Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

24. nóvember 2015

 Fararstjórafundur vegna Landsmóts skáta 2016

Fundurinn verður haldinn í Skátamiðstöðinni, fimmtudaginn 26. nóvember kl. 20:00
Er þitt félag ekki örugglega búið að skipa fararstjóra?
Búið er að opna fyrir skráningu á fundinn hér.


Skipulagsfundur Úlfljótsvatns

Þann 30. nóvember er boðað til fundar í Skátamiðstöðinni kl. 19:00 til að ræða skipulagsmál við Úlfljótsvatn. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta. Nánari upplýsingar hér.
Viðurkenningar Æskulýðsráðs

Síðast liðinn föstudag fór fram afhending á viðurkenningum Æskulýðsráðs fyrir æskulýðsstarf. Það sem fræ athygli, það vex. Það sem er hlúð að, það blómstrar. Sjá nánar hér.

Sígræna Jólatréð 

Líkt og undanfarin ár stendur skátafélögum til boða að selja Sígræna Jólatréð til fjáröflunar. Skátafélagið fær þá 20% afslátt af listaverði sem það nýtir í fjáröflun. Til að ganga að þessu þarf félagið að senda inn pöntun á skatar@skatar.is. Reikningur er þá sendur á skátafélagið. Ekki er í boði fyrir félaga að koma og versla sér tré á þessum kjörum, nýta afsláttinn og staðgreiða.

Á Norðurslóð fyrir drótt- og rekkaskáta

Dagana 27.-29. desember verður á Úlfljótsvatni drótt- og rekkaskátaviðburðurinn Á Norðurslóð. Í ár verður sérstök áhersla lögð á stuttmyndagerð og vinnsla myndbanda í bland við jólalega slökun og leik. Frekari upplýsingar og skráning hér.

Gilwell - leiðtogaþjálfun, skref 1 af 5

Þann 16. janúar 2016 hefur nýr hópur vegferð sína í Gilwell-leiðtogaþjálfun. Villt þú vera með?
Skref 1 af 5 fjallar um Skátaaðferðina og Starfsgrunn skáta. Nú þegar er stór hópur búin að skrá sig, en við eigum ennþá laust sæti fyrir þig.
Frekari upplýsingar og skráning hér.

Sumarbúðir Boy Scouts of America

Hefur þig ekki alltaf dreymt um að vinna í sumarbúðum í Bandaríkjunum? Nú er tækifærið þar sem BSA auglýsir eftir hressu fólki til starfa. Nánari upplýsingar hér.
Pennavinir

Skátamiðstöðinni berast reglulega beiðnir um pennavini erlendis frá, Ef þinn skátaflokkur hefur áhuga á að komast í samskipti við erlenda skáta, hafið þá samband við okkur í Skátamiðstöðinni og við sendum þér frekari upplýsingar

  

Í þessari viku:

  • Fararstjórnarfundur v/LM 2016
  • Skipulagsfundur Úlfljótsvatns
  • Viðurkenningar Æskulýðsráðs
  • Sígræna Jólatréð
  • Á norðurslóð fyrir drótt- og rekkaskáta
  • Gilwell-leiðtogaþjálfun, skref 1 af 5
  • Sumarbúðir BSA
  • Pennavinir

Verkefni vikunnar frá Dagskrárráði

"Takið myrkrið í sátt" er tilvalið verkefni núna á myrkasta tíma ársins. Tækifæri til að stíga út fyrir þægindarammann og vinna bug á myrkfælni. Þetta verkefni hentar öllum aldurshópum. Skoðaðu verkefnið hér.
Bandalag íslenskra skáta,