Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 16 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

10. janúar 2017

Félagsforingjafundur
Félagsforingjafundur verður haldinn í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 laugardaginn 14. janúar kl. 14:00. ATHUGIÐ: Gert er ráð fyrir 2 fulltrúum frá hverju skátafélagi og þurfa fulltrúar að skrá sig hér.


Skyndihjálparnámskeið frestast
Af óviðráðanlegur orsökum þurfum við því miður að fresta skyndihjálparnámskeiðinu sem fara átti fram um helgina. Unnið er að því að finna helgi mjög fljótlega. Fylgist með! 


Þreytt á að segja Halló en ekki Salam alaikum eða Bonjourno?
Fimmtudaginn 19. janúar verður spennandi vítamínkvöld í Skátamiðstöðinni. Alþjóðaráð kynnir fyrir ykkur þau undursamlegu tækifæri sem alþjóðlegt skátastarf býður upp á. Kíktu hér og skelltu þér á Vítamínkvöld. Ekki vera heimalingur, vertu heimskind! 


Gilwell 5. skref
Vonandi ertu búin/n að skila verkefninu og skrá þig. Mundu bara að þvo skátaskyrtuna og pressa svörtu buxurnar því þetta verður rosalegt! Kíktu hér fyrir frekari upplýsingar. 


Foringjaspjall Sveitarforingja
Ferðu í hringi með dagskrárhringinn? Þarf að fylla á hugmyndabankann? Þarftu kannski stundum að spegla við einhvern sem er í sömu skátasporum og þú? Þá er foringjaspjallið 23. janúar kl. 20:00 eitthvað fyrir þig! Skoðaðu málið hér. 


Drekaskátadagurinn
Að venju fjölmenna drekaskátasveitir á drekaskátadaginn þann 5. mars. Við minnum sveitarforingja á að gera ráð fyrir deginum í sínum dagskrám. Frekari upplýsingar þegar nær dregur. 


Hvað er þetta AIESEC?
Þekkir þú einhvern sem er í þessum AIESEC á Íslandi samtökum en hefur ekki hugmynd um hvað þau snúast, hvað gera þessi samtök eiginlega? Smelltu hér og skoðaðu. 


Rowerway 2018
Alþjóðaráð auglýsir eftir áhugasömum skátum sem vilja undirbúa og kynna ferð íslenskra skáta á Roverway í Hollandi 2018. Umsækjendur þurfa að vera 21 árs eða eldri. Nánari upplýsingar veitir Júlíus í Skátamiðstöðinni. 


 

Í þessari viku:

  • Félagsforingjafundur
  • Skyndihjálparnámskeið frestast
  • Þreytt á að segja Halló en ekki Salam alaikum eða Bonjourno?
  • Gilwell 5. skref
  • Foringjaspjall Sveitarforingja
  • Drekaskátadagurinn
  • Hvað er þetta AIESEC?
  • Rowerway 2018
Heyrst hefur að 4264 þátttakendur séu búin að tryggja sér pláss á World Scout Moot 2017.... Ert þú einn þeirra? 
Bandalag íslenskra skáta,