Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

16. febrúar 2016

"HörkuPepp", bara fyrir þá sem þora og geta!
Skráningin á Skátapeppið er komin á fullt. Ert þú búinn/n að skrá þig? Að þessu sinni er áherslan á vetrarferðamennsku og hlutverk sveitarforingjans í skipulagningu ferða. Takmarkaður fjöldi sæta, fyrstur kemur fyrstur fær. Upplýsingar og skráning hér


Drekaskátadagurinn 2016
VIð höldum á Álftanes sunnudaginn 6. mars á drekaskátadag. Skátafélagið Svanir munu sjá um fjörið sem hefst strax eftir hádegi. Nánari upplýsingar og dagskrá verður send sveitarforingjum drekaskáta í vikunni.


Framboðsfrestur er að renna út
Það styttist í Skátaþing og rétt er að vekja sérstaka athygli á því að frestur til að bjóða sig fram á Skátaþingi 2016 rennur út föstudaginn 19. febrúar kl. 12:00. 
Framboðum má skila í tölvupósti á netfangið uppstillingarnefnd@gmail.com


Frestur til að skila tillögum að málum á Skátaþing 2016 er að renna út
Frestur til þess að skila inn tillögum til umfjöllunar á Skátaþingi rennur út föstudaginn 19. mars n.k. Tillögur óskast sendar til Júlíusar, Félagsmálastjóra í tölvupósti


Skil gagna skátafélaga til BÍS
Skátafélög með aðild A að BÍS skulu fyrir 1. mars árlega standa skil á eftirfarandi gögnum og gjöldum til skrifstofu BÍS:

 • Félagsgjöldum
 • Félagatali
 • Ársskýrslu síðasta starfsárs
 • Gildandi lögum
 • Starfsáætlun næsta starfsárs
 • Ársreikningum síðasta starfsárs
 • Undirritaðri heimild til BÍS til að kanna sakaskrá allra félaga 18 ára og eldri
Frekari upplýsingar veitir Júlíus i Skátamiðstöðinni
Ekki meir - varnir gegn einelti
"Ekki meir" námskeið á vegum Æskulýðsvettvangsins verður haldið í Hveragerði 23. febrúar. Við hvetjum alla á "Stór Hveragerðissvæðinu" að skella sér á þetta flotta námskeið. Frekari upplýsingar og skráningu má finna hér.

Auglýst eftir fjármálastjóra í 50% starf
Bandalag íslenskra skáta óskar eftir fjármálastjóra í 50% starf. Um framtíðarstarf er að ræða. Viðkomandi er ábyrgur fyrir fjármálum BÍS og dótturfélögum þess. Upplýsingar um starfið má finna hér.


 

Í þessari viku:

 • HörkuPepp fyrir þá sem þora
 • Drekaskátadagurinn 2016
 • Framboðsfrestur að renna út
 • Frestur til að skila tillögum að málum á Skátaþingi er að renna út
 • Skil gagna skátafélaga til BÍS
 • "Ekki meir" í Hveragerði
 • Fjármálastjóri i 50% starf

Verkefni vikunnar frá Dagskrárráði

Góðverkadagar standa nú sem hæst og ekki er úr vegi að hugleiða hvað góðverk eru mikilvæg í skátastarfi. Hér má finna verkefni sem tengjast góðverkum
Bandalag íslenskra skáta,