Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

18. ágúst 2015

Ævintýri og útivist - lokaútkall
Sumar-Gilwell verður haldið á Úlfljótsvatni helgina 21.-23. ágúst n.k.
Helgin verður full af útilífi, fræðslu og skemmtilegheitum. 
Skráning og frekari upplýsingar hér.


Núllstilling félagatals og haustverk félagsstjórna
Félagatalið verður núllstillt helgina 21-23. ágúst. Staðfestingarpóstur verður sendur á félagsstjórnir þegar núllstillingu er lokið.
Sendar hafa verið leiðbeiningar til félagsstjórna og félagsforingja um hvað þarf að gera í félagatalinu áður en innritun hefst að nýju í haust. Við minnum á að það er alltaf hægt að fá aðstoð og leiðbeiningar hjá starfsfólki Skátamiðstöðvarinnar. Hér má finna leiðbeiningar um hvað þarf að gera.


Kynningarvika skátastarfs.
Fyrr í þessum mánuði var send út könnun til félagsstjórna frá Upplýsingaráði um hvenær skátafélögin vildu að Skátamiðstöðin stæði fyrir kynningarviku. Samkvæmt óskum meirihluta skátafélaga hefur vikan verið færð fram um eina viku, þ.e. frá 31. ágúst til 6. september. Upplýsingapóstur um fyrirkomulag vikunnar er að vænta frá Upplýsingaráði. Sjá nánar hér.

Meningókokkar á Jamboree
Eftir að Jamboree í Japan lauk hafa borist fréttir um meningókokkasýkingu meðal þátttakenda á mótinu. Enginn íslenskur þátttakandi hefur greinst með sýkinguna eftir heimkomu og nú er liðin meira en vika frá því að mótinu lauk. Þeir sem fá einkenni alvarlegrar sýkingar, t.d. háan hita, slæman höfuðverk og uppköst, eiga að leita læknis án tafar. Nánari upplýsingar má finna hér

Heimsóknir til skátafélaga haustið 2015
Gert er ráð fyrir að heimsóknir stjórnar BÍS til skátafélaganna núna í haust verði með örlítið öðru sniði heldur en í fyrra og munu þær væntanlega dreifast á lengra tímabil.
Skátafélögunum hefur verið skipt í tvo flokka og mun annar flokkurinn fá heimsókn frá félagaráði þar sem megináherslan verður lögð á stöðumat félagsins á meðan að hinn flokkurinn mun fá heimsókn frá dagskrárráði þar sem megináherslan verður lögð á skátadagskrána. 
Nánari upplýsingar verða sendar skátafélögunum á næstu dögum.

Skólabúðir að hefjast
Um leið og skólastarf hefst fara skólabúðirnar á Úlfljótsvatni á fullt. Þeir sem eru í aðstöðu til slíks eru hvattir til að bóka sem allra fyrst til að tryggja þær dagsetningar sem óskað er eftir. Í vetur bjóða skólabúðirnar bæði 3 og 5 daga dagskrá á frábæru verði. Nánari upplýsingar hér: http://ulfljotsvatn.is/skolar/skolabudir/

Forsetamerki 2015
Dagskrárráð minnir á að síðasti skiladagur fyrir umsóknir um Forsetamerki er 7. september n.k. Upplýsingar um Forsetamerkið má finna hér.
Nú þegar er ljóst að Forseti Íslands getur ekki tekið á móti okkur þann dag sem við óskuðum eftir og því biðjum við skáta að fylgjast með á dagatali Skátamála.

Opið fyrir skráningu í VISTA-helgi
Fyrsta VISTA-helgin fer fram dagana 28.-30. ágúst nk. VISTA stendur fyrir viðhald og standsetningu og þá er ætlunin að sinna margskonar litlum verkefnum til að undirbúa staðinn fyrir veturinn. Nú er búið að opna fyrir skráningu á félagatalinu og skátar eru hvattir til að skrá sig og mæta sem flestir, því margar hendur vinna létt verk. VISTA-liðar fá að sjálfsögðu mat og gistingu fyrir vel unnin störf. Upplýsingar má finna hér.

Í þessari viku:

  • Ævintýri og útivist - lokaútkall
  • Núllstilling félagatals og haustverk félagsstjórna
  • Kynningarvika skátastarfs
  • Meningókokkar á Jamboree
  • Heimsóknir til skátafélaga haustið 2015
  • Skólabúðir að hefjast á Úlfljótsvatni
  • Forsetamerki 2015
  • Opið fyrir skráningu á VISTA-helgi
Bandalag íslenskra skáta,