Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur út alla þriðjudaga á skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í þessum pósti þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

4. mars 2014

Skil gagna frá skátafélögum
Skv. 15 gr. laga BÍS þurfa skil á gögnum skátafélaga til BÍS að fara fram fyrir 15. mars ár hvert til að félag hljóti atkvæðarétt á Skátaþingi.
Þar sem Skátaþingi var frestað til 4. apríl var gefin frestur á skilum félaga. Við hvetjum þó félögin til að standa skil sem fyrst og eigi síðar en 1. apríl 2014.

Kveðja, Júlíus

Komdu og lærðu að súrra, hanna hlið og fleiri skemmtilegar skátalausnir á Fræðslukvöldi á fimmtudaginn!
Kennt verður að súrra stórar trönur og sýndar skemmtilegar lausnir sem hægt er að nota í skátastarfinu á Fræðslukvöldi í Skátamiðstöðinni fimmtudaginn 20. mars kl. 19.30 – 22.00. Lærðu handtökin og hannaðu hlið eða annað sniðugt fyrir Landsmót skáta í sumar! Verður þitt félag með flottasta hliðið?! Skráðu þig strax og taktu með þér vini þína! Bein útsending verður sem fyrr HÉR!  Sjá nánar á www.skatamal.is

Kveðja, Ingibjörg
Gítarnámskeið fyrir skáta: Landsmótsgítarinn 2014
Nú setjum við allt í gang fyrir Landsmót og skátamótin í sumar og skellum okkur á 7 vikna gítarnámskeið skáta. Námskeiðið er fyrir byrjendur og lengra komna þar sem kenndur verður landsmótssöngurinn og fleiri góð skátalög auk fræðslu um varðeldastjórnun, skipulag kvöldvöku og skemmtiatriða o.fl.
Skráning og nánari upplýsingar: gudmundur@skatar.is

Kveðja, Guðmundur Pálsson
Skráning í Sumarbúðir Skáta hafin
 
Búið er að opna fyrir skráningu í Sumarbúðir skáta fyrir sumarið 2014.
Skráning fer fram á vefnum www.ulfljotsvatn.is en þar má finna frekari upplýsingar um námskeiðin.
Boðið er upp á 6 vikur í sumar en þar af eru tvö unglinganámskeið, tvö námskeið fyrir 8-10 ára og tvö fyrir 10-12 ára.
Takmarkaður fjöldi kemst á hvert námskeið svo það borgar sig að skrá sig snemma.
 
Kveðja, Úlfljótsvatn
Útieldunarnámskeið og Leyndardómar Suðurlands
Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni tekur þátt í skemmtilegu átaki sem nefnist Leyndardómar Suðurlands. Þar bjóða ferðaþjónustu aðilar á Suðurlandi upp á fjölbreytta dagskrá dagana 28. mars - 6. apríl. ÚSÚ er að sjálfsögðu með og býður upp á skemmtileg námskeið í Útieldun sunnudaginn 6. apríl. Skráning og upplýsingar er að finna á vefsíðunni okkar www.ulfljotsvatn.is

Kveðja, Úlfljótsvatn
Ert þitt félag komin með samstarfsaðila?
Erasmus+ er ný ungmennaáætlun evrópusambandsins. Alþjóðaráði og Landsmóti skáta hafa borist fjölda fyrirspurna frá erlendum skátahópum um samstarf núna í sumar. Ef þitt félag er ekki komin með erlendan samstarshóp að hafið þá endilega samband við Jón Ingvar Bragason viðburðastjóra BÍS og fáið upplýsingar um mögulega hópa.

Kveðja, Alþjóðaráð BÍS
Jamboree í Japan
Þeir sem hafa skráð sig á Jamboree í Japan 2015 munu fá sendar frekari upplýsingar í vikunni frá fararstjórn. Af ýmsum ástæðum hefur dregist að senda út staðfestingu á skráningu en nú er allar upplýsingar nánast í höfn og þeir sem hafa skráð sig fá tölvupóst með upplýsingum um næstu skref.

Kveðja, Jón Ingvar
Framkvæmdastjóri BÍS í fæðingarorlof
Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri BÍS er farinn í fæðingarorlof frá og með deginum í dag í 30 daga. Jón Ingvar Bragason, viðburðastjóri BÍS leysir hann af gagnvart málefnum sem snúa að skátastarfinu og Skátamiðstöðinni. Júlíus Aðalsteinsson, félagsmálastjóri BÍS leysir hann af gagnvart Grænum skátum, Þjóðþrifum og Tjaldaleigu skáta.

Kveðja, Stjórn BÍS
eyða þessu boxi

 

eyða þessu boxi

 

Í þessari viku:

  • Skil gagna frá skátafélögum
  • Fræðslukvöld um súrringar
  • Gítarnámskeið fyrir skáta
  • Skráning í sumarbúðir hafin
  • Útieldurnarnámskeið
  • Erasmus+
  • Jamboree í Japan
  • Hermann í fæðingarorlof

Á dagskránni:

19/3
Stjórnarfundur BÍS

20/3
Fræðslukvöld um súrringar

23/3
Keilumót Garðbúa

28-30/3
DS. Vitleysa

 

Skoða alla viðburði.

Snjallráð vikunnar

Skátadagatalið er loksins komið út! Kíktu við í Skátamiðstöðinni og náðu í eintak fyrir félagið þitt!
 
Bandalag íslenskra skáta,