Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

8. september 2015

Vetraráskorun Crean - kynning miðvikudagskvöld

Hvetjum alla dróttskáta til að koma og kynna sér Crean vetraráskorun. Fundurinn verður í Skátamiðstöðinni miðvikudaginn 10. september kl. 20. Nánari upplýsingar hjá Silju s. 841-1575
Roverway Komdu með!
Skráning er hafin í ferð á Roverway í Frakklandi næsta sumar. Nánari upplýsingar á skátamálum

Hvað er betra en sérvalið Bland í poka?
Vítamínsprauta að Laugum í Sælingsdal 2.-4. október. Stútfull dagskrá af örnámskeiðum, kynningum og hópefli. Tilvalið fyrir stjórn, sveitarforinga og sjálfboðaliða að skella sér.
Frekari upplýsingar og skráning hér.

Skátaaðferðin og starfsgrunnurinn, Gilwell 1. skref
Búið er að opna fyrir skráningu á skref 1 af 5 sem haldið verður þann 10. október. 

Nánari upplýsingar og skráning hér.
Langar þig að læra að tálga í alvöru?
Fræðslukvöld septembermánaðar ber heitið Emil fór í Smiðjukrókinn og er einmitt kennsla í að tálga. Claus Hermann, Hraunbúi ætlar að kenna okkur að beita hnífnum og skapa eitthvað skemmtilegt.
Frekari upplýsingar og skráning hér.

Landsmót skáta 2016 - kynningar að hefjast 
Mótsstjórn Landsmóts skáta er að undirbúa kynningar í skátafélög þessa dagana. Látið okkur vita sem fyrst hvenær hentar að fá okkur í heimsókn til ykkar með pósti á landsmot@skatar.is 

@skatarnir á twitter
Tístin eru farin að berast úr heimi skáta. @skatarnir eru nú virkt á twitter endilega fylgist með og notið #skatarnir
Endurfundir skáta
Mánudaginn 14. september hefjast Endurfundir skáta á ný eftir sumarleyfi. Við hvetjum alla til að kíkja við, fá súpu og rifja upp gamlar minningar. Frekari upplýsingar má finna hér.


 

Í þessari viku:

  • Crean kynning
  • Roverway
  • Hvað er bera en sérvalið bland í poka
  • Gilwell 1 skref
  • Fræðslukvöld
  • Landsmót skáta
  • @skatarnir
  • Endurfundir skáta
Bandalag íslenskra skáta,