Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 16 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

1. nóvember 2016

Upphafsdagur skátastarfs á Íslandi
Upphafsdagur skátastarfs er á morgun, 2. nóvember. Fögnum deginum!

Krísufundur róverskáta
Krísufundur róverskáta verður haldinn í Landnemaheimilinu á morgun, 2. nóvember. Á fundinum ætlum við að rýna í róverstarfið á Íslandi og finna leiðir til þess að bæta það. Við viljum gott róverstarf – hvað eigum við að gera?? Allir sem hafa áhuga á róverskátastarfi á Íslandi ættu ekki að láta þennan fund fram hjá sér fara. Veitingar í boði. Nánari upplýsingar hér. 

Fálkaskátadagurinn
Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á Fálkaskátadaginn en skráningu lýkur á fimmtudaginn, 3. nóvember. Fálkaskátadagurinn verður haldinn við skátaheimili Kópa, sunnudaginn 6. nóvember. Nánari upplýsingar og skráning hér. 

Fræðslukvöld - klettaklifur 101
Fræðslukvöld nóvembermánaðar verður haldið sunnudaginn 13. nóvember í Klifurhúsinu. Þar verður farið í undirstöðuatriði í "grjótglímu". Frekari upplýsingar og skráning hér. ATH! Takmarkaður fjöldi þátttakenda.

Skjöldungar í leit að foringja
Skátafélagið Skjöldungar leitar að ástríðufullum og áhugasömum foringja yfir drekaskátasveitinni sinni. Sveitin er blönduð og eru fundir frá kl. 17:00-18:30 á mánudögum. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Skjöldunga hjá gudmundur@skjoldungar.is.

Hermann í viðtali hjá RÚV
RÚV var með umfjöllun um regnhlífasamtök í æskulýðsgeiranum og mætti Hermann Sigurðsson þangað fyrir hönd æskulýðsvettvangsins. Hér er hægt að hlusta á viðtalið í heild. 

Undirþorpsstjórar á WSM
Alþingi teymið, sem sér um dagskrá World scout Moot á Úlfljótsvatni, auglýsir eftir undirþorpsstjórum. Dagskráin skiptist í 4 þorp og hvert þorp skiptist í 4 undirþorp. Ef þú hefur áhuga á að taka að þér eitt slíkt skaltu endilega hafa samband við Dagmar á dagmar@skatar.is

Könnun um fjölskyldubúðir á WSM
Við minnum á könnun um fjölskyldubúðir fyrir World Scout Moot. Endilega svarið og hafið áhrif á ákvarðanatökuna. Þessi könnun snýr að því hvort nauðsynlegt sé að hafa fjölskyldubúðir á Úlfljótsvatni, seinni hlutann af Mootinu. Svara má könnuninni hér.

Jólin byrja...á Úlfljótsvatni
Eins og síðustu ár stendur Úlfljótsvatn fyrir einu jólalegasta jólahlaðborðinu norðan Alpafjalla. Tvennskonar viðburðir eru í boði - venjulegt jólahlaðborð eða jólastund fjölskyldunnar með jólahlaðborði. Kynnið ykkur málið, matseðilinn og tímasetningar hér. 

Í þessari viku:

  • Upphafsdagur skátastarfs á Íslandi
  • Krísufundur róverskáta
  • Fálkaskátadagurinn
  • Fræðslukvöld - klettaklifur 101
  • Skjöldungar í leit að foringja
  • Hermann í viðtali hjá RÚV
  • Undirþorpsstjórar á WSM
  • Könnun um fjölskyldubúðir á WSM
  • Jólin byrja...á Úlfljótsvatni

Heyrst hefur að næsta fræðslukvöld verði sunnudaginn 13. nóvember í klifurhúsinu...
 

Bandalag íslenskra skáta,