Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur út alla þriðjudaga á skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í þessum pósti þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

10. desember 2013

Á norðurslóðum – flottur viðburður fyrir dróttskáta

Á milli jóla og nýárs verður viðburður fyrir dróttskáta sem nefnist „á norðurslóðum“. Síðastliðin ár hefur verið frábær þátttaka og dróttskátum gefist kostur á skemmtilegu skátastarfi á milli hátíða. Endilega hvetjið ykkar dróttskáta til að taka þátt.  Allar nánari upplýsingar um viðburðinn á skatar.is og skráning í viðburðarskráningunni.

Kveðja, Jón Ingvar

 


Þrettánda útilega Rs.Fantasíu

 
Helgina 3.-5. janúar ætlar Rs. Fantasía að standa fyrir þrettánda útilegu fyrir rekkaskáta. Útilegan verður haldin í skálanum Skátafelli í Skorradal.
Dagskrá verður alla helgina og meðal annars verður farið í lauflétt hike og kvöldvaka ásamt sameiginlegum kvöldmat á laugardeginum.
Við hvetjum alla rekka til þess að skrá sig og koma og skemmta sér með vinum og jafnvel eignast nýja vini þessa helgi. Skráning er inni á facebook eventi hjá okkur, hér er linkurinn
Ef ykkur vanntar frekari upplýsingar endilega hafið samband við Rs.Fantasíu á facebook.
 
Kveðja, Rs. Fantasía
 
Gilwell-leiðtogaþjálfun (5. skref af 5)

Fimmta og síðasta skref Gilwell-leiðtogaþjálfunar er sameiginlegt fyrir þá sem eru á sveitarforingjaleið og stjórnunarleið:
- Aðferðir við tímastjórnun.
- Samvinna og teymisvinna.
- Eigin leiðtogahæfileikar og stjórnunarstíll.
- Samningsvilji og samningstækni.
- Nokkrar aðferðir til að hafa samskipti við aðra fullorðna.
- Ólík afstaða fólks til heilbrigðs lífernis og sjálfbærni.
Hver og einn metur eigin náms- og þroskaferil í tengslum við Gilwell-þjálfunina. Markmiðið er að þátttakendur tileinki sér félags- og samskiptafærni sem hægt er að nota bæði í skátastarfi og í daglegu lífi.
Námskeiðið fer fram á Úlfljótsvatni helgina 11.-12. janúar 2014

Skráning fer fram hér; www.skatar.is/vidburdaskraning

Upplýsingar veitir Dagga í Skátamiðstöðinni í síma 550-9800
 
Kveðja, Gilwellteymið


Viltu byrja vorönnina með stæl?
 
Dagskrárhringsnámskeið eftir áramót! Byrjað að taka  niður pantanir.
Við minnum félögin á stuðningsnámskeiðin skemmtilegu við innleiðingu endurbættu skátadagskrárinnar. 
Ertu að nota flokkakerfið og dagskrárhringinn? Vantar þitt félag aðstoð við að koma þessum mikilvægu þáttum í gang og skemmtilega samverustund fyrir sveitarforingjana?
Við heimsækjum félagið þitt með námskeið í því sem nýtist því best til að gera gott starf enn betra. Við erum aðeins eitt símtal (eða e-mail;)  í burtu. Hlökkum til að heyra í ykkur. Hafið samband í síma 550-9803 eða á ingibjorg@skatar.is
 
Kveðja, Ingibjörg
 
Rekka- og róverskátar  athugið!
 
Þann 18. janúar 2014 stendur mótsstjórn landsmóts skáta fyrir trylltum og taumlausum hasardegi þar sem reyna mun á samvinnu, sköpunargleði, skátaanda og hreysti þátttakenda. Dagurinn verður þátttakendum að kostnaðarlausu og er opinn öllum skátum á þessu aldursbili.
Nánari upplýsingar verða birtar þegar nær dregur en takið daginn frá NÚNA!
 
Kveðja, Landsmótsstjórn
 
Gilwell-leiðtogaþjálfun (1. skref af 5)

Laugardaginn 18. janúar 2014 í Skátamiðstöðinni frá Kl: 09:00 - 17:00

Hvað er það sem gerir skátastarf að skemmtilegu ævintýri með skýr uppeldismarkmið? Hvernig fer það starf fram? Starfsgrunnur skáta er fyrsta skrefið í Gilwell-leiðtogaþjálfun.

Fullorðnir sjálfboðaliðar með góða leiðtogahæfni eru kjölfestan í skátastarfi. Gilwell-leiðtogaþjálfun eykur færni fyrirþetta mikilvæga hlutverk. Þar öðlastu þekkingu og færni til að leiða starfið á þeim fjölbreytta vettvangi sem skátastarf er. Gilwell-leiðtogaþjálfun eykur sjálfstraust og nýtist vel í atvinnulífinu.
 
Skráning fer fram hér; www.skatar.is/vidburdaskraning

Upplýsingar veitir Dagga í Skátamiðstöðinni í síma 550-9800
 
Kveðja, Gilwellteymið
 
Sígræna jólatréð sem fjáröflun fyrir skátafélög.
 
Enn er tækifæri fyrir skátafélög að selja sígræna jólatréð. Allar pantanir þurfa að koma frá félaginu og reikningur gefinn út á félagið. Skátafélög fá 30% sölulaun af hverju tré sem pantað er þannig.  Verið í sambandi við Nönnu í skátamiðstöðinni, í síma 550-9800 eða með tölvupósti á nanna@skatar.is
 
Kveðja, Nanna
 
Sunnudagsopnun hjá Grænum skátum.
 
Við hvetjum skátafélögin til að nýta sér það að fólk er að taka til hjá sér fyrir jólin og sniðugt að bjóða upp á mótttöku á dósum sem renna svo í t.d. Landsmótssjóð félagsins. Í desember verður opið hjá Grænum skátum á sunnudögum kl. 12:00- 16:30 og geta skátafélög komið til okkar með söfnunina sína.
 
Kveðja, Júlíus
 
Hrönn skipuð mótsstjóri
 
Stjórn BÍS hefur skipað Hrönn Pétursdóttur sem mótsstjóra World Scout Moot 2017. Hrönn hefur starfað með skátahreyfingunni frá barnsaldri, fyrst á Akureyri, í stjórn BÍS og á evrópuskrifstofu WAGGGS svo eitthvað sé nefnt. World Scout Moot er haldið á vegum WOSM heimshreyfingar skáta en íslenskir skátar verða framkvæmdaaðilar mótsins 2017. Gert er ráð fyrir 5000 þátttakendum á mótið og verður þetta eitt stærsta verkefni sem íslenskir skátar hafa tekið að sér. Á næstu vikum verður farið í að skipa mótsstjórn og undirnefndir, þeir sem hafa áhuga á að koma að undirbúningi mótsins er bent á að hafa samband við undirritaðan. Nánari upplýsingar um mótið á www.worldscoutmoot.is og á facebook og youtube.
 
Kveðja, Jón Ingvar
 
Vilt þú hjálpa Evrópustjórn WAGGGS að styrkja og bæta skátastarf í Evrópu?
 
Evrópustjórn WAGGGS leitar að sjálfboðaliðum til þess að vinna í kjarna vinnuhópum og til þess vera í hópi sjálfboðaliða sem þau geta leitað til með einstök verkefni sem stuðla að framgangi Europe Region Membership Development Strategy in 2014-2016 sem samþykkt var á Evrópuþingi WAGGGS nú í sumar.
Frestur til að skila inn umsóknum er til 10. janúar 2014.
Nánari upplýsingar veitir julius@skatar.is
 
Kveðja, Júlíus

Erlendir viðburðir og skátamót á næstunni

Alþjóðaráð hefur uppfært upplýsingar um erlenda viðburði og erlend skátamót Skátavefnum.

Endilega skoðið hvað er í boði.

Kveðja, Július 

Í þessari viku:

 • Snjallráð vikunnar
 • Allt að gerast á norðurslóðum
 • Þrettándaútilega RS. Fantasíu
 • Gilwell leiðtogaþjálfun (5. af 5.)
 • Dagskrárhringsnámskeið eftir áramót
 • Rekkar og Róver á landsmót
 • Gilwell leiðtogaþjálfun (1. af 5.)
 • Sígræna jólatréð sem fjáröflun
 • Sunnudagsopnun hjá Grænum skátum
 • Mótsstjóri WSM 2017
 • Evrópustjórn WAGGGS leitar að þér....
 • Erlendir viðburðir og skátamót

 

Á dagskránni:

Jólafundir skátafélaga um land allt 

27/12-29/12
Á Norðurslóðum - viðburður fyrir dróttskáta á Úlfljótsvatni

 

11/1 - 12/1 2014
Gilwell leiðtogaþjálfun
skref 5. af 5.

18/1 2014
Gilwell leiðtogaþjálfun
skref 1. af 5.

Snjallráð vikunnar

Munum eftir endurskins-merkjunum. Myrkasti tími ársins er framundan og fullorðna fólkið þarf líka að sjást í myrkrinu.
 
Bandalag íslenskra skáta,

Skátamiðstöðin 
Hraunbæ 123
110 Reykjavík
s. 550-9800
Email Marketing Powered by Mailchimp