Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur út alla þriðjudaga á skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í þessum pósti þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

11. mars 2014

Bókhaldskerfi.

Gerður hefur verið samningur við DK um aðgang skátafélaga að bókhaldskerfinu DK.  Samningurinn felur í sér aðgang að fjárhagskerfi og kostar 5000,- á mánuði.  Þau félög sem hafa áhuga er bent á að hafa samband við Sonju á bokhald@skatar.is  


Kveðja, Sonja


Ætlar þitt félag að vera með flottasta hliðið á Landsmóti skáta í sumar??

Komdu þá á fræðslukvöld, fimmtudaginn 20. mars í Skátamiðstöðinni kl. 19.30 og lærðu handtökin við að súrra og hanna hlið og aðrar skemmtilegar lausnir sem hægt er að nota í skátastarfinu þínu. Skráning hafin hér. Ekki missa af þessu. Skráðu þig strax og taktu með þér vin!

 
Kveðja, Ingibjörg
Skátaþing – upptaka máls: lokafrestur á föstudaginn

Athugið að loka skilafrestur á beiðnum um upptöku máls vegna Skátaþings er föstudagurinn 14. mars. Skila þarf inn tillögum skriflega á bis@skatar.is eða með pósti í Skátamiðstöðina, Hraunbæ 123. Allar nánari upplýsingar veitir Jón Ingvar Bragason, viðburðarstjóri BÍS.

Kveðja, Jón Ingvar
Vífill auglýsir eftir sumarstarfsmanni
 
Skátafélagið Vífill í Garðabæ auglýsir eftir umsjónarmanni sumarnámskeiða félagsins. Félagið hefur rekið útilífs- og ævintýranámskeið fyrir börn á aldrinum 5 – 14 ára í 25 ár og eru þau jafnan vinsæl og vel sótt.
Frekari upplýsingar má finna hér.
 
Kveðja, Skátafélagið Vífill
Skátaþing – framboð: lokafrestur á föstudaginn

Athugið að framboðsfrestur vegna Skátaþings er föstudagurinn 14. mars. Skila þarf inn tillögum skriflega á uppstillingarnefnd@gmail.com eða með pósti í Skátamiðstöðina Hraunbæ 123. Allar nánari upplýsingar eru á skátamál.is og hjá Jóni Ingvari Bragason, viðburðarstjóri BÍS.

 
Kveðja, Jón Ingvar
Valdagskráin er klár!
 
Valdagskrá fyrir Landsmót skáta verður birt á www.skatamot.is á fimmtudaginn kl. 12:00. Skátaflokkar fá frest til 20. apríl að skila inn vali og mega gera ráð fyrir að vita í sumarbyrjun hvaða val þeir fá.
 
Kveðja, Landsmótsnefnd
Sumarbúðir skáta Úlfljótsvatni

Skráning í sumarbúðirnar fer í gang í þessari viku. Nú þegar er búið að setja niður dagsetningar sumarbúðanna en þær má sjá hér. Boðið verður upp á 6 námskeið í sumar, þar á meðal Unglinganámskeið og námskeið fyrir unglinga með ADHD.
Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðunni www.ulfljotsvatn.is

 
Kveðja, Úlfljótsvatn
Landsmót skáta – skráningar streyma inn

Skráningar hafa streymt inn síðustu vikur á Landsmót skáta, fjölmennasta skátafélagið er Vífill með 61 þátttakendur og fast á hæla þeirra koma Fossbúar með 57 skráningar. Skráningin verður opin eitthvað fram eftir mánuði en hvetjið endilega ykkar skáta til að skrá sig strax.

 
Kveðja, Jón Ingvar
Frábær námskeið fyrir alla á Úlfljótsvatni í vor

Þrjú námskeið í útieldun og einnig námskeið í öryggi við klifurturn og báta verða á boðstólnum á Úlfljótsvatni í vor. Hvernig væri að skella sér austur í maí og upplifa Undralandið, fræðast og hafa gaman saman? Frekari upplýsingar um námskeiðin má finna hér.

 
Kveðja, Úlfljótsvatn
Skátaflokkur Íslands – frábærar viðtökur

Fjöldi skátaflokka hefur skila inn vegna Skátaflokks Íslands. Keppnin heldur áfram og ef flokkur í þínu félagi er ekki að taka þátt endilega hvetjið til þátttöku. Allar nánari upplýsingar um keppnina er að finna á www.skatamot.is

 
Kveðja, Landsmótsstjórn
Er allt klárt fyrir Landsmót skáta?

Það er betra að komast að því að það þurfi að laga tjaldið vel fyrir mót. Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni býður upp á undirbúningshelgar fyrir landsmót. Helgarnar verða í byrjun maí. Skátafélög eru boðin velkomin með tjöld og búnað. Þar geta þau tjaldað og yfirfarið dótið. ÚSÚ býður svo upp á námskeið í útieldun og aðstoð við súrringar. Gestir geta þá æft sig og gert áætlanir fyrir landsmótið. Aðeins þarf að greiða fyrir útieldun en annað er innifalið.

 
Kveðja, Úlfljótsvatn

Í þessari viku:

 • Bókhaldskerfi fyrir skátafélög
 • Fræðslukvöld - Súrringar
 • Skátaþing - upptaka máls
 • Vífill auglýsir eftir sumarstarfsmanni
 • Skátaþing - framboðsfrestur
 • Valdagskrá fyrir Landsmót Skáta
 • Sumarbúðir skáta á Úlfljótsvatni
 • Landsmót Skáta - skráningar streyma inn
 • Námskeið á Úlfljótsvatni í vor
 • Skátaflokkur Íslands
 • Undirbúningur félagsins fyrir Landsmót Skáta
 •  

Á dagskránni:

14/3
Stjórnarfundur BÍS

15/3
Skil á lagabreytingartillögum til Skátaþings 2014

19/3
Gilwell-leiðtogaþjálfun skref 1 og 2

 

Skoða alla viðburði.

Snjallráð vikunnar

Til að ná betri árangri í undirbúningnum fyrir Skátaflokk Íslands er tilvalið að nota tilbúna dagskrárhringinn sem er að finna hér.

 
Bandalag íslenskra skáta,