Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur út alla þriðjudaga á skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í þessum pósti þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

18. júní 2014

Fjölskylduvarðeldur á Víðistaðatúni

Fjölskylduvarðeldur verður á Víðistaðatúni fimmtudaginn 19. júní kl. 18:00 þar sem ætlunin er að skapa stemningu fyrir Landsmót skáta og kenna nýrri kynslóð helstu skátasöngvana. Að varðeldinum loknum geta áhugasamir grillað sitt eigið nesti við Hraunbyrgi. 

Gaman væri að sjá sem flesta og ekki verra ef þeir tækju skátaklútinn og góða skapið með. Nánari upplýsingar má nálgast á viðburðadagatali Skátamála. 

 
Kveðja, kvenskátaflokkurinn Langbrók
Skátar drífa sig í Viðey um helgina!

Landnemamótið 2014 í Viðey verður sett á föstudagskvöldið kl. 22. Undirbúningur Landnemanna er á síðustu metrunum, allt að ganga upp og væntingar á fullu. Ferðir á mótið eru með Viðeyjarferjunni við Skarfabakka. Ferðaáætlun - sjá videy.com. Skráning og nánari upplýsingar má nálgast í viðburðadagatali Skátamála

Kveðja, Landnemar
 

Gefins net
 
Grænir skátar komust yfir lager af netum og vilja endilega gefa með sér. Ef þitt félag vantar net í hengirúmið á Landsmóti skáta eða í fótboltamarkið hafið endilega samband við Stefán í síma 661-0989 eða sendið línu á stefan@skatar.is fyrir klukkan 10 á föstudaginn. 

Kveðja, Stefán

Þríþraut á Úlfljótsvatni

Haldin verður óvenjuleg þríþraut á Úlfljótsvatni laugardaginn 21. júní. Þríþrautin felur í sér að sigla frá bryggjunni yfir í Borgarvík, hlaupa þaðan upp í Steingrímsstöð og hjóla svo þaðan til baka að skátamiðstöðinni. Nánari upplýsingar er að finna á síðu Úlfljótsvatns.

Kveðja, Úlfljótsvatn

Landsmót skáta 40+ nálgast óðfluga

Helgina 27.-29. júní heldur Smiðjuhópurinn Landsmót skáta 40+ á Úlfljótsvatni. Kynningarbæklingur um mótið er aðgengilegur rafrænt hér auk þess sem nánari upplýsingar má nálgast á Facebook síðu viðburðarins.

Kveðja, Smiðjuhópurinn

Sjálfboðaliðar á Úlfljótsvatni 


Undanfarnar vikur hafa ungir sjálfboðaliðar aðstoðað okkur á Úlfljótsatni. Stemningin hefur verið góð og fólk notið lífins í Undralandinu. Ef þú eða þinn hópur hafið áhuga á að koma og aðstoða okkur, endilega sendið okkur línu á ulfljotsvatn@skatar.is Okkur vantar enn nokkra sjálfboðaliða og bjóðum mat og gistingu að launum auk skemmtilegra stunda í góðum félagsskap. 

Kveðja, Úlfljótsvatn
 

 

Í þessari viku:

  • Fjölskylduvarðeldur á Víðistaðatúni
  • Skátar drífa sig í Viðey um helgina!
  • Gefins net
  • Þríþraut á Úlfljótsvatni
  • Landsmót skáta 40+ nálgast óðfluga
  • Sjálfboðaliðar á Úlfljótsvatni

Á dagskránni:

19. júní
Fjölskylduvarðeldur á Víðistaðatúni

20. - 22. júní
Landnemamót í Viðey

27.-29. júní
Rovernet - Venturnet undirbúningsfundur

27.-29. júní
Landsmót skáta 40+

 

Skoða alla viðburði.

Snjallráð vikunnar

Það er mjög auðvelt að rækta spínat í potti á svölunum hjá sér. Hvernig væri að prufa!

 
Bandalag íslenskra skáta,