Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

5. janúar 2016

Gleðilegt skáta- og Landsmótsár!


Agora 2016
Ert þú á aldrinum 18-24 ára og vilt taka þátt í Agora á Spáni í apríl? Nánari upplýsingar má finna hér. 


Verndum þau í Skátamiðstöðinni
Fræðslukvöld janúarmánaðar er tileinkað barnavernd. Æskulýðsvettvangurinn stendur fyrir námskeiðinu "Verndum þau" í Skátamiðstöðinni 21. janúar. Ætlast er til að allir þeir sem koma að barna- og unglingastarfi hafi setið þetta námskeið. Námskeiðið er einnig skylda fyrir þá sem ætla að útskrifast af Gilwell-leiðtogaþjálfun. Frekari upplýsingar hér.


Ungir talsmenn 15.-17. janúar
Námskeið fyrir alla skáta 16 ára og eldri sem vilja læra að koma fram fyrir hönd skátahreyfingarinnar. Framsögn, framkoma og fleira. Frekari upplýsingar hér.


Bauhaus talning fyrir 18 ára og eldri
Eins og síðustu ár býðst skátum að vinna við talningu í Bauhaus dagana 18.-20. janúar í fjáröflunarskyni. Ert þú að safna fyrir Landsmóti, Róverway eða WSM 2017? Nú er tækifærið. Áhugasamir sendi tölvupóst á dagga@skatar.is fyrir frekari upplýsingar.


Gilwell - leiðtogaþjálfun, skref 1 af 5
Nokkur sæti laus og tækifæri til að leggja af stað í Gilwell - vegferðina. Námskeiðið er haldið þann 16. janúar í Skátamiðstöðinni. Frekari upplýsingar hér.

Endurfundir skáta 11. janúar 
Þá er komið að fyrstu endurfundum ársins. Mánudaginn 11. janúar hitum við súpupottinn og leggjum á borð. Húsið opnar að venju kl. 11:30 og matur borinn fram kl. 12:00. Hlökkum til að sjá ykkur.

Félagsforingjafundur 2016
Félagsforingjafundur verður haldinn laugardaginn 13. febrúar kl. 10-17 í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123. 
Á fundinum verður farið yfir stöðu skátastarfsins og undirbúning Skátaþings.
Vonast er eftir að hvert félag sendi 2 fulltrúa stjórnar til fundarins.

Gleðilegt nýtt Landsmótsár
Nú eru bara 194 dagar í Landsmótið okkar eða 27 vikur og 5 dagar! Það er allt komið á fullt í undirbúningi og spennan magnast því þetta verður frábært mót! Ertu ekki örugglega búin/n að skrá þig? Mundu að skrá þig á www.skatamot.is 

Þrettándagleði Gilwell-skólans
Fimmtudaginn 14. janúar kl 20:00 ætla Gilwell-skátar að gera sér glaða stund í Kópaheimilinu. Sungnir verða Gilwell-söngvar í bland við heitt kakó, smákökur og spjall. Allir Gilwell-skátar velkomnir hvort sem þeir hafa lokið þjálfuninni eða ekki. Hlökkum til að sjá ykkur
Fréttir frá Úlfljótsvatni
Munið að bóka ykkar helgi í tíma. Nú er ekki seinna vænna fyrir skátafélögin að panta helgar vorsins. Þegar er komið inn töluvert af bókunum fyrir vorið (og raunar næsta haust líka). Uppfærður verðlisti hefur verið settur inn á netið og hann má nálgast með því að smella hér.
Verðskráin er óbreytt frá síðasta ári.

Þingakademía rekka- og róverskáta
Rekkar og róverar - takið 13. febrúar frá! Ef þið viljið taka þátt í ákvarðanatöku um skátastarf á Íslandi er þetta tækifærið til að vera með. Frekari upplýsingar hér þegar nær dregur.
Nordic Input
vilt þú hafa áhrif á dagskrá World Scout Moot 2017? Auglýst er eftir fólki á aldrinum 18-29 ára til að taka þátt í norrænum fundi þar sem farið verður yfir dagskrá og fleiri mál sem tengjast Moot. Nánari upplýsingar hér.

 

Í þessari viku:

 • Agora 2016
 • Verndum þau
 • Ungir talsmenn
 • Bauhaus talning
 • Gilwell-leiðtogaþjálfun
 • Endurfundir skáta
 • Félagsforingjafundur
 • Gleðilegt nýtt Landsmótsár
 • Þrettándagleði Gilwell-skólans
 • Fréttir frá Úlfljótsvatni
 • Þingakademía rekka- og róverskáta
 • Nordic Input

Verkefni vikunnar frá Dagskrárráði

Þegar snjór liggur yfir öllu eiga smáfuglarnir erfiðara með að finna sér æti. Hvernig væri að búa til fuglafóður og hengja út í tré eða grindverk? Skoðaðu verkefni hér.
Bandalag íslenskra skáta,