Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

8. mars 2016

Skátaþing um helgina
Nú er undirbúningur á lokametrunum hér í Skátamiðstöðinni. Á fimmtudaginn fá allir skráðir þátttakendur tölvupóst með upplýsingum um þingið. Við minnum á að öll gögn um þingið má finna hér. Ef þú gleymdir að skrá þig á þingið þarftu að senda tölvupóst á julius@skatar.is því skráningu lauk á föstudaginn og allir sem ætla að mæta verða að skrá sig. Hlökkum til að sjá ykkur!


Endurfundir skáta 
Á mánudaginn er enn á ný komið að því að hita súpupottinn og taka á móti Endurfundahópnum okkar. Húsið opnar að venju kl. 11:30 og súpan borin fram kl. 12:00. Hlökkum til að sjá ykkur. 


Umsóknir í Æskulýðssjóð
Við minnum skátafélög á að umsóknarfrestur í styrk frá Æskulýðssjóði er til 15. mars. Við hvetjum skátafélög til að nýta sér möguleika styrkja og efla þar með skátastarf og fræðslumál félagsins. Nánari upplýsingar á vef Rannís.


Mosverjar standa fyrir Káta-skralli
Eftir þingslit laugardaginn 12. mars mun skátafélagið Mosverjar standa fyrir skemmtilegri kvöldstund með hátíðarkvöldverði, miðahappdrætti og dansiballi í Hlégarði fyrir 20 ára og eldri. Nánari upplýsingar má finna hér.

Fræðslukvöld - Leikjastjórnun
Fræðslukvöld marsmánaðar er tileinkað leikjastjórnun. Settu kvöldið inn á dagatalið þitt og ekki missa af þessu frábæra tækifæri til að fræðast um leiki og leikjastjórnun. Frekari upplýsingar og skráning hér.

Landsmót skáta 2016 verður með upplýsingabás á Skátaþingi
Mótsstjórn mun standa vaktina í upplýsingabás sem settur verður upp á Skátaþingi um helgina. Vilt þú vita meira en þú veist í dag? Kíktu á okkur og við reynum að svara öllum spurningum sem upp geta komið. Ef þú átt eftir að skrá þig á Landsmótið þá kíktu á www.skatamot.is 

Óvissuferð róverskáta
Er vegabréfið þitt í gildi? Ertu búin að brýna svefnpokann og rúlla saman gönguskónum?
Sólarhringur í algerri óvissu... 19.-20. mars. Fylgstu með hér svo þú missir ekki af neinu.

 

Í þessari viku:

  • Skátaþing um helgina
  • Endurfundir skáta
  • Umsóknir í Æskulýðssjóð
  • Mosverjar standa fyrir Káta-skralli
  • Fræðslukvöld - Leikjastjórnun
  • Landsmót skáta með kynningarbás
  • Óvissuferð róverskáta

Verkefni vikunnar frá Dagskrárráði

Að virða skoðanir annarra og sýna umburðarlyndi er nauðsynlegt að kunna. Hér er verkefni sem þjálfar skátana í þeim þætti.
Bandalag íslenskra skáta,