Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

26. ágúst 2014

Árbúar óska eftir starfsmanni

Skátafélagið Árbúar leitar að einstaklingi á aldrinum 20+ til að taka að sér hlutastarf starfsmanns komandi vetur. Starfið felur í sér viðveru á fundartímum sveita, tölvupóstsamskipti og önnur verkefni, að meðaltali 6-8 klst./viku.
Reynsla af skátastarfi æskileg.
Sjá nánar á heimasíðu okkar arbuar.123.is og á https://www.facebook.com/skatafelagarbuar. Umsóknir berist á arbuar@skatar.is fyrir 2. september 2014.

Kveðja, Skátafélagið Árbúar

Gilwell - Leiðtogaþjálfun 

Skref 1, Skátaaðferðin og starfsgrunnur skáta, er á dagskrá 6. september. Frekari upplýsingar og skráning má finna hér
Skref 5, Leiðtogi í eigin lífi, er á dagskrá 13.-14. september. Frekari upplýsingar og skráning má finna hér

Kveðja, Gilwell teymið
Kynningarfundur fyrir Vetraráskorun Crean 2014-2015

Mánudaginn 1. sept verður haldinn kynningarfundur kl. 18:00 í Skátamiðstöðinni.
Endilega látið dróttskáta fædda 1999 og 2000 vita af honum.

Kveðja, Silja og Crean Teymið
Er heimasíða félagsins klár í veturinn?

Samhliða vinnu við gerð kynningarvefsins www.skatarnir.is sem opnaði 2013, var unnin vefsíða fyrir skátafélögin og býðst öllum skátafélögum að taka þessa vefsíðu í notkun sér að kostnaðarlausu. Vefsíðan er unnin í vefumsjónarkerfinu WordPress en það er það kerfi sem BÍS hefur valið sér og nýtir bæði í www.skatarnir.is, www.skatamal.is og fleiri verkefni.
Allar nánari upplýsingar veitir Guðmundur Pálsson verkefnastjóri – 696 4063 – gudmundur@skatar.is.
:: Nánari upplýsingar.

Kveðja, Vefsíðupúkarnir
Vantar skátafélaginu gott bókhaldskerfi?

BÍS býður upp á aðgang að DK vistun í gegnum Skátana. 
Frekari upplýsingar fást hjá Sonju í Bókhaldi Skátamiðstöðvarinnar.

Kveðja, Bókhaldið
Endurmat undirbúningsteymis Landsmóts Skáta 2014

Ef þú komst að skipulagningu Landsmóts en hefur ekki fengið tengilinn að viðburðinum þá endilega hafðu samband við Fríði Finnu (fridurfinna@skatar.is)

Kveðja, Landsmótsstjórn

Stjórn BÍS auglýsir eftir sjálfboðaliðum i verkefnahóp; Kynjajafnrétti í skátastarfi.

Markmið verkefnisins er að stofna nefnd um málefni Kynjajafnréttis í skátastarfi.
Verkefni nefndarinnar er að:
 • Yfirfara dagskrána og koma hugmyndum eða athugasemdum á framfæri til formanns dagskrárráðs.
 • Fara yfir kynjahlutfall í stjórn, ráðum og nefndum og BÍS og skátafélaga.
 • Yfirfara upplýsingarmál skátahreyfingarinnar s.s. alla útgáfu og auglýsingar og koma athugasemdum á framfæri til formanns upplýsingarráðs.
 • Yfirfara leiðtogaþjálfun skátahreyfingarinnar og koma hugmyndum og athugasemdum á framfæri til formanns fræðsluráðs.
 • Koma með hugmyndir að auknum möguleikum í félagatalið svo að við getum áttað okkur betur á kynjuðu brottfalli úr skátastarfi.
 • Taka þátt í norrrænu samstarfi um málefni kynjajafnréttis ef styrkir fást beint í verkefnið.
Áhugasamir hafið samband við formann vinnuhópsins, Guðrúnu Hässler eða tengilið á skrifstofu BÍS, Júlíus (julius(hjá)skatar.is)

Kveðja, Júlíus
Vantar skátafélaginu göngufána?

Skátabúðin er að undirbúa pöntun á göngufánum og stöngum. Gott væri að heyra frá þeim félögum sem hafa í huga að versla sér göngufána þannig að hægt sé að gera ráð fyrir nógu mörgum fánum.
Sendið okkur línu á skatar@skatar.is 

Kveðja, Skátabúðin
Forsetamerkið 2014 – skilaboð til Rekkaskátaforingja
 
Nú fer að líða að Forsetamerkinu sem margir Rekkaskátar eru búnir að vinna að í langan tíma. Endilega minnið krakkana ykkar á að fara að undirbúa það að skila inn. Umsóknarfrestur er til 15. september 2014 Umsóknum skal skila til Fræðslustjóra BÍS í Skátamiðstöðinni eða með tölvupósti á ingibjorg@skatar.is .Frekari upplýsingar má finna hér á skátamál.is 
 
Kveðja, Ingibjörg
Nýr félagsforingi Heiðabúa

Á auka aðalfundi skátafélagsins Heiðabúa í Reykjanesbæ í gærkvöldi var kjörinn nýr félagsforingi, Aníta Engley Guðbergsdóttir.
Við bjóðum Anítu velkomna til starfa og væntum mikils af samstarfinu við hana og aðra í forystu Heiðabúa. Um leið þökkum við Vilborgu Norðdahl fyrir vel unnin störf á liðnum árum, en hún lætur nú af störfum félagsforingja vegna brottflutnings úr bæjarfélaginu.

Kveðja, Júlíus
Fræðslukvöld í vetur
 
Í vetur verða fræðslukvöld Skátamiðstöðvarinnar eins og áður mánaðarlega á fimmtudagskvöldum kl. 19.30, að undanskildum desember og maí. Í ágúst var námskeið í notkun félagatalsins, í september verður kynning á styrkjamöguleikum og Erasmus +, Verndum þau, barnavernarnámskeið, í október, námskeið um siði og venjur í skátastarfi í nóvember og námskeið um möguleika í útieldun í janúar.   Nánari upplýsingar um efni fræðslukvölda er að finna  http://skatamal.is/fraedslukvold-i-vetur og á viðburðadagatalinu á skatamal.is  http://skatamal.is/vidburdir
 
Kveðja, Ingibjörg


 

Í þessari viku:

 • Árbúar óska eftir starfsmanni
 • Gilwell - Leiðtogaþjálfun
 • Kynningarfundur Crean 2014-2015
 • Er heimasíðan klár?
 • Vantar skátafélaginu göngufána?
 • ... en gott bókhaldskerfi?
 • Endurmat Landsmótsstjórnar
 • BÍS vantar sjálfboðaliða í vinnuhóp
 • Forsetamerki 2014
 • Nýr félagsforingi Heiðabúa
 • Dagskrá fræðslukvölda veturinn 2014-2015

Á dagskránni:

1/9
Kynningarfundur um Crean Vetraráskorun

6/9
Gilwell-leiðtogaþjálfun, skref 1 af 5

8/9
Endurfundir skáta

 

13-14/9
Gilwell - leiðtogaþjálfun skref 5 af 5

Skoða alla viðburði.

Snjallráð vikunnar

Komdu við í Skátamiðstöðinni og fáðu kynningarbæklinga og plagöt fyrir skátafélagið. Við eigum líka alltaf heitt á könnunni og erum til í spjall.
Bandalag íslenskra skáta,