræðingur í samskiptamiðlum verður með erindi á fræðslukvöldinu á fimmtudaginn. Ekki láta þetta framhjá þér fara. Sambærileg námskeið kosta um 50.000,- á almennum markaði en fræðslukvöld Skátamiðstöðvarinnar eru öllum að kostnaðarlausu. Frétt um málefnið má finna hér og frekari upplýsingar og skráningu má finna hér.
Verndum þau í Skátamiðstöðinni
Mánudaginn 20. apríl. Minnum á að allir þeir sem starfa með börnum og ungmennum eiga að hafa lokið þessu námskeiði. Einnig er þetta námskeið skylda til að ljúka Gilwell-leiðtogaþjálfun. Frekari upplýsingar og skráning hér.
Verkefni í skátastarfi
Gilwellskólinn býður þér að taka þátt í hnitmiðuðu og hagnýtu námskeiði um verkefni í skátastarfi sem sniðið er að þörfum starfandi skátaforingja. Námskeiðið fer fram í Skátamiðstöðinni þriðjudagana 21. og 28. apríl næstkomandi. Upplýsingar og skráningu má finna hér.
Upplýsingaráð leitar að sjálfboðaliðum í rýnihóp vegna búninga- og einkennareglugerðar. Áhugasamir hafi samband við formann ráðsins, Gunnlaug Braga Björnsson
Sumardagurinn fyrsti
Að venju fagna skátar um land allt fyrsta degi sumars í næstu viku.
Ekki getum við lofað að lægðir og kuldi yfirgefi landann en vitað er fyrir víst að fánar, skrúðgöngur og skemmtanir verða í mörgum bæjarfélögum á landinu.
Hér munum við setja inn upplýsingar skátafélaga um þeirra dagskrá jafn óðum og þær berast okkur í Skátamiðstöðinni.
Drekaskátamót 2015 verður haldið helgina 6.-7. júní á Úlfljótsvatni.
Mótsstjórn er á fullu að undirbúa og sveitarforingjar drekaskáta geta átt von á tölvupósti með frekari upplýsingum á næstunni.
|