Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

3. maí 2016

Ertu drekatemjari?
Varst þú búin/n að fá upplýsingabréfið um drekaskátamótið 4.-5. júní? Ef ekki, hafðu þá samband við Sigurlaugu í Skátamiðstöðinni sem fyrst. Skráningu á mótið verður lokað þann 15. maí.


VISTA helgi á Úlfljótsvatni um helgina
Vertu með á VI-ðhalds og STA-ndsetningar helgi á Úlfljótsvatni. Við komum saman og hjálpumst að við að koma staðnum í gott horf fyrir sumarið. Tökum á fjölbreyttum verkefnum og njótum þess að vera á Úlfljótsvatni. Gisting og matur í boði fyrir alla sem hafa áhuga. Tilvalið fyrir skátavini eða fjölskylduna. Skráning fer fram hér.


Fjórðu skil vetrarverkefna Landsmóts
Næstkomandi mánudag, 9. maí, eru 4. skil vetrarverkefna. Nú þegar hefur fjöldi flokka, bæði innlendra og erlendra, skilað inn verkefnum. Eru þínir flokkar ekki örugglega að skila inn? Smelltu hér til að sjá frétt á Skátamálum um vetrarverkefni Landsmóts skáta 2016


Ert þú sá sem við leitum að?
Félagaráð auglýsir eftir reynslumiklum skátum sem hafa áhuga á að vinna að fjölgun skáta og stuðningi við nýjar starfseiningar skátastarfs. Góð reynsla af rekstri skátastarfs, í stjórn og/eða sem sveitarforingi er æskileg. Áhugasamir hafi samband við Júlíus í Skátamiðstöðinni 


Verndum þau í maí
Fimmtudaginn 19. maí verður "Verndum þau" námskeið í Skátamiðstöðinni frá 19-22. Við minnum stjórnendur sumarnámskeiða á nauðsyn þess að hafa lokið þessu námskeiði. Einnig er "Verndum þau" skylda fyrir útskrift úr Gilwell-leiðtogaþjálfun. Frekari upplýsingar og önnur "Verndum þau" námskeið á vormánuðum ásamt skráningu má finna hér.


Skyndihjálparnámskeið fyrir rekkaskáta og eldri
12 klst. skyndihjálparnámskeið verður haldið í Skátamiðstöðinni helgina 21.-22. maí. Þetta námskeið er metið til eininga í framhaldsskólum. Stjórnendur sumarnámskeiða og nemar í Gilwell-leiðtogaþjálfun þurfa að ljúka þessu námskeiði. Námskeiðslýsingu og skráningu má finna hér.


Valdagskrá flokka á Landsmóti
Eru þínir flokkar búnir að skoða dagskrá Landsmóts? Opnað var fyrir valdagskrána í febrúar og lokað verður fyrir val 15. maí. Flokkarnir velja þá dagskrárpósta sem þeir vilja taka þátt í á mótinu. Skoðaðu valdagskrána hér.


Útilífsskólar skáta - námskeið fyrir stjórnendur og starfsfólk
Skátamiðstöðin og SSR standa, eins og undanfarin ár, fyrir námskeiðum fyrir stjórnendur og starfsfólk sumarnámskeiða. Stjórnendanámskeiðið er haldið dagana 6. og 7. júní frá 10-14 en námskeiðið fyrir almenna starfsmenn er haldið 6., 7. og 8. júní frá 16-20. Upplýsingar um námskeiðin og skráningu má finna hér.


Komdu með á Moot
Skráning er hafin í fararhóp á World Scout Moot 2017 á Íslandi. Skráðu þig strax í dag með því að smella hér.





 

Í þessari viku:

  • Ertu drekatemjari?
  • VISTA helgi um helgina
  • Fjórðu skil vetrarverkefna Landsmóts
  • Ert þú sá sem við leitum að?
  • Verndum þau 19. maí
  • Skyndihjálparnámskeið
  • Valdagskrá flokka fyrir Landsmót
  • Námskeið fyrir sumarstarfsfólk
  • Komdu með á Moot

Vissir þú....?

... að í dag eru 31 dagur í Drekaskátamót 2016
... að í dag eru 74 dagar í Landsmót skáta 2016
... að í dag eru 447 dagar í World Scout Moot 2017

Þetta og margt annað má finna á dagatali Skátamála.

Verkefni vikunnar frá Dagskrárráði

Tiplað á steinum eða flísum.... Hér er skemmtilegur hópeflisleikur fyrir flokka til að þjappa flokkinn saman fyrir landsmót. Kíktu á leikinn hér.
Bandalag íslenskra skáta,