Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur út alla þriðjudaga á skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í þessum pósti þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

18. febrúar 2014

Ertu nokkuð að gleyma að skrá þig á fræðslukvöld um Skátaflokk Íslands?

Skráðu þig strax á www.skatar.is/vidburdaskraning  Dagskrárstjóri Landsmóts skáta, Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir kynnir hvernig best er að undirbúa sig fyrir keppnina Skátaflokkur Íslands. Inga kynnir einnig tilboð um dagskrárhring með þemanu Skátaflokkur Íslands og hvernig best sé að tengja daglegt starf undirbúningnum á skemmtilegan og árangursríkan hátt!
Mæting í Skátamiðstöðina fimmtudaginn 20. febrúar kl. 19.30. Ath. að fræðslukvöldið verður í beinni útsendingu á linknum: http://idega-streaming.w.greenqloud.com/ sem verður virkur þegar fræðslukvöldið hefst.
 
Kveðja, Ingibjörg
Verum sýnileg 22. febrúar
 
Í tilefni fæðingardags Baden-Powell hefur sú hefð skapast að skátar um allan heim noti daginn til að gera sig sýnilega. Margir mæta til vinnu eða skóla með skátaklútinn, enn aðrir í fullum skátabúning og svo framvegis. Í ár kemur dagurinn upp á laugardegi og því flestir sem ekki sækja vinnu eða skóla þann dag.
Nýtum okkur samskiptamiðlana og setjum mynd af okkur í skátabúning sem "prófíl mynd" á laugardaginn. Ekki er verra ef þið "taggið" facebook myndina með "skátarnir"
 
Kveðja, Dagga
Landsmótsfundur á Akureyri – allir velkomnir

Opin fundur um Landsmót skáta 2014 fer fram í Hvammi fimmtudaginn 20. febrúar kl. 20:00. Fundinum stýra Fríður Finna mótsstjóri og Gunnlaugur Búi tæknistjóri. Við hvetjum alla til að mæta, og tryggja aðkomu heimamanna í þessum stóra viðburði! Frekari upplýsingar má finna hér.
 
Kveðja, Jón Ingvar

Komdu austur í vöfflu 22. febrúar kl. 14
 
Fræðasetur skáta Úlfljótsvatni verður með inn-flutningsboð í Fræðasetrinu við Ljósafossstöð laugardaginn 22. febrúar n.k. á milli kl. 14-16.
Þá verður fagnað þeim áfanga að endurbótum á húsnæði er lokið og setrið orðið klárt í hefja starfsemi við söfnun, flokkun og skráningu á skátamunum.
Við hvetjum alla skáta á öllum aldri að drífa sig í heimsókn til okkar á B-P daginn og fagna þessum áfanga. Blóm afþökkuð en skátamunir vel þegnir.  Allir eru velkomnir.
 
Stjórn Fræðaseturs skáta Úlfljótsvatni
Jamboree 2015 - kynningarfundir
 
Kynningarfundur vegna ferðar á Heimsmót skáta í Japan 2015 (e. World Scout Jamboree) verða haldnir á næstunni. kynnt verður mótið, ferðatilhögun og þetta sérstaka að hafa möguleika á því að taka þátt í 40 þúsund manna skátamóti með ungu fólki frá öllum heimshornum. Hægt er að lesa sér til um mótið á ferðasíðunni www.jamboree2015.skatar.is
Skátamiðstöðin Hraunbæ 123 – 19. ferbrúar kl. 20
Skátaheimilið Selfossi – 20. febrúar kl. 20
 
Kveðja, Jón Ingvar

Skátaþing í Kópavogi 4.-5. apríl

Á skátaþingi verður kosið til ýmissa embætta hjá BÍS. Auglýst er eftir framboðum í eftirfrandi embætti: Aðstoðarskátahöfðingi, form. upplýsingaráðs, form alþjóðaráðs (v.forfalla) og nýtt embætti form. ungmennaráðs. Auk þess er kosið í ráð og nefndir til eins árs í senn. Nánari upplýsingar um skátaþingið munu koma á www.skatamal.is í vikunni en öllum framboðum þarf að skila til uppstillningarnefndar (uppstillingarnefnd@gmail.com).  

kveðja, Jón Ingvar
Agora – rekka og róverskátar
 
AGORA er viðburður fyrir rekka- og róverskáta sem haldinn verður í Strassborg í Frakklandi dagana 23.-27. apríl 2014.
Styrkir hafa fengist til að lækka ferðakostnaðinn fyrir 4 þátttakendur og því þurfa þátttakendur væntanlega eingöngu að greiða þátttökugjaldið sem er EUR: 200.00
Umsóknum skal skilað fyrir 25. febrúar á jon@skatar.is. Allar nánari upplýsingar veitir Jón Ingvar Bragason viðburðarstjóri BÍS.
 
Kveðja, Jón Ingvar
Fréttir frá Úlfljótsvatni

Við minnum á könnunina frá því á félagsforingjafundinum. Það væri gaman að fá enn fleiri svör við henni þannig að við getum þjónustað skátafélögin sem best. Linkur á könnuna: https://docs.google.com/forms/d/1KUm62vdoKsErBvOecYqAQUFwLVLqM8sjUesNJ9wJlLE/viewform
Við minnum félögin einnig á að bóka snemma fyrir vorið og haustið þar sem plássið er takmarkað og þó nokkuð um bókanir nú þegar.
Við hlökum til að sjá ykkur.

 
Kveðja, Starfsfólk ÚSÚ
Erasmus+
 
Erasmus+ er ný æskulýðs- og menntaáætlun evrópusambandsins.
Þar eru miklir möguleikar fyrir skáta að fá styrki til fjölbreyttra verkefna.
Nánari upplýsingar má finna á: www.euf.is
 
Kveðja, Júlíus
 

 

Í þessari viku:

  • Snjallráð vikunnar
  • Fræðslukvöld
  • Landsmótsfundur á Akureyri
  • 22. febrúar á facebook
  • Vöfflur í Fræðasetrinu
  • Jamboree 2015 - kynningarfundir
  • Skátaþing í Kópavogi
  • Agora fyrir rekka og róver
  • Erasmus+
  • Góðverkadagar
 

Á dagskránni:

17-22/2
Góðverkadagar

19/2
Stjórnarfundur BÍS

19/2
Jamboree 2015 kynning í H123

 

Sjá alla viðburði

Snjallráð vikunnar

"Góðverk á dag kemur skapinu í lag"


 
Bandalag íslenskra skáta,