Copy

24. júní 2020

ÞESSI VIKA

STYRKIR TIL ÆSKULÝÐSFÉLAGA VEGNA ÁHRIFA COVID-19

Samkvæmt þingsályktun um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru skal fé varið til átaksverkefna með styrkveitingum til félaga sem standa fyrir skipulögðu starfi fyrir börn og ungmenni. Til úthlutunar eru alls 50 milljónir kr.
 
Frestur til þess að sækja um er til og með 13. júlí nk.

Nánari upplýsingar hjá Stjórnarráðinu.

ENDURFUNDIR SKÁTA Í LÆKJARBOTNUM

Starf Endurfunda skáta heldur áfram. Laugardaginn 27. júní n.k. stendur Bakhópur starfsins fyrir ferð félaganna í Lækjarbotna. Þema ferðarinnar er gamla varðeldalautin. Lautin verður grandskoðuð, varðeldur kveiktur, skátasöngvar sungnir, frásagnir fluttar og spjallað saman. Heitt kakó og léttar veitingar í Lækjarbotnaskála.
 
Ferðaáætlun:
Farið á eigin bílum.
Kl. 13:00 Hist við Skátamiðstöðina, sameinast í bíla.
Kl. 13:30 Brottför.
Kl. 14:00 Fánaathöfn Lækjarbotnum.
Svo í bæinn eftir þörfum.

ATH:  Beygt er til hægri, af Suðurlandsveginum eftir Gunnarshólma áður en komið er í Lækjarbotnabrekkuna (litlir fánar á stöng).
 
Allir velkomnir.
Bakhópurinn.

ÚTKALL - LANDSMÓTSSTJÓRN

Mótsstjórn Landsmóts skáta 2021 óskar eftir meðlimum til að vera með. Meðal annars vantar dagskrárstjóra og kynningar- og upplýsingastjóra.
Áhugasömum er bent á að hafa samband við Huldu Maríu viðburðarstjóra BÍS huldamaria@skatar.is.

STYRKTARSJÓÐUR SKÁTA

Styrktarsjóður skáta veitir einstaklingum og skátahópum fjárstyrki fyrir ýmsum ólíkum verkefnum skátahreyfingunni til heilla.

Á nýju heimasíðu skátanna er að finna rafræna umsókn í styrktarsjóðinn sem áhugasamir umsækjendur geta fyllt út og sent beint til stjórnar sjóðsins. Hvetjum við umsækjendur að vanda umsókn og styrkir það verkefni að stjórn sjóðsins fái góða mynd af fyrirliggjandi áætlunum og þeim undirbúningi sem kann að hafa farið fram.

Hægt er að sækja um og fá úthlutaða styrki undir 100.000 krónum allt árið en hærri styrkir eru einungis veittir einu sinni á ári á Skátaþingi.

Umsóknina má finna hér.
28. - 30. ágúst '20
Sumar-Gilwell 2020

14. - 20. júlí '21
Landsmót skáta 2021

 
SKRÁNING
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Skátapóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Skátarnir á Facebook
Skátarnir á Facebook
Skátarnir á Instagram
Skátarnir á Instagram
Heimasíða skátanna
Heimasíða skátanna

Bandalag íslenskra skáta
Hraunbær 123
Reykjavík 110
Iceland

Add us to your address bookUppfæra upplýsingar eða Afskrá af póstlista.

Email Marketing Powered by Mailchimp