Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

9. desember 2014

Félagsforingjafundur færður

Félagsforingjafundrinn sem halda átti 24. janúar 2015 verður færður til 7. febrúar 2015.
Við vonum að þetta valdi ekki miklum óþægindum og að sem flestir félagsforingjar sjái sér fært að mæta á fundinn sem verður haldinn á Úlfljótsvatni að þessu sinni. Skráning er hafin og upplýsingar má finna hér.


Gilwell 1. og 2. skref í Vestmannaeyjum

Hvernig væri að skella sér til Eyja 17.-18. janúar og taka Gilwell 1. og 2. skref sömu helgi. Njóta í leiðinni gestrisni Faxa og dvelja í Skátastykki og skoða ævintýri Vestmannaeyja?
Skráning er hafin og upplýsingar má finna hér.


Framlengdur umsóknarfrestur

Vegna athugasemda hefur verið ákveðið að framlengja umsóknarfrest. Alþjóðaráð BÍS auglýsir eftir fararstjóra á World Scout Moot 2017. Viðkomandi mun fá mikla innsýn í skiuplag WSM og bera ábyrgð á þátttöku íslenskra skáta í mótinu. Nánari upplýsingar má finna hér.


ÚSÚ hjálpar jólasveinunum

Á heimasíðu Úlfljótsvatns má finna skemmtilega viðbót við jólagjafalistana. Starfsfólk ÚSÚ hefur tekið saman óskalista útivistarskátans. Kíktu á listann og sjáðu hvað þig gæti vantað fyrir jólin.


Dróttskátaviðburður á milli jóla og nýárs

Hver er ekki orðinn þreyttur á að hanga heima og gera ekki neitt þann 28. desember.
Þá er um að gera fyrir dróttskáta að skella sér á "Á Norðurslóð" á Úlfljótsvatni.
Opin viðburður fyrir dróttskáta 28.-30. desember. Skráning og upplýsingar hér.
Dreyfið endilega til dróttskáta í ykkar félagi.


Þriðjudagspósturinn í Jólafríi

Í næstu viku kemur síðasti þriðjudagspósturinn á þessu ári. Fyrsti þriðjudagspóstur á nýju ári kemur út 6. janúar. 

 

Í þessari viku:

  • Félagsforingjafundur færður
  • Gilwell í Vestmannaeyjum
  • Framlengdur umsóknarfrestur
  • ÚSÚ hjálpar jólasveininunum
  • Á Norðurslóð

Myndbrot vikunnar

Hvernig væri að taka pásu á jölalögunum og syngja upphátt í vinnunni?

https://www.youtube.com/watch?v=T46EF78u4e8 

 
Bandalag íslenskra skáta,