Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

9. febrúar 2016

Ert þú "myndalegur" rekkaskáti?
Á morgun fer fram 12 tíma ljósmyndaáskorun rekkaskáta - eitt verkefni á klukkustund - flottir vinningar!
Kíktu á viðburðinn og vertu með!


Námskeið i Litla-kompás á fimmtudaginn
Hvernig er að vinna með mannréttindafræðslu fyrir börn og ungmenni? Hvernig fáum við þau til að skilja þetta? Hér er námskeið fyrir alla sem takast á við þetta verkefni. Frekari upplýsingar og skráning hér. 


Ungmennaþing um helgina!
Enginn rekka- eða róverskáti ætti að láta sig vanta á ungmennaþingið um helgina. Formlegt þing stendur frá 13:00-18:00 á laugardeginum í Kópaheimilinu en þeir sem vilja gista geta gert það án endurgjalds. Ekkert þátttökugjald er á þingið. Frekari upplýsingar og skráning hér.


Félagsforingjafundur á laugardaginn.
Um leið og minnt er á félagsforingjafundinn á laugardaginn eru fulltrúar félaganna hvattir til þess að skrá sig sem fyrst.
Hér má finna drög að dagskrá fundarins og vegna ábendinga um misræmi í boðun skal tekið fram að gert er ráð fyrir að fundurinn verði kl. 10-17

Landsmótsskráning
Nú er hinn almenni skráningarfrestur alveg að renna út en hann rennur úr þann 15. febrúar. Því fer hver að verða síðastur að skrá sig áður en mótsgjaldið hækkar um 5%. Kíktu in á heimasíðuna og gangtu frá skráningu núna.

Erfiði skátinn - Fræðslukvöld
Á mánudaginn verður fræðslukvöld febrúar tileinkað erfiða skátanum. Hvernig á að takast á við agavandamál, frávik í heilsufari og hver er skylda og ábyrgð sveitarforingjans? Frekari upplýsingar og skráningu má finna hér.

Skátapepp fyrir drótt- og rekkarkáta 26.-28. febrúar
Búið er að opna fyrir skráningu á næsta skátapepp. VIð hvetjum skátafélögin til að benda drótt- og rekkaskátum á þetta skemmtilega námskeið. Frekari upplýsingar og skráningu má finna hér.

Vetrarverkefni Landsmóts
Nú fer fyrsti skiladagur vetrarverkefnis að nálgast en hann er núna 15. febrúar. Eru ykkar skátaflokkar ekki örugglega að taka þátt? Frekari upplýsingar má finna hér 

Vertu með í Landsliði Úlfljótsvatns
Úlfljótsvatn auglýsir nú eftir umsóknum vegna sumarstarfa fyrir sumarið 2016. Auglýst er eftir aðstoðarforstöðumanni Sumarbúða skáta, Umsjónarmanni tjaldsvæðis, matráði og dagskrárstarfsmönnum. Nánari upplýsingar um störf og umsóknir má finna hér. Skátar fæddir 1999-2002 geta einnig sótt um að vera starfsmenn eða sjálfboðaliðar. Nánari upplýsingar um það má finna hér.
Tækifæri í alþjóðastarfi
Við í alþjóðaráði höfum oft fengið ábendingar um að áhugasamt fólk sjái ekki þegar við erum að leita að einstaklingum til að fara á alþjóðlega viðburði eða taka á móti skátum á leið til Íslands. Á Rödd ungra skáta og Ungir talsmenn var það nefnt að facebookhópur væri áhrifaríkastur þar sem allir fá tilkynningu um innlegg í hópa. Þetta gæti líka verið frábær vettvangur til að safna saman hópi skáta til að skella sér saman á erlend skátamót og viðburði. Vertu með, smelltu hér til að finna hópinn á facebook. 
Aðalfundir skátafélaga og skil gagna til BÍS
Við minnum skátafélögin að halda aðalfundi og skila viðeigandi gögnum til BÍS fyrir 1. mars til að hafa atkvæði á Skátaþingi 2016. Frekari upplýsingar hér.  

Í þessari viku:

 • Ert þú "myndalegur" rekkaskáti'
 • Námskeið í Litla-kompás
 • Ungmennaþing um helgina
 • Félagsforingjafundur á laugardaginn
 • Landsmótsskráning
 • Erfiði skátinn - Fræðslukvöld
 • Skátapepp framundan
 • Vetrarverkefni Landsmóts
 • Vertu með í Landsliði Úlfljótsvatns
 • Tækifæri í alþjóðastarfi
 • Aðalfundir skátafélaga og skil ganga til BÍS

Verkefni vikunnar frá Dagskrárráði

Er ekki gamla hnútataflan orðin þreytt? Hvað kunnið þið marga hnúta? Dustum nú rykið af gömlu góðu hnútaböndunum og hnýtum út í eitt. Gerum flottustu hnútatöflu félagsins, eða jafnvel á landinu... Skoðaðu verkefnið á verkefnavefnum.
Bandalag íslenskra skáta,