Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur út alla þriðjudaga á skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í þessum pósti þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

20. maí 2014

 
Fjölskylda Ólafs Ásgeirssonar, f.v. skátahöfðingja, hefur stofnað minningarsjóð sem hefur það hlutverk að styrkja uppbyggingu Útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni.
Fjölskyldan biður þá sem vilja minnast Ólafs að gera það með því að leggja inn á reikning sjóðsins sem er skráður á nafn Útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni. Upplýsingar um það má finna hér.
Útför Ólafs fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 23. maí kl. 15:00. Skátar eru hvattir til að mæta í hátíðarbúning.

Skátamiðstöðin verður lokuð frá hádegi sama dag.
Skyndihjálp fyrir stjórnendur sumarnámskeiða og Gilwellnema.
 
Boðið er upp á 16 tíma skyndihjálparnámskeið fyrir stjórnendur Útilífsskóla og Gilwellnema sem það kjósa helgina 24. – 25. maí. Nánari upplýsingar má finna hér og skráningu má finna hér.

Kveðja, Ingibjörg
Drekaskátamót 2014
 
Minnum alla drekaskátaforingja á að skráningafrestur er útrunninn en enn hægt að skrá.
Upplýsingar um mótið voru sendar út með tölvupósti til sveitarforingja drekaskáta skv. Félagatali BÍS þann 17. mars 2014.
Upplýsingar um viðburðinn má finna hér.
 
Kveðja, Mótstjórn
Víkinganámskeið fyrir Drótt og rekkaskáta á Úlfljótsvatni 23.-25. maí.
 
Spennandi námskeið sem stendur frá föstudegi til sunnudags. Kennd eru undirsöðuatriði bogfimi, útieldun að víkíngasið og spennandi víkingaleiki. Einnig verður boðið upp á víkingahandverksgerð. Allar nánari upplýsingar má finna hér.
 
Kveðja, ÚSÚ
Skráning hafin á námskeið fyrir stjórnendur útilífsskólanna
Dagana annan og þriðja júní verður haldið námskeið fyrir stjórnendur útilífsskólanna. Námskeiðið stendur frá 10:00 til 14:30 báða dagana. Skráning og nánari upplýsingar má finna hér.

Kveðja, Nanna
Námskeið fyrir starfsfólk útilífsskóla – skráning er hafin
Námskeið fyrir almenna starfsmenn útilífsskólanna verða haldin annan, þriðja, og fjórða júní  frá klukkan 16:00 til 20:00.
Skráning og nánari upplýsingar má finna hér.

Kveðja, Nanna
Gilwell leiðtogaþjálfun, stjórnun og skipulagning skátastarfs
 
Búið er að opna fyrir skráningu á fjórða skref Gilwell-leiðtogaþjálfunar.
Námskeiðið verður haldið í Skátamiðstöðinni laugardaginn 14. júní frá 9-17
Frekari upplýsingar má finna hér.
 
Kveðja, Gilwell-teymið
Verndum þau 2. Júní – Gilwell nemar hvattir til að mæta
Verndum þau námskeið verður haldið í tengslum við námskeið fyrir sumarstarfsfólk Útilífsskólanna, mánudaginn 2. júní kl. 14.00. Skráning hafin á www.skatar.is/vidburdaskraning

Kveðja, Ingibjörg
Landsmót skáta 40+

Næsta landsmót skáta 40+ fer fram á Úlfljótsvatni dagana 27.-29. júní 2014. Mótið var haldið í fyrsta sinn í fyrra og þótti takast svo vel að ákveðið var að gera það að árlegum viðburði. Nánari upplýsingar hér:  https://www.facebook.com/Landsmoteldriskata?fref=ts

Kveðja, Smiðjuhópurinn og ÚSÚ
Ung i Norden – villt þú taka þátt?

Ung i Norden er norræn ráðstefna um skátastarf fyrir skáta á aldrinum 17 – 23 ára sem haldin er annað hvert ár, til skiptis á norðurlöndunum. Í ár verður Ung í Norden í Noregi dagana 2.-5. október. Gert er ráð að BÍS sendi 2-4 skáta og að kostnaður viðkomandi verði að hámarki 30 þúsund krónur. Umsóknarfrestur er til kl 12:00 miðvikudaginn 28. maí og skulu umsóknir sendast í netfangið jon@skatar.is
Kveðja, Alþjóðaráð
Komdu með til Japans!
 
Kynningarfundur vegna ferðar á Heimsmót skáta í Japan 2015 (e. World Scout Jamboree) verða haldnir á Akureyri og í Garðabæ á fimmtudaginn. Kynnt verður mótið, ferðatilhögun og þetta sérstaka að hafa möguleika á því að taka þátt í 40 þúsund manna skátamóti með ungu fólki frá öllum heimshornum. Nánari upplýsingar á Skátamálum.
 
Kveðja, Jón Ingvar
RosaSumar
 
RosaSumar er viðburður fyrir rekka og róver skáta þar sem þið undirbúið, framkvæmið og endurmetið verkefni að eigin vali og notið til þess allt sumarið. Verkefnin vinnið þið í flokkum en eitt af verkefnum þessarar undirbúningshelgar er að setja saman flokkana. Verður haldið helgina 30. maí til 1. júní á Úlfljótsvatni undirbúningshelgi að rosalegu sumri rekka og róverskáta. Skráning og upplýsingar á skátamálum!
 
Kveðja,undirbúningshópurinn

Í þessari viku:

 • Minningarsjóður Ólafs Ásgeirssonar
 • Skyndihjálparnámskeið
 • Drekaskátamót 2014
 • Víkinganámskeið
 • Stjórnendur Útilífsskólana
 • Gilwell-leiðtogaþjálfun
 • Verndum þau
 • Landsmót 40+
 • Ung i Norden
 • WSJ 2015
 • RosaSumar

Á dagskránni:

22/5
Jamboree kynningarfundi á Akureyri og Jötunheimum

23/5-25/5
Víkinganámskeið á Úlfljótsvatni

24/5-25/5
16 stunda skyndihjálparnámskeið í Skátamiðstöðinni

30/5-1/6
RosaSumar á Úlfljótsvatni

 

Skoða alla viðburði.

Snjallráð vikunnar

FARÐU ÚT AÐ LEIKA!
Bandalag íslenskra skáta,