Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur út alla þriðjudaga á skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í þessum pósti þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

8. apríl 2014

Vel heppnað skátaþing

Starfsmenn skátamiðstöðvarinnar vinna hörðum höndum að því að gera aðgengilegar niðurstöður skátaþings 2014. Búið er að uppfæra upplýsingar um stjórn, ráð og nefndir en er nokkur vinna eftir við að gera allar upplýsingar aðgengilegar.  Gögn er varðar þingið verða áfram aðgengilega á skátamálum. http://skatamal.is/um_okkur/skatathing-2014
Stjórn og starfsmenn skátamiðstöðvarinnar þakka fyrir flott og málefnalegt Skátaþing og sérstaklega skf. Kópum fyrir að gera okkur kleift að standa jafn vel að öllu og raun bar vitni.

Kveðja, Stjórn BÍS
Verndum þau á fræðslukvöldi á fimmtudaginn!

Næsta fimmtudag 10. apríl kl. 18.00 – 21.00  verður haldið barnaverndarnámskeiðið Verndum þau í Skátamiðstöðinni í Hraunbæ. ATH. BREYTTAN TÍMA! Ætlast er til þess að allir sveitarforingjar og aðrir sjálfboðaliðar sem vinna með börnum fari á þetta námskeið, auk þess sem námskeiðið er hluti námsbrautar í Gilwell - leiðtogaþjálfun.  Skráning hér: www.skatar.is/vidburdaskraning  
Frekari upplýsingar um innihald námskeiðsins er að finna á www.skatamal.is
 
Kveðja, Ingibjörg 
Kepptu við tímann
 
Mótsstjórn Landsmóts skáta bauð Skátaþingsgestum uppá skemmtilegan leik á laugardeginum, í takt við tímann. Þingestir áttu að leysa þrautir og vinna sér inn tíma til að komast úr fortíð í framtíð. Áleiðinni fengu þeir að prófa hinu ýmsu dagskrárpósta sem verða í boði á mótinu. Leikurinn heppnaðist mjög vel og ánægja fulltrúa á Skátaþingi með þetta uppbrot í dagskrá þingins.

Kveðja Skátaþing 2014
Íslenski fáninn í öndvegi
 
Þessa dagana stendur yfir dreyfing á fánaveifum til allra skólabarna í öðrum bekkjum landsins.
Skátahreyfingin og Eimskip færa börnunum fánann að gjöf ásamt bækling um meðferð íslenska fánans.
 
Kveðja, Júlíus
Heiti potturinn á skátaþingi

Seinni umræður laugardagsins, Heiti potturinn,  voru í anda frjálsrar umræðuaðferðar („open spaces“) þar sem þinggestir gátu valið sér umræðuefni innan ákveðins tímaramma og rýmis. Með þessari aðferð ræddu þátttakendur því einungis þau málefni sem mest brennur á. Þau umræðuefni sem þinggestir lögðu til voru: Börn af erlendum uppruna, Hættum að ganga í skrúðgöngu, Forsetamerkið + Rekkaskátastarf, Fánakveðja skáta, Notkun skátabúnings, Róverstarf - nýr starfsgrunnur, Áfengi v.s. skátar, Hlutverk fullorðinna í skátastarfi, Fjáraflanir – hugmyndabanki, Hvatakerfi, World Scout Moot 2017, Ævintýri/sögusvið - hvernig gerum við skátastarf skemmtilegt.
 
Kveðja, Dagskrárráð
Stefnumótunarfundur um Úlfljótsvatns jörðina, Skátar og Skógrækt koma saman.
Fundurinn verður haldinn laugardaginn 12. apríl í félagsheimili Garðyrkjufélagsins Síðumúla 1, en gengið er inn Ármúlamegin. Fundurinn hefst kl. 9 og stendur til kl. 13, en húsið verður opnað kl. 8.30. Allir áhugasamir eru hvattir til að koma og taka þátt.
Stjórn Úlfljótsvatns sf boðar fundinn.

Kveðja, ÚSÚ
Þingmenn heiðraðir fyrir stuðning við skátana
 
Fjórir Þingmenn voru heiðraðir við upphaf Skátaþing eru þeir Ögmundur Jónasson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jón Gunnarsson og Guðbjartur Hannesson, en þeir hafa allir sýnt skátahreyfingunni mikinn skilning.
Tveir fyrrverandi félagsforingjar, Auður Lilja Arnórsdóttir úr Fossbúum á Selfossi og Margrét Th. Aðalgeirsdóttir, Klakki á Akureyri, voru heiðraðar fyrir störf sín.
Ólafur Proppé, Ingi Þór Ásmundsson, Hulda Sólrún Guðmundsdóttir og Kristín Arnardóttir voru heiðruð fyrir störf sín.
 
Kveðja, Skátaþing 2014
Gilwell-leiðtogaþjálfum skref 3 – 27. apríl
 
Búið er að opna fyrir skráningu á 3. skref Gilwell-leiðtogaþjálfum sem haldið verður 26. apríl.
Um er að ræða heils dags námskeið frá kl. 9:00 og fram á kvöld með mikilli útiveru og upplifun.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Skráning fer að venju fram hér: www.skatar.is/vidburdaskraning
 
Kveðja, Gilwell-leiðtogaþjálfun
Nýir formenn alþjóðaráðs, ungmennaráðs og upplýsingaráðs
 
Bergþóra Sveinsdóttir var kjörinn formaður nýs ungmennaráðs auk hennar taka nýir formenn við alþjóðaráði og upplýsingaráði. Jón Þór Gunnarsson var sjálfkjörinn sem nýr formaður alþjóðaráðs. Hann tekur við af Huldu Sólrúnu Guðmundsdóttur, sem lætur af störfum ári fyrr en ella vegna annríkis, en hún tók á síðasta ári sæti í Evrópustjórn skáta.
Tveir voru í framboði til formanns upplýsingaráðs og var Gunnlaugur Bragi Björnsson úr skátafélaginu Skjöldungum kjörinn.
 
Kveðja, Skátaþing 2014
Fjórar ályktanir samþykktar
 
Skátaþing 2014 í Kópavogi samþykkti ályktanir um mannréttindi, frið, réttindi hinseigins fólks í Uganda og um almannarétt.:
 
„Skátar vinna markvisst gegn hvers kyns mismunun!“ segir í niðurlagi yfirlýsingar skátaþings um mannréttind
 
Skátaþing ályktaði um frið og í niðurlagi þeirrar ályktunar segir: „Bandalag íslenskra skáta hvetur því alla skáta til að hafa ávallt sameiginleg gildi skátahreyfingarinnar hugföst og vinna markvisst að því að stuðla að friðsamlegri lausn ágreiningsmála. Skátahreyfingin hvetur alla til að taka virkan þátt í samræðu um frið og rétta fram hjálparhönd til þeirra sem á þurfa að halda sökum hvers kyns hamfara eða stríðsátaka.
Saman sköpum við betri heim!“
 
„Lagasetning þessi er ekki bara alvarlegt brot á mannréttindum, heldur er hún í hrópandi þversögn við gildi og markmið skátahreyfingarinnar, stærstu friðarhreyfingar í heimi. Bandalag íslenskra skáta hvetur ríkisstjórn og forseta Úganda til þess að skipta um skoðun og lýsir yfir miklum vonbrigðum með þátt hátt settra skáta í harmleiknum sem á sér stað þar í landi. Ennfremur hvetur bandalagið skáta um allan heim til þess að breiða út víðsýni og umburðarlyndi gagnvart því fjölbreytta mannkyni sem prýðir þessa jörð,“ segir í niðurlagi ályktunarinnar og með henni er stjórn BÍS falið að gera stjórn alþjóðahreyfingar skáta (WOSM) og stjórn skátabandalagsins í Úganda grein fyrir efni ályktunarinnar.
 
„ Skátar á Íslandi lýsa yfir þungum áhyggjum varðandi öll áform sem gætu skert hinn forna almannarétt manna um frjálsa för um Ísland. Áform sem gætu skert möguleika íslenskra barna og ungmenna til að kynnast landi sínu og hinum miklu ævintýrum sem ferðalög um stórkostlega náttúru þess hefur upp á að bjóða. Það er einlæg ósk íslenskra skáta að fallið verði frá öllum áformum sem fela í sér að ferðalög um íslenska náttúru verði háð efnahag eða munu skerða á einhvern hátt hvert sé ferðast.“
 
Kveðja, Skátaþing 2014
 
 

 

Í þessari viku:

  • Vel heppnað Skátaþing
  • Verndum þau námskeið
  • Kepptu við tímann
  • Íslenski fáninn í öndvegi
  • Heiti potturinn á Skátaþingi
  • Stefnumótunarfundur um Úlfljótsvatnsjörðina
  • Þingmenn heiðraðir
  • Gilwell-leiðtogaþjálfun skref 3
  • Nýjir formenn ráða
  • Fjórar ályktanir frá Skátaþingi

Á dagskránni:

8/4
Aðalfundur Skógarskáta

10/4
Verndum þau námskeið

12/4
Gilwell-leiðtogaþjálfun skref 2

14/4
Endurfundir skáta

 

14/4
Nemendur í Tómstundafræði HÍ kynna sér Skátastarf á Íslandi í Hraunbyrgi

Skoða alla viðburði.

Snjallráð vikunnar

Páskarnir eru tilvaldir til útivistar.
"Ef þú átt frí, út skallt þú því."
 
Bandalag íslenskra skáta,