Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

26. janúar 2016

Málþing sveitarforingja á fimmtudaginn!
Ertu stundum hugmyndalaus? Villtu vita hvernig hinir fálkaskátaforingjarnir vinna með dagskrána? Kíktu við á málþingið þann 27. janúar því þar gefst foringjum aldursbila tækifæri til að ræða saman, deila hugmyndum og hvetja hvorn annan. Frekari upplýsingar og skráning hér.


Endurfundir skáta
Endurfundir verða haldnir mánudaginn 8. febrúar n.k. Að venju opnar húsið kl. 11:30 og matur borinn fram kl. 12:00.
Hlökkum til að sjá ykkur. 


Valdagskrá flokka á Landsmóti Skáta 2016
Nú er búið að opna fyrir val flokkanna í valdagskrána. Á heimasíðu mótsins undir "dagskrá" er kominn skráningarflipi þar sem flokkarnir skrá sína valdagskrá. Nú er um að gera að skoða vel hvað er í boði og leggja fyrir flokkana hvað þau vilja gera.


Ungmennaþing 13.-14. febrúar
Rekka- og róverskátar. Skemmtilegt ungmennaþing verður haldið á höfuðborgarsvæðinu helgina 13.-14. febrúar. Nánari upplýsingar fljótlega - takið helgina frá! 
Félagsforingjafundur 2016
Fundurinn verður haldinn í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123, laugardaginn 13. febrúar frá 10-17. Helstu málefni fundarins og skráningu má finna hér.

Viltu stýra norrænum viðburði?
Alþjóðaráð leitar að fólki til þess að undirbúa og stjórna norræna viðburðinum Forandringsagenter sem haldinn verður á Íslandi um miðjan október. Viðburðurinn hét áður Ung i Norden. Nánari upplýsingar má finna hér og hjá Júlíusi í Skátamiðstöðinni.
Vertu með í sumar!
Á Úlfljótsvatni erum við byrjuð að skipuleggja sumarið. Nú verður yngstu sjálfboðaliðunum okkar boðið að velja sér vikur til að vinna. Ef þú ert fæddur 1999-2002 getur þú fylgt þessum hlekk og boðið fram krafta þína í sumar. Ef þú ert að vinna hjá sveitarfélaginu þínu mun Úlfljótsvatn leita eftir því til þeirra að þú fáir laun á meðan þú ert við störf í Undralandinu. Umsóknir má finna hér. Auglýsingar eftir eldra starfsfólki verða birtar síðar í vikunni.

Skátaþing 2016
Skátaþing 2016 verður haldið í Varmárskóla í Mosfellsbæ dagana 11.-13. mars 2016.
Nánari upplýsingar og formlegt fundarboð verður sent út í vikunni.

Landsmótssöngurinn
Í þessari viku er verið að kynna mótssönginn og verður hann birtur í smá bútum á facebooksíðu mótsins. Lagið verður svo að flutt í heild sinni 1. febrúar á facebook, heimasíðu mótsins, skátamálum ásamt því að texti og gítargrip verða birt á www.gitargrip.is

   

Í þessari viku:

  • Málþing sveitarforingja
  • Endurfundir skáta
  • Valdagskrá á Landsmóti
  • Ungmennaþing 13.-14. feb
  • Félagsforingjafundur 2016
  • Viltu stýra norrænum viðburði?
  • Vertu með í sumar!
  • Skátaþing 2016
  • Landsmótssöngurinn 2016

Verkefni vikunnar frá Dagskrárráði

Þrautaleikir eru skemmtileg leið til að hrista upp í hópnum. Hér eru nokkrar tegundir, en einnig má finna upp nýja eða nota sambland af nýjum og notuðum.... Smelltu hér til að fara inn á dagskrárvefinn.
Bandalag íslenskra skáta,