Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 16 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

11. október 2016

Æskulýðssjóður 
Er skátafélagið þitt með áhugavert verkefni í uppbyggingu? Hvernig væri að sækja um styrk fyrir verkefnið? Umsóknarfrestur um styrk frá Æskulýðssjóði er til 17. október. 
Skoðaðu málið hér.


Forvarnardagurinn
Forvarnadagurinn verður haldinn miðvikudaginn 12. október. Þann dag mun forseti heimsækja 2-3 skóla á höfuðborgarsvæðinu. Nánar um daginn hér. Skilaboðum dagsins er einkum beint til nemenda í 9. bekk grunnskóla og nýnema í framhaldsskólum. Heimsóknir fulltrúa félagasamtakanna BÍS, ÍSÍ og UMFÍ sem áður voru í skóla hafa að miklu leiti verið felldar niður og munu skátar ekki heimsækja skóla í ár.


Fræðslukvöld 20. okt
Örnámskeið í skátafræðunum er viðfangsefni október mánaðar. Fimmtudaginn 20. október frá 19:30-21:00. Stutt örnámskeið í allskonar skemmtilegu. Takið kvöldið frá og hafið gaman saman.
Nánari upplýsingar og skráning hér. 


Rödd ungra skáta
RUS er frábært tækifæri fyrir alla rekka- og róverskáta til að ræða málin og hafa gaman. Er eitthvað sem brennur þér á hjarta? Hefur þú skoðun á hvenær næsta Landsmót verður haldið? Langar þig að hafa áhrif á störf ungmennaráðs í vetur? Ef svo er þá er RUS viðburður fyrir þig! Nánari upplýsingar hér.


Verndum þau námskeið
Þriðjudaginn 25. október verður Verndum þau námskeið Æskulýðsvettvangsins hér í Skátamiðstöðinni. Ætlast er til þess að allir sem starfa með börnum og ungmennum séu búin að fara á þetta námskeið. Einnig er það skylda til útkskriftar af Gilwell-leiðtogaþjálfun. Frekari upplýsingar og skráning hér.


Rekka- og róverskátanetið 
Ert þú rekkaskáti í leit að skátastarfi? Ert þú í lítilli skátasveit og vilt tengjast öðrum skátasveitum á Íslandi? Þá ættir þú og þín sveit að vera partur af Rekkaskátanetinu! Nánari upplýsingar má finna hér. Ef þið hafið áhuga getið þið sent tölvupóst á salka@skatar.is fyrir 1. nóvember og skráð ykkur! 

Ef þið viljið vita meira þá verður svo haldið Rekka- og Róvernets kaffihúsakvöld 25. október klukkan 20:00 í Jötunheimum, skátaheimili Vífla. Þar munum við borða vöfflur og ræða málin 


Öræfalíf Rekkaskáta
Vegna samstarfs við björgunarsveit þarf að færa viðburðinn á dagatalinu. Við látum vita um leið og ný dagsetning er klár.


Moot European Input
Von er á 50 manns til að taka þátt í European Input helgina 10-14 nóvember. Þátttakendur fá einstakt tækifæri á að hafa áhrif á skipulag World Scout Moot. Nánari upplýsingar hér.


Stjórnarfundir BÍS
Stjórnarfundir BÍS eru öllum opnir. Næsti stjórnarfundur verður miðvikudaginn 12. október 2016 kl. 17:30-20:00 í fundarsal Skátamiðsöðvarinnar að Hraunbæ 123. Fundarboð næsta fundar má finna hér.


Í þessari viku:

  • Æskulýðssjóður
  • Forvarnardagurinn
  • Fræðslukvöld 20. okt
  • Rödd ungra skáta
  • Verndum þau námskeið
  • Rekka- og róverskátanetið
  • Öræfalíf rekkaskáta
  • Moot European Input
  • Stjórnarfundir BÍS


Heyrst hefur að 30 skátar frá Norðurlöndunum komi saman á Úlfljótsvatni um helgina á Forandringsagenterne. Hvað ætli verði rætt þar? 

Bandalag íslenskra skáta,