Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

5. Maí 2015

Drekaskátamót 6.-7. júní

Minnum á að skráning er í fullum gangi.  Endilega látið drekaskátaforeldra vita.
Nánari upplýsingar má finna hér http://skatamal.is/vidburdur/drekaskatamot

 


Gilwell - Leiðtogaþjálfun 5. skref 

Verður haldið á Úlfljótsvatni helgina 30.-31. maí.  Þetta er lokaskrefið í Gilwell grunnþjálfuninni og í lok námskeiðsins er útskrift.  Frekari upplýsingar og skráning er hér http://skatamal.is/vidburdur/gilwell-leidtogathjalfun-skref-5-af-5/

Kveðja, Gilwell teymið

Skyndihjálpanámskeið helgina 23.24. maí

16. kennslustunda skyndihjálparnámskeið verður haldið í Skátamiðstöðinni helgina 23.-24. maí.  Námskeiðið er metið til eininga í framhaldsskólum.  Gerð er krafa um að stjórnendur sumarnámskeiða og Gilwell-nemar ljúki þessu námskeiði.  Frekar upplýsingar hér http://skatamal.is/vidburdur/skyndihjalparnamskeid-fyrir-rekkaskata-og-eldri/

 
Námskeiðið um skyldur stjórnenda sumarnámskeiða fært

Námskeiðið "skyldur stjórnenda sumarnámskeiða" hefur verið fært til á dagatalinu og verður haldið 8. og 9. júní frá 10-14.  Félagsforingjar eru hvattir til að láta "skólastjóra" sína vita.  Frekari upplýsingar má finna hér http://skatamal.is/vidburdur/skyldur-stjornenda-sumarnamskeida-2/

 
Námskeið fyrir sumarstarfsfólk skátafélaga

Að venju stöndum við fyrir námskeiði fyrir starfsfólk sumarnámskeiða skátafélaga.  Námskeiðið verður haldið daga 8.-9. júní frá kl. 16-20. Skátafélög er hvött til að láta starfsfólk sitt vita þegar það gengur frá ráðningu. Frekari upplýsingar hér http:// http://skatamal.is/vidburdur/namskeid-fyrir-sumarstarfsfolk-2/

 
Sólheimar auglýsa eftir starfsmanni

Sólheimar vantar starfmann í sumar.  Frekari upplýsingar má finna hér http://skatamal.is/solheimar-oska-eftir-starfsmanni/

 
Skjöldungar óska eftir starfsmanni

Skjöldungar óska eftir að ráða starfsmann í sumar til að sjá um Útilífsskóla Skjöldunga.  Umsækjandi þarf helst að vera eldri en 21 árs.
Frekari upplýsingar má finna hér http://www.skjoldungar.is/starfsmadur-oskast/ 

Í þessari viku:

  • Drekaskátamót 6.-7. júní
  • Gilwell - Leiðtogaþjálfun 5. skref
  • Skyndihjálparnámskeið 23.-24. maí
  • Námskeið um skyldur stjórnenda sumarnámskeiða fært
  • Námskeið fyrir sumarstarfsfólk skátafélaga
  • Sólheimar auglýsa eftir starfsmanni
  • Skjöldungar óska eftir starfsmanni
Bandalag íslenskra skáta,